„Við ætluðum okkur klárlega stærri hluti“ Jón Már Ferro skrifar 18. apríl 2023 09:00 Hörður Vilhjálmsson leikmaður Keflavíkur og þjálfari kvennaliðsins. vísir/bára dröfn „Hjalti er búinn að vera í fjögur ár í Keflavík og í körfuboltaheiminum er það mjög langur tími. Heilt yfir hefur hann staðið sig vel og er samningslaus eftir tímabilið. Ég var ekki búinn að eiga neitt spjall við hann um að hann myndi hætta,“ sagði Magnús Sverrir Þorsteinsson, formaður Keflavíkur, í samtali við Vísi. Eftir að Keflavík datt úr leik gegn Tindastól í 8-liða úrslitum úrslitakeppni Subway-deildarinnar sagðist Hjalti Þór Vilhjálmsson vera hættur sem þjálfari liðsins. Hjalti Þór Vilhjálmsson er fyrrverandi þjálfari Keflavíkur.vísir/Bára dröfn „Hann tekur þessa ákvörðun eftir leikinn. Ég á svo sem eftir að heyra betur í honum með það allt saman. Góð fjögur ár að baki hjá Hjalta og við óskum honum góðs gengis í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur,“ sagði Magnús. Keflavík er stórveldi í íslenskum körfubolta og sættir sig ekki við að falla úr leik í 8-liða úrslitum. Markmiðið er alltaf Íslandsmeistaratitill. „Við dettum út í 8-liða úrslitum og við ætluðum okkur titil. Þannig það er ljóst að það þarf að gera einhverjar breytingar,“ segir Magnús. Magnús Sverrir Þorsteinsson, formaður Keflavíkur.Íslenski draumurinn Magnús segir að farið verði í fleiri breytingar en ekki sé komið í ljós hverjar þær verða. Hann sagði að ekkert liggi á útlendingamálum og að flestir góðir íslenskir leikmenn séu enn þá að spila. Hins vegar sé byrjað að leggja drög að breytingum. „Þetta eru klárlega vonbrigði hjá öllum sem koma að klúbbnum hvort sem það eru leikmenn, stjórnarmenn eða þjálfari og við ætluðum okkur klárlega stærri hluti. Það verða breytingar og það verður stigið vel niður. Eitthvað sem við erum að fara ákveða á næstu dögum,“ segir Magnús. Þrátt fyrir að Magnús vilji breytingar segist hann vilja halda Herði Vilhjálmssyni leikmanni karlaliðsins og þjálfara kvennaliðsins. Hörður er bróðir Hjalta. Hörður Vilhjálmsson er leikmaður karlaliðs Keflavíkur og þjálfari kvennaliðsins.vísir/Bára dröfn „Hann er með samning við okkur beggja megin, bæði sem leikmaður og þjálfari. Ég held og vona að það verði engar breytingar með hann. Enda stórkostlegur á báðum sviðum, bæði sem leikmaður og þjálfari. Ég hef ekki trú á neinu öðru en að Hörður, með öll þessi gæði sem hann hefur þrátt fyrir að vera orðinn 35 ára, eigi slatta eftir og hef ekki trú á öðru en að hann spili með okkur á næsta ári.“ Hörður var í leikbanni í fyrsta leik einvígisins sem tapaðist í framlengdum leik. „Það hefði verið gaman að sjá hvernig þetta einvígi hefði farið ef hann hefði spilað þann leik. Þá hefði þetta litið allt öðruvísi út og þá hefðum við verið að taka fimmta leikinn á morgun,“ sagði Magnús. Keflavík ÍF Tindastóll Subway-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Tindastóll - Keflavík 97-79 | Stólarnir í undanúrslit eftir öruggan sigur Tindastóll er komið í undanúrslit Subway-deildar karla í körfubolta eftir frábæran sigur á Keflavík á Sauðárkróki í kvöld. Tindastóll vann einvígið 3-1. 15. apríl 2023 21:15 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Eftir að Keflavík datt úr leik gegn Tindastól í 8-liða úrslitum úrslitakeppni Subway-deildarinnar sagðist Hjalti Þór Vilhjálmsson vera hættur sem þjálfari liðsins. Hjalti Þór Vilhjálmsson er fyrrverandi þjálfari Keflavíkur.vísir/Bára dröfn „Hann tekur þessa ákvörðun eftir leikinn. Ég á svo sem eftir að heyra betur í honum með það allt saman. Góð fjögur ár að baki hjá Hjalta og við óskum honum góðs gengis í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur,“ sagði Magnús. Keflavík er stórveldi í íslenskum körfubolta og sættir sig ekki við að falla úr leik í 8-liða úrslitum. Markmiðið er alltaf Íslandsmeistaratitill. „Við dettum út í 8-liða úrslitum og við ætluðum okkur titil. Þannig það er ljóst að það þarf að gera einhverjar breytingar,“ segir Magnús. Magnús Sverrir Þorsteinsson, formaður Keflavíkur.Íslenski draumurinn Magnús segir að farið verði í fleiri breytingar en ekki sé komið í ljós hverjar þær verða. Hann sagði að ekkert liggi á útlendingamálum og að flestir góðir íslenskir leikmenn séu enn þá að spila. Hins vegar sé byrjað að leggja drög að breytingum. „Þetta eru klárlega vonbrigði hjá öllum sem koma að klúbbnum hvort sem það eru leikmenn, stjórnarmenn eða þjálfari og við ætluðum okkur klárlega stærri hluti. Það verða breytingar og það verður stigið vel niður. Eitthvað sem við erum að fara ákveða á næstu dögum,“ segir Magnús. Þrátt fyrir að Magnús vilji breytingar segist hann vilja halda Herði Vilhjálmssyni leikmanni karlaliðsins og þjálfara kvennaliðsins. Hörður er bróðir Hjalta. Hörður Vilhjálmsson er leikmaður karlaliðs Keflavíkur og þjálfari kvennaliðsins.vísir/Bára dröfn „Hann er með samning við okkur beggja megin, bæði sem leikmaður og þjálfari. Ég held og vona að það verði engar breytingar með hann. Enda stórkostlegur á báðum sviðum, bæði sem leikmaður og þjálfari. Ég hef ekki trú á neinu öðru en að Hörður, með öll þessi gæði sem hann hefur þrátt fyrir að vera orðinn 35 ára, eigi slatta eftir og hef ekki trú á öðru en að hann spili með okkur á næsta ári.“ Hörður var í leikbanni í fyrsta leik einvígisins sem tapaðist í framlengdum leik. „Það hefði verið gaman að sjá hvernig þetta einvígi hefði farið ef hann hefði spilað þann leik. Þá hefði þetta litið allt öðruvísi út og þá hefðum við verið að taka fimmta leikinn á morgun,“ sagði Magnús.
Keflavík ÍF Tindastóll Subway-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Tindastóll - Keflavík 97-79 | Stólarnir í undanúrslit eftir öruggan sigur Tindastóll er komið í undanúrslit Subway-deildar karla í körfubolta eftir frábæran sigur á Keflavík á Sauðárkróki í kvöld. Tindastóll vann einvígið 3-1. 15. apríl 2023 21:15 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Umfjöllun: Tindastóll - Keflavík 97-79 | Stólarnir í undanúrslit eftir öruggan sigur Tindastóll er komið í undanúrslit Subway-deildar karla í körfubolta eftir frábæran sigur á Keflavík á Sauðárkróki í kvöld. Tindastóll vann einvígið 3-1. 15. apríl 2023 21:15