Hamarinn spyr ekki um stétt, stöðu eða kennitölu Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 20. apríl 2023 08:00 Margrét segir nauðsynlegt að grípa ungmennin sem fyrst, sérstaklega þau sem komi fylgdarlaus. Börn af erlendum uppruna geta átt erfitt með að finna sig í skipulögðu tómstundastarfi og sérstaklega ef íslenskukunnátta er ekki til staðar. Í Hafnarfirði er starfrækt ungmennahús sem spyr ekki um stétt né stöðu, eða kennitölu. Samkvæmt gögnum frá starfshópi sem skilaði af sér niðurstöðum árið 2021 er lang minnst virkni í skipulögðu félagsstarfi frá aldrinum 16-18 ára. Það þarf ekki að koma mikið á óvart. Það er á þessu aldursbili sem ungmenni fara í framhaldsskóla og félagslífið þar tekur oft yfir. Það er einmitt aldurinn sem Hamarinn þjónustar en Margrét Gauja Magnúsdóttir, verkefnastjóri hjá Hafnarfjarðarbæ segir mjög fjölbreyttan hóp sækja húsið. „Við erum bara með alla flóruna myndi ég segja, frá morgni til kvölds. En kannski í ljósi aðstæðna þá er að koma til okkar mikið af krökkum sem eru að bíða eftir því að fá úrlausn sinna mála varðandi kennitölur og fleira.“ Það er samt ekkert endilega auðvelt að ná til unga fólksins, þau eru ekki á sömu samfélagsmiðlum og fullorðnir og eiga kannski erfiðara með að finna út úr því hvar svona starf er að finna. „Við erum virk á samfélagsmiðlum, sérstaklega instagram, því krakkarnir eru hættir á facebook. En við erum líka í samstarfi við Red cross youth club. Þau koma hérna og eru með skipulögð kvöld tvisvar í mánuði. Þannig oftar kynnast krakkarnir Hamrinum og halda áfram að koma.“ Þátttaka í skipulögðu tómstundastarfi hrynur eftir að grunnskólagöngu lýkur. Kassim kemur frá Venesúela en foreldrar hans eru upprunalega frá Líbanon, hann hefur verið duglegur að sækja Hamarinn heim, en hvernig frétti hann af húsinu? „Ég eignaðist vini á hótelinu og þeir fóru með mig hingað. Ég hef eignast marga vini hér. Þetta er góður staður.“ „Ég spila biljarð og hitti mikið af fólki. Þegar ég kom í fyrsta skiptið þá voru þrjátíu strákar hérna. Helmingurinn af öllum vinum mínum kemur í Hamarinn.“ Biljarð er vinsæl afþreying í ungmennahúsinu. Vísir/Bjarni Ísak Thomas stundar líka ungmennahúsið, hann heldur að það sé hægt að ná til ungmenna sem tala ekki íslensku. En hvernig heyrir ungt fólk af erlendum uppruna af húsinu? „Mér finnst ólíklegt að það hafi verið í gegnum foreldra, þar sem að mjög lítið af auglýsingunum sem ég hef sé hafa verið að ná almennilega til foreldra. Ég held að þau hafi sjálf séð auglýsingar um Hamarinn og orðið forvitinn eða heyrt frá vinum eða álíka. Það er mun líklegra.“ „Það er klárlega ekki nógu mikið gert til þess að koma fólki af erlendum uppruna inn í tómstundastarf. Það er mjög takmarkað úrval af tómstundastarfi á ensku eða öðrum tungumálum.“ Margrét segir að við verðum að grípa utan um ungt fólk á flótta. „Síðan má heldur ekki gleyma því að mikið af þessum krökkum eru að koma hingað ein. Við verðum að kippa þeim inn. Strax.“ Hafnarfjörður Félagsmál Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Sjá meira
Samkvæmt gögnum frá starfshópi sem skilaði af sér niðurstöðum árið 2021 er lang minnst virkni í skipulögðu félagsstarfi frá aldrinum 16-18 ára. Það þarf ekki að koma mikið á óvart. Það er á þessu aldursbili sem ungmenni fara í framhaldsskóla og félagslífið þar tekur oft yfir. Það er einmitt aldurinn sem Hamarinn þjónustar en Margrét Gauja Magnúsdóttir, verkefnastjóri hjá Hafnarfjarðarbæ segir mjög fjölbreyttan hóp sækja húsið. „Við erum bara með alla flóruna myndi ég segja, frá morgni til kvölds. En kannski í ljósi aðstæðna þá er að koma til okkar mikið af krökkum sem eru að bíða eftir því að fá úrlausn sinna mála varðandi kennitölur og fleira.“ Það er samt ekkert endilega auðvelt að ná til unga fólksins, þau eru ekki á sömu samfélagsmiðlum og fullorðnir og eiga kannski erfiðara með að finna út úr því hvar svona starf er að finna. „Við erum virk á samfélagsmiðlum, sérstaklega instagram, því krakkarnir eru hættir á facebook. En við erum líka í samstarfi við Red cross youth club. Þau koma hérna og eru með skipulögð kvöld tvisvar í mánuði. Þannig oftar kynnast krakkarnir Hamrinum og halda áfram að koma.“ Þátttaka í skipulögðu tómstundastarfi hrynur eftir að grunnskólagöngu lýkur. Kassim kemur frá Venesúela en foreldrar hans eru upprunalega frá Líbanon, hann hefur verið duglegur að sækja Hamarinn heim, en hvernig frétti hann af húsinu? „Ég eignaðist vini á hótelinu og þeir fóru með mig hingað. Ég hef eignast marga vini hér. Þetta er góður staður.“ „Ég spila biljarð og hitti mikið af fólki. Þegar ég kom í fyrsta skiptið þá voru þrjátíu strákar hérna. Helmingurinn af öllum vinum mínum kemur í Hamarinn.“ Biljarð er vinsæl afþreying í ungmennahúsinu. Vísir/Bjarni Ísak Thomas stundar líka ungmennahúsið, hann heldur að það sé hægt að ná til ungmenna sem tala ekki íslensku. En hvernig heyrir ungt fólk af erlendum uppruna af húsinu? „Mér finnst ólíklegt að það hafi verið í gegnum foreldra, þar sem að mjög lítið af auglýsingunum sem ég hef sé hafa verið að ná almennilega til foreldra. Ég held að þau hafi sjálf séð auglýsingar um Hamarinn og orðið forvitinn eða heyrt frá vinum eða álíka. Það er mun líklegra.“ „Það er klárlega ekki nógu mikið gert til þess að koma fólki af erlendum uppruna inn í tómstundastarf. Það er mjög takmarkað úrval af tómstundastarfi á ensku eða öðrum tungumálum.“ Margrét segir að við verðum að grípa utan um ungt fólk á flótta. „Síðan má heldur ekki gleyma því að mikið af þessum krökkum eru að koma hingað ein. Við verðum að kippa þeim inn. Strax.“
Hafnarfjörður Félagsmál Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Sjá meira