Dallas Mavericks sektað fyrir að hvíla leikmenn Smári Jökull Jónsson skrifar 14. apríl 2023 22:01 Mark Cuban eigandi Dallas fylgist hér með leiknum gegn Chicago úr stúkunni ásamt Kyrie Irving og Tim Hardaway jr. Vísir/Getty Forsvarsmenn NBA-deildarinnar hafa sektað lið Dallas Mavericks um 750.000 dollara fyrir að hafa hvílt leikmenn í leik gegn Chicago Bulls í síðustu viku. Dallas Mavericks komst ekki í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en meðal leikmanna liðsins eru stórstjörnurnar Luka Doncic og Kyrie Irving. Forráðamenn Dallas tóku ákvörðun um að gefast upp á að reyna að ná sætinu þrátt fyrir að liðið ætti enn tölfræðilega möguleika á að ná því með því að hvíla marga lykilmenn í leik gegn Chicago Bulls. NBA investigation concluded that the Mavericks violated player resting policy, and "demonstrated through actions and public statements the organization s desire to lose the game in order to improve the chances of keeping its first-round pick in the 2023 NBA Draft." https://t.co/uCqVYAiABN— Shams Charania (@ShamsCharania) April 14, 2023 Ástæðan fyrir þessu var að með því að lenda neðar ættu þeir meiri möguleika á að ná einum af fyrstu tíu valréttum í nýliðavalinu í sumar. Ef Dallas nær topp tíu valrétti mun liðið halda honum en fái þeir valrétt síðar í nýliðavalinu mun hann fara til New York Knicks sem hluti af samkomulagi á milli liðanna í tengslum við félagaskipti Kristaps Porzingis. Forráðamenn NBA-deildarinnar höfðu hins vegar lítinn húmor fyrir því að Dallas hafi ákveðið að hvíla menn gegn Bulls. Félagið hefur nú fengið 750.000 dollara sekt og segir í yfirlýsingu deildarinnar að Dallas Mavericks hafi brotið gegn reglum deildarinnar og gegn heilindum íþróttarinnar. Dallas hvíldi lykilmenn löngum stundum í leiknum gegn Chicago Bulls og hér sést stjarna liðsins Luka Doncic sitja á varamannabekknum.Vísir/Getty „Ákvörðun Dallas Mavericks að meina lykilmönnum að taka fullan þátt í útsláttarleik gegn Chicago grefur undan heilindum íþróttarinnar,“ segir varaforseti NBA, Joe Dumars, í fréttatilkynningu. „Aðgerðir Mavericks eru vonbrigði fyrir stuðningsmenn okkar og deildina alla.“ Í leiknum gegn Bulls, sem var síðasti naglinn í kistu Dalls liðsins í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni, vorru Kyrie Irving og fjórðir aðrir lykilmenn utan leikmannahóps auk þess sem Luka Doncic fékk mjög takmarkaðan tíma inni á vellinum. Liðið leiddi lengi vel í síðari hálfleik en tapaði leiknum að lokum 115-112. NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira
Dallas Mavericks komst ekki í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en meðal leikmanna liðsins eru stórstjörnurnar Luka Doncic og Kyrie Irving. Forráðamenn Dallas tóku ákvörðun um að gefast upp á að reyna að ná sætinu þrátt fyrir að liðið ætti enn tölfræðilega möguleika á að ná því með því að hvíla marga lykilmenn í leik gegn Chicago Bulls. NBA investigation concluded that the Mavericks violated player resting policy, and "demonstrated through actions and public statements the organization s desire to lose the game in order to improve the chances of keeping its first-round pick in the 2023 NBA Draft." https://t.co/uCqVYAiABN— Shams Charania (@ShamsCharania) April 14, 2023 Ástæðan fyrir þessu var að með því að lenda neðar ættu þeir meiri möguleika á að ná einum af fyrstu tíu valréttum í nýliðavalinu í sumar. Ef Dallas nær topp tíu valrétti mun liðið halda honum en fái þeir valrétt síðar í nýliðavalinu mun hann fara til New York Knicks sem hluti af samkomulagi á milli liðanna í tengslum við félagaskipti Kristaps Porzingis. Forráðamenn NBA-deildarinnar höfðu hins vegar lítinn húmor fyrir því að Dallas hafi ákveðið að hvíla menn gegn Bulls. Félagið hefur nú fengið 750.000 dollara sekt og segir í yfirlýsingu deildarinnar að Dallas Mavericks hafi brotið gegn reglum deildarinnar og gegn heilindum íþróttarinnar. Dallas hvíldi lykilmenn löngum stundum í leiknum gegn Chicago Bulls og hér sést stjarna liðsins Luka Doncic sitja á varamannabekknum.Vísir/Getty „Ákvörðun Dallas Mavericks að meina lykilmönnum að taka fullan þátt í útsláttarleik gegn Chicago grefur undan heilindum íþróttarinnar,“ segir varaforseti NBA, Joe Dumars, í fréttatilkynningu. „Aðgerðir Mavericks eru vonbrigði fyrir stuðningsmenn okkar og deildina alla.“ Í leiknum gegn Bulls, sem var síðasti naglinn í kistu Dalls liðsins í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni, vorru Kyrie Irving og fjórðir aðrir lykilmenn utan leikmannahóps auk þess sem Luka Doncic fékk mjög takmarkaðan tíma inni á vellinum. Liðið leiddi lengi vel í síðari hálfleik en tapaði leiknum að lokum 115-112.
NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira