Þjóðinni muni þykja mjög vænt um nafnið Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. apríl 2023 12:00 Hús íslenskunnar verður vígt í dag, eftir langan aðdraganda. Vísir/vilhelm Hús íslenskunnar verður vígt í dag og nafn þess, sem mikil leynd hvílir yfir, opinberað. Menningarráðherra segir daginn marka tímamót fyrir íslenska tungu. Þá séu fleiri handrit á heimleið frá Danmörku sem sýnd verða í húsinu strax á næsta ári. Bygging Húss íslenskunnar við Suðurgötu í Reykjavík á sér afar langan aðdraganda; fyrstu hugmyndir komu fram árið 2005 en verkefnið sett á bið í efnahagshruninu. Lóðin undir húsið stóð því óhreyfð um árabil og var uppnefnd „hola íslenskra fræða“. Sannarlega réttnefni á þeim tímapunkti. En nú er húsið risið og klukkan hálf fimm síðdegis verður það loksins vígt. Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra er himinlifandi með þennan langþráða áfanga. „Ég legg mikla áherslu á að húsið sé opið og aðgengilegt fólkinu í landinu. Loksins geta Íslendingar skoðað handritin sín,“ segir Lilja. Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra fyrir framan holu íslenskra fræða árið 2019, þegar framkvæmdir hófust á ný eftir hlé.Vísir/vilhelm Í húsinu verður starfsemi Árnastofnunar og íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands. Þar verða áðurnefnd handrit einnig varðveitt og önnur frumgögn um íslenska menningu. Og Lilja boðar viðbót við sagnaarfinn. „Það mun fara mjög vel um handritin. Ég lagði nú ýmislegt á okkur til að fá fleiri handrit inn í húsið. Og það er mjög ánægjulegt að greina frá því að vegna þess erum við að fara í aukið samstarf við dönsk yfirvöld og við munum fá fleiri handrit inn í húsið og þau verða til sýnis árið 2024 þegar við opnum grunnsýninguna,“ segir Lilja. Efnt var til samkeppni um nafn á hinu nýja húsi íslenskunnar. Á fjórða þúsund tillögur bárust - og nafnið sem varð fyrir valinu verður tilkynnt við vígsluna í dag. „Mér fannst alveg frábært að fá alla þessa þátttöku og það voru margir sem höfðu skoðun á því hvert ætti að vera nafn hússins. Og ég er býsna sannfærð um að þjóðinni eigi eftir að þykja mjög vænt um þetta nafn.“ Íslensk fræði Íslensk tunga Menning Byggingariðnaður Tengdar fréttir „Hús íslenskunnar“ vígt 19. apríl og nýtt nafn afhjúpað Nýtt hús Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Háskóla Íslands verður vígt 19. apríl næstkomandi. Húsið hefur verið kallað „Hús íslenskunnar“ en mun við vígsluna fá varanlegt nafn. 30. mars 2023 10:20 Hornsteinn lagður að Húsi íslenskunnar Forseti Íslands og mennta- og menningarmálaráðherra lögðu í sameiningu hornstein að Húsi íslenskunnar við Suðurgötu í dag. 21. apríl 2021 17:07 Sjáðu Hús íslenskunnar taka á sig mynd Framkvæmdir við Hús íslenskunnar hafa gengið vel það sem af er ári, þrátt fyrir afleitt vetrarveður og heimsfaraldur kórónuveiru. 5. maí 2020 18:57 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira
Bygging Húss íslenskunnar við Suðurgötu í Reykjavík á sér afar langan aðdraganda; fyrstu hugmyndir komu fram árið 2005 en verkefnið sett á bið í efnahagshruninu. Lóðin undir húsið stóð því óhreyfð um árabil og var uppnefnd „hola íslenskra fræða“. Sannarlega réttnefni á þeim tímapunkti. En nú er húsið risið og klukkan hálf fimm síðdegis verður það loksins vígt. Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra er himinlifandi með þennan langþráða áfanga. „Ég legg mikla áherslu á að húsið sé opið og aðgengilegt fólkinu í landinu. Loksins geta Íslendingar skoðað handritin sín,“ segir Lilja. Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra fyrir framan holu íslenskra fræða árið 2019, þegar framkvæmdir hófust á ný eftir hlé.Vísir/vilhelm Í húsinu verður starfsemi Árnastofnunar og íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands. Þar verða áðurnefnd handrit einnig varðveitt og önnur frumgögn um íslenska menningu. Og Lilja boðar viðbót við sagnaarfinn. „Það mun fara mjög vel um handritin. Ég lagði nú ýmislegt á okkur til að fá fleiri handrit inn í húsið. Og það er mjög ánægjulegt að greina frá því að vegna þess erum við að fara í aukið samstarf við dönsk yfirvöld og við munum fá fleiri handrit inn í húsið og þau verða til sýnis árið 2024 þegar við opnum grunnsýninguna,“ segir Lilja. Efnt var til samkeppni um nafn á hinu nýja húsi íslenskunnar. Á fjórða þúsund tillögur bárust - og nafnið sem varð fyrir valinu verður tilkynnt við vígsluna í dag. „Mér fannst alveg frábært að fá alla þessa þátttöku og það voru margir sem höfðu skoðun á því hvert ætti að vera nafn hússins. Og ég er býsna sannfærð um að þjóðinni eigi eftir að þykja mjög vænt um þetta nafn.“
Íslensk fræði Íslensk tunga Menning Byggingariðnaður Tengdar fréttir „Hús íslenskunnar“ vígt 19. apríl og nýtt nafn afhjúpað Nýtt hús Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Háskóla Íslands verður vígt 19. apríl næstkomandi. Húsið hefur verið kallað „Hús íslenskunnar“ en mun við vígsluna fá varanlegt nafn. 30. mars 2023 10:20 Hornsteinn lagður að Húsi íslenskunnar Forseti Íslands og mennta- og menningarmálaráðherra lögðu í sameiningu hornstein að Húsi íslenskunnar við Suðurgötu í dag. 21. apríl 2021 17:07 Sjáðu Hús íslenskunnar taka á sig mynd Framkvæmdir við Hús íslenskunnar hafa gengið vel það sem af er ári, þrátt fyrir afleitt vetrarveður og heimsfaraldur kórónuveiru. 5. maí 2020 18:57 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Erlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira
„Hús íslenskunnar“ vígt 19. apríl og nýtt nafn afhjúpað Nýtt hús Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Háskóla Íslands verður vígt 19. apríl næstkomandi. Húsið hefur verið kallað „Hús íslenskunnar“ en mun við vígsluna fá varanlegt nafn. 30. mars 2023 10:20
Hornsteinn lagður að Húsi íslenskunnar Forseti Íslands og mennta- og menningarmálaráðherra lögðu í sameiningu hornstein að Húsi íslenskunnar við Suðurgötu í dag. 21. apríl 2021 17:07
Sjáðu Hús íslenskunnar taka á sig mynd Framkvæmdir við Hús íslenskunnar hafa gengið vel það sem af er ári, þrátt fyrir afleitt vetrarveður og heimsfaraldur kórónuveiru. 5. maí 2020 18:57