Grímulaus meirihluti Múlaþings Pétur Heimisson skrifar 20. apríl 2023 07:02 Sveitarstjórn Múlaþings kannaði í byrjun þessa árs viðhorf Seyðfirðinga til laxeldis í firðinum og 3/4 íbúa reyndust því andvígir. Könnunina töldu mörg til marks um vinnu í þágu íbúalýðræðis en annað kom á daginn. Á fundi Umhverfis-og framkvæmdaráðs 27.03. 2023 lögðu fulltrúar minnihlutans fram eftirfarandi tillögu; Umhverfis og framkvæmdaráð lýsir yfir stuðningi við Seyðfirðinga í andstöðu sinni við áformað laxeldi í firðinum. Allir þrír minnihlutafulltrúarnir studdu tillöguna en allir fjórir fulltrúar meirihlutans felldu hana og samtímis þær grímur sem þau hafa sum borið gagnvart íbúum í þessu máli. Lýðheilsan og langatöngin Sveitarstjórnarfulltrúar starfa í umboði kjósenda og fá fyrir þeirra tilstilli tækifæri til áhrifa, sérlega meirihlutinn. Múlaþingsmeirihlutinn, D og B segir sig skorta vald til að hindra laxeldi i Seyðisfirði þar sem sveitarstjórn fer ekki með skipulag utan við 115 m frá strönd. Vissulega satt, en rænir þau ekki rétti til að hafa sjálfstæða skoðun og standa með vilja mikils meirihluta Seyðfirðinga. Sveitarstjórn getur sagt forsvarsfólki laxeldisins að hún telji mjög óæskilegt, í raun samfélagslega varasamt, að hefja eldið í ljósi mikillar andstöðu íbúa. Skipulagsstofnun benti á að andstaða Seyðfirðinga gegn eldinu væri jafnvel einsdæmi og greinilegt er að stofnunin telur áhyggjuefni að hefja eldið við þær aðstæður. Það er skiljanlegt, enda er sáttin með mikilvægustu forsendum góðrar líðunar og heilsu. Í fjölskyldum, fyrirtækjum, sveitarfélögum og þjóðfélögum er hún í senn farsælasta kjölfestan og skilvirkasti drifkrafturinn. Ábending Skipulagsstofnunar kom fram þegar andstaða Seyðfirðinga var talin 55%, en ekki ca. 75% eins og nú. Með því að virða ekki þá staðreynd finnst mér Múlaþing, sem kallar sig heilsueflandi samfélag, beinlínis sýna sjálfri lýðheilsunni löngutöngina. Verum dropar, vinnum saman Samantekt; sveitarstjórn Múlaþings spyr íbúa um viðhorf þeirra til eldisins og fær fram skýra andstöðu. Sveitarstjórnin tekur ekki afstöðu með miklum íbúameirihluta gegn eldinu og styður þannig eldisáformin. Meirihlutafulltrúar bera við valdaleysi en iðka í raun valdbeitingu gagnvart stórum meirihluta íbúa í stað valdeflingar, þó hún sé mikilvæg næring áðurnefndrar sáttar. Múlaþing hefur sýnt fram á að það eru ekki 55% Seyðisfirðinga gegn laxeldinu, heldur um 75%. Munum að það er dropinn sem holar steininn, fjölgum því dropunum - STÖNDUM ÖLL SAMAN GEGN LAXELDI Í SEYÐISFIRÐI. Gleðilegt sumar ! Höfundur er læknir og annar tveggja fulltrúa VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Mest lesið Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sveitarstjórn Múlaþings kannaði í byrjun þessa árs viðhorf Seyðfirðinga til laxeldis í firðinum og 3/4 íbúa reyndust því andvígir. Könnunina töldu mörg til marks um vinnu í þágu íbúalýðræðis en annað kom á daginn. Á fundi Umhverfis-og framkvæmdaráðs 27.03. 2023 lögðu fulltrúar minnihlutans fram eftirfarandi tillögu; Umhverfis og framkvæmdaráð lýsir yfir stuðningi við Seyðfirðinga í andstöðu sinni við áformað laxeldi í firðinum. Allir þrír minnihlutafulltrúarnir studdu tillöguna en allir fjórir fulltrúar meirihlutans felldu hana og samtímis þær grímur sem þau hafa sum borið gagnvart íbúum í þessu máli. Lýðheilsan og langatöngin Sveitarstjórnarfulltrúar starfa í umboði kjósenda og fá fyrir þeirra tilstilli tækifæri til áhrifa, sérlega meirihlutinn. Múlaþingsmeirihlutinn, D og B segir sig skorta vald til að hindra laxeldi i Seyðisfirði þar sem sveitarstjórn fer ekki með skipulag utan við 115 m frá strönd. Vissulega satt, en rænir þau ekki rétti til að hafa sjálfstæða skoðun og standa með vilja mikils meirihluta Seyðfirðinga. Sveitarstjórn getur sagt forsvarsfólki laxeldisins að hún telji mjög óæskilegt, í raun samfélagslega varasamt, að hefja eldið í ljósi mikillar andstöðu íbúa. Skipulagsstofnun benti á að andstaða Seyðfirðinga gegn eldinu væri jafnvel einsdæmi og greinilegt er að stofnunin telur áhyggjuefni að hefja eldið við þær aðstæður. Það er skiljanlegt, enda er sáttin með mikilvægustu forsendum góðrar líðunar og heilsu. Í fjölskyldum, fyrirtækjum, sveitarfélögum og þjóðfélögum er hún í senn farsælasta kjölfestan og skilvirkasti drifkrafturinn. Ábending Skipulagsstofnunar kom fram þegar andstaða Seyðfirðinga var talin 55%, en ekki ca. 75% eins og nú. Með því að virða ekki þá staðreynd finnst mér Múlaþing, sem kallar sig heilsueflandi samfélag, beinlínis sýna sjálfri lýðheilsunni löngutöngina. Verum dropar, vinnum saman Samantekt; sveitarstjórn Múlaþings spyr íbúa um viðhorf þeirra til eldisins og fær fram skýra andstöðu. Sveitarstjórnin tekur ekki afstöðu með miklum íbúameirihluta gegn eldinu og styður þannig eldisáformin. Meirihlutafulltrúar bera við valdaleysi en iðka í raun valdbeitingu gagnvart stórum meirihluta íbúa í stað valdeflingar, þó hún sé mikilvæg næring áðurnefndrar sáttar. Múlaþing hefur sýnt fram á að það eru ekki 55% Seyðisfirðinga gegn laxeldinu, heldur um 75%. Munum að það er dropinn sem holar steininn, fjölgum því dropunum - STÖNDUM ÖLL SAMAN GEGN LAXELDI Í SEYÐISFIRÐI. Gleðilegt sumar ! Höfundur er læknir og annar tveggja fulltrúa VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun