Óttast að mormónar hafi rænt börnunum þeirra Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 23. apríl 2023 16:01 Nokkrar konur úr söfnuði Bókstafstrúarkirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu (Fundamentalist Church of Jesus Christ of Latter-Day Saints) við Old Faithful í Yellowstone-þjóðgarðinum. Joe Sohm/Getty Images) Nokkrir fyrrverandi meðlimir öfgasinnaðs arms mormónasafnaðarins í Bandaríkjunum óttast að stjórnendur hans hafi rænt börnum þeirra, en sumra þeirra hefur verið saknað árum saman. Foreldrar hinna týndu barna héldu blaðamannafund í vikunni þar sem þeir báðu lögreglu og ákæruvaldið um að hjálpa sér að finna börnin. Æ fleiri foreldrar yfirgefa söfnuðinn Þeir sögðu það æ algengara að annað foreldri yfirgefi söfnuðinn og taki þá börnin með sér. Æ fleiri þessara barna hafa horfið sporlaust að undanförnu. Söfnuðurinn heitir Bókstafstrúarkirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu og er öfgaarmur mormóna sem telur um 10.000 meðlimi. Söfnuðurinn er ólöglegur þar sem hann leyfir fjölkvæni sem hefur verið bannað á meðal mormóna í yfir 100 ár. Lorraine Jessop sagði í samtali við fjölmiðla að þrjú barna hennar hefðu horfið sporlaust og hún vissi um fimm börn til viðbótar. Mikill þrýstingur væri á þessi börn að snúa aftur til safnaðarins og hún segist hafa fundið hluti á heimilinu sem hún telur að hafa verið notaðir til þess að hjálpa börnunum að flýja. Börnin óttast vítisvist ef þau snúa ekki aftur Börnunum hafi verið innrætt áður en foreldrar þeirra yfirgáfu söfnuðinn að þau væru eilíflega glötuð ef þau yfirgæfu söfnuðinn og því væru þau auðveld fórnarlömb æðstu stjórnendanna. Roger Hoole, lögfræðingur foreldranna sem leita barna sinna, segir að hætta sé á að börnin gangi kaupum og sölum inni í hinum lokaða og bannaða söfnuði, drengirnir séu seldir sem ódýrt vinnuafl og stúlkurnar seldar undir lögaldri til fullorðinna karla sem kvænist þeim. Leiðtogi safnaðarins er nauðgari og barnaníðingur Warren Jeffs, síðasti þekkti leiðtogi safnaðarins, stýrði söfnuði sínum með járnhnefa; hann ákvað meðal annars hvað fólkið átti og mátti borða og allir símar og leikföng voru bönnuð. Hann skipulagði hjónabönd í söfnuðinum og gaf saman ólögráða stúlkur og fullorðna karla. Árið 2006 var hann dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir nauðgun og barnaníð. Hann er enn talinn stjórna söfnuði sínum úr fangelsi. Bandaríkin Trúmál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Foreldrar hinna týndu barna héldu blaðamannafund í vikunni þar sem þeir báðu lögreglu og ákæruvaldið um að hjálpa sér að finna börnin. Æ fleiri foreldrar yfirgefa söfnuðinn Þeir sögðu það æ algengara að annað foreldri yfirgefi söfnuðinn og taki þá börnin með sér. Æ fleiri þessara barna hafa horfið sporlaust að undanförnu. Söfnuðurinn heitir Bókstafstrúarkirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu og er öfgaarmur mormóna sem telur um 10.000 meðlimi. Söfnuðurinn er ólöglegur þar sem hann leyfir fjölkvæni sem hefur verið bannað á meðal mormóna í yfir 100 ár. Lorraine Jessop sagði í samtali við fjölmiðla að þrjú barna hennar hefðu horfið sporlaust og hún vissi um fimm börn til viðbótar. Mikill þrýstingur væri á þessi börn að snúa aftur til safnaðarins og hún segist hafa fundið hluti á heimilinu sem hún telur að hafa verið notaðir til þess að hjálpa börnunum að flýja. Börnin óttast vítisvist ef þau snúa ekki aftur Börnunum hafi verið innrætt áður en foreldrar þeirra yfirgáfu söfnuðinn að þau væru eilíflega glötuð ef þau yfirgæfu söfnuðinn og því væru þau auðveld fórnarlömb æðstu stjórnendanna. Roger Hoole, lögfræðingur foreldranna sem leita barna sinna, segir að hætta sé á að börnin gangi kaupum og sölum inni í hinum lokaða og bannaða söfnuði, drengirnir séu seldir sem ódýrt vinnuafl og stúlkurnar seldar undir lögaldri til fullorðinna karla sem kvænist þeim. Leiðtogi safnaðarins er nauðgari og barnaníðingur Warren Jeffs, síðasti þekkti leiðtogi safnaðarins, stýrði söfnuði sínum með járnhnefa; hann ákvað meðal annars hvað fólkið átti og mátti borða og allir símar og leikföng voru bönnuð. Hann skipulagði hjónabönd í söfnuðinum og gaf saman ólögráða stúlkur og fullorðna karla. Árið 2006 var hann dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir nauðgun og barnaníð. Hann er enn talinn stjórna söfnuði sínum úr fangelsi.
Bandaríkin Trúmál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira