Leiðrétta ofteknar innheimtuþóknanir vegna vangoldinna meðlagskrafa Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. apríl 2023 23:37 Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur ákveðið að leiðrétta ofteknar innheimtuþóknanir vegna vangoldinna meðlagskrafna Vísir/Tryggvi Innheimtustofnun sveitarfélaga mun leiðrétta ofteknar innheimtuþóknanir vegna vangoldinna meðlagskrafna sem stofnunin innheimti frá nóvember 2018 til desembers 2021. Leiðréttingarnar eru alls 906 og nemur heildarupphæð endurgreiðslna um 70 milljónum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Innheimtustofnun sveitarfélaga. Þar segir að þegar ný stjórn Innheimtustofnunar sveitarfélaga, sem var skipuð í desember 2021, tók við hafi blasað við að verulegur vafi léki á um lögmæti innheimtuþóknana. Í kjölfarið var ákveðið að leita eftir lögfræðiáliti. Ný stjórn tók þar að auki ákvörðun um að rukka ekki innheimtuþóknanir á meðan málið var til skoðunar. Stjórnin samþykkti í júní 2022 að leita eftir lögfræðiáliti frá Lagastofnun Háskóla Íslands til að fá úr því skorið hvort lagaheimild hefði verið fyrir því að leggja sérstaka þóknun á innheimtu stofnunarinnar sem beindist að launagreiðendum. Lögfræðiálitið er afdráttarlaust um að slík lagaheimild sé ekki til staðar. Viðskiptavinir sem eiga rétt á leiðréttingu fá bréf Innheimtustofnun sveitarfélaga segist strax hafa sett af stað vinnu við að leiðrétta innheimtuþóknun hjá þeim einstaklingum sem höfðu greitt hana. Stofnunin segir að þeirri vinnu sé lokið og að hvert tilvik hafi verið kannað sérstaklega og viðeigandi upplýsinga aflað um þau. Þá komi þrír möguleikar til greina í framhaldinu: „skuldajöfnuður að fullu, skuldajöfnuður að hluta og að lokum endurgreiðsla á innheimtugjöldum.“ Tilvikum dánar- og þrotabúa verði einnig hagað með sama hætti. Allir viðskiptavinir sem eiga rétt á leiðréttingu munu á næstu dögum fá sent bréf með upplýsingum um næstu skref. „Viðskiptavinir stofnunarinnar þurfa ekki að aðhafast neitt, við munum senda bréf á alla einstaklinga sem munu fá leiðréttingu og þar kemur fram hvernig við ætlum að vinna málið,“ sagði Aldís Hilmarsdóttir, formaður stjórnar Innheimtustofnunar sveitarfélaga, um málið. Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur verið mikið í fréttum undanfarið, aðallega vegna þess að stofnunin var dæmd brotleg fyrir að brjóta jafnréttislög með stórfelldum kynbundnum launamun. Stjórnsýsla Skattar og tollar Fjölskyldumál Tengdar fréttir Handtekinn á heimili sínu og er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara Fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaganna hefur stefnt stofnuninni vegna vangoldinna launa og fríðinda eftir að honum var sagt upp störfum. Hann hafnar því að bera ábyrgð á kynbundnum launamismun sem stofnunin var dæmd fyrir á dögunum. 11. apríl 2023 20:37 „Blóraböggullinn“ fer sjálfur í mál við Innheimtustofnun Jón Ingvar Pálsson, fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaga, hefur stefnt stjórn stofnunarinnar sem hann telur hafa brotið á starfsréttindum hans. Hann sakar stjórnina um ítrekaðar rangfærslur og að hann hafi enga ábyrgð borið á brotum á jafnréttislögum líkt og stjórnarformaður stofnunarinnar hafi gefið í skyn í gær. Sjálfur hafi hann stýrt stofnuninni í tvo áratugi með einstökum árangri. 11. apríl 2023 14:16 „Skólabókardæmi um hvernig eigi ekki að gera þetta“ Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur verið dæmd fyrir brot gegn jafnréttislögum með því að greiða konu talsvert lægri laun en karlmaður í sambærilegri stöðu fékk. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið sýna hversu auðvelt það er að mismuna konum í starfi. Um sé að ræða gróft lögbrot sem sé sorglegt eftir áratugalanga baráttu fyrir launajafnrétti. 10. apríl 2023 19:20 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Innheimtustofnun sveitarfélaga. Þar segir að þegar ný stjórn Innheimtustofnunar sveitarfélaga, sem var skipuð í desember 2021, tók við hafi blasað við að verulegur vafi léki á um lögmæti innheimtuþóknana. Í kjölfarið var ákveðið að leita eftir lögfræðiáliti. Ný stjórn tók þar að auki ákvörðun um að rukka ekki innheimtuþóknanir á meðan málið var til skoðunar. Stjórnin samþykkti í júní 2022 að leita eftir lögfræðiáliti frá Lagastofnun Háskóla Íslands til að fá úr því skorið hvort lagaheimild hefði verið fyrir því að leggja sérstaka þóknun á innheimtu stofnunarinnar sem beindist að launagreiðendum. Lögfræðiálitið er afdráttarlaust um að slík lagaheimild sé ekki til staðar. Viðskiptavinir sem eiga rétt á leiðréttingu fá bréf Innheimtustofnun sveitarfélaga segist strax hafa sett af stað vinnu við að leiðrétta innheimtuþóknun hjá þeim einstaklingum sem höfðu greitt hana. Stofnunin segir að þeirri vinnu sé lokið og að hvert tilvik hafi verið kannað sérstaklega og viðeigandi upplýsinga aflað um þau. Þá komi þrír möguleikar til greina í framhaldinu: „skuldajöfnuður að fullu, skuldajöfnuður að hluta og að lokum endurgreiðsla á innheimtugjöldum.“ Tilvikum dánar- og þrotabúa verði einnig hagað með sama hætti. Allir viðskiptavinir sem eiga rétt á leiðréttingu munu á næstu dögum fá sent bréf með upplýsingum um næstu skref. „Viðskiptavinir stofnunarinnar þurfa ekki að aðhafast neitt, við munum senda bréf á alla einstaklinga sem munu fá leiðréttingu og þar kemur fram hvernig við ætlum að vinna málið,“ sagði Aldís Hilmarsdóttir, formaður stjórnar Innheimtustofnunar sveitarfélaga, um málið. Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur verið mikið í fréttum undanfarið, aðallega vegna þess að stofnunin var dæmd brotleg fyrir að brjóta jafnréttislög með stórfelldum kynbundnum launamun.
Stjórnsýsla Skattar og tollar Fjölskyldumál Tengdar fréttir Handtekinn á heimili sínu og er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara Fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaganna hefur stefnt stofnuninni vegna vangoldinna launa og fríðinda eftir að honum var sagt upp störfum. Hann hafnar því að bera ábyrgð á kynbundnum launamismun sem stofnunin var dæmd fyrir á dögunum. 11. apríl 2023 20:37 „Blóraböggullinn“ fer sjálfur í mál við Innheimtustofnun Jón Ingvar Pálsson, fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaga, hefur stefnt stjórn stofnunarinnar sem hann telur hafa brotið á starfsréttindum hans. Hann sakar stjórnina um ítrekaðar rangfærslur og að hann hafi enga ábyrgð borið á brotum á jafnréttislögum líkt og stjórnarformaður stofnunarinnar hafi gefið í skyn í gær. Sjálfur hafi hann stýrt stofnuninni í tvo áratugi með einstökum árangri. 11. apríl 2023 14:16 „Skólabókardæmi um hvernig eigi ekki að gera þetta“ Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur verið dæmd fyrir brot gegn jafnréttislögum með því að greiða konu talsvert lægri laun en karlmaður í sambærilegri stöðu fékk. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið sýna hversu auðvelt það er að mismuna konum í starfi. Um sé að ræða gróft lögbrot sem sé sorglegt eftir áratugalanga baráttu fyrir launajafnrétti. 10. apríl 2023 19:20 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Handtekinn á heimili sínu og er til rannsóknar hjá héraðssaksóknara Fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaganna hefur stefnt stofnuninni vegna vangoldinna launa og fríðinda eftir að honum var sagt upp störfum. Hann hafnar því að bera ábyrgð á kynbundnum launamismun sem stofnunin var dæmd fyrir á dögunum. 11. apríl 2023 20:37
„Blóraböggullinn“ fer sjálfur í mál við Innheimtustofnun Jón Ingvar Pálsson, fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar sveitarfélaga, hefur stefnt stjórn stofnunarinnar sem hann telur hafa brotið á starfsréttindum hans. Hann sakar stjórnina um ítrekaðar rangfærslur og að hann hafi enga ábyrgð borið á brotum á jafnréttislögum líkt og stjórnarformaður stofnunarinnar hafi gefið í skyn í gær. Sjálfur hafi hann stýrt stofnuninni í tvo áratugi með einstökum árangri. 11. apríl 2023 14:16
„Skólabókardæmi um hvernig eigi ekki að gera þetta“ Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur verið dæmd fyrir brot gegn jafnréttislögum með því að greiða konu talsvert lægri laun en karlmaður í sambærilegri stöðu fékk. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið sýna hversu auðvelt það er að mismuna konum í starfi. Um sé að ræða gróft lögbrot sem sé sorglegt eftir áratugalanga baráttu fyrir launajafnrétti. 10. apríl 2023 19:20