Barnastjarna segir tröllin munu drepa sig með ásökunum um barnagirnd Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. apríl 2023 23:12 Drake Bell hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Getty/Gregg DeGuire Leikarinn og barnastjarnan Drake Bell segir ásakanir nettrölla um meinta barnagirnd sína hafa haft gríðarlega slæm áhrif á geðheilsuna. Hann þvertekur fyrir ásakanirnar sem eru tilkomnar eftir að hann var dæmdur fyrir að senda óviðeigandi skilaboð á fimmtán ára stúlku árið 2021. Drake Bell, þekktastur fyrir leik sinn í þáttunum Drake & Josh á Nickelodeon, hefur staðið í ströngu á samfélagsmiðlum undanfarið við að svara ásökunum þess efnis að hann sé barnaperri. Drake Bell hefur svarað ásökunum um barnagirnd fullum hálsi.Skjáskot/Twitter Síðastliðinn miðvikudag skrifaði einn Twitter-notandi „Gleymum því ekki að hann er barnaperri“ í tísti sem nú hefur verið eytt. Drake sagði viðkomandi að sinna smá heimildavinnu og að hann þyrfti að lifa við daglegar ásakanir sem myndu draga hann til dauða. Að lokum sagði hann „Það er blóð á höndum þeirra.“ Óviðeigandi og skaðleg skilaboð Bell hefur ítrekað verið uppnefndur barnaperri eftir að hann var dæmdur fyrir að senda óviðeigandi skilaboð á fimmtán ára stúlku árið 2021. Hann var þá ákærður í tveimur liðum, fyrir að stofna barni í hættu og fyrir að dreifa skaðlegu efni til barns. Bell játaði sekt sína og var sakfelldur. Í kjölfarið var hann dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og gert að vinna 200 klukkutíma af samfélagsþjónustu. Eftir að dómurinn féll fór Bell á Instagram til að reyna að skýra mál sitt. Þar sagðist hann hafa svarað aðdáenda án þess að vita aldur hennar og hann hafi hætt samskiptum við hana um leið og hann komst að því hvað hún væri gömul. View this post on Instagram A post shared by Drake Campana (@drakebell) Hann sagðist aðeins hafa gengist við því að hafa sent „gáleysisleg og ábyrgðarlaus skilaboð“ en hann hafi ekki sent neinar kynferðislegar myndir. Þá hafi ekkert „líkamlegt“ átt sér stað milli þeirra tveggja heldur hafi aðeins verið um textaskilaboð að ræða. Hann segist hafa játað ásökununum til að klára málið eins fljótt og auðið var og svo allir hlutaðeigandi gætu haldið áfram með líf sitt. Hins vegar hafa netverjar ekki leyft honum að gleyma málinu. Segir tröllin vera grimm Eftir að Bell svaraði ásökunum á miðvikudag skrifaði hann annað tíst þar sem hann sagðist ekki skilja það hvað fólk á Twitter væri grimmt við annað fólk sem væri „greinilega að glíma við andlega erfiðleika“ og átti væntanlega við sína eigin erfiðleika. Í lok tístsins sagði hann „Það er ótrúlegt hvað þið getið öll verið grimm.“ Bell hefur sjálfur verið að glíma við andlega erfiðleika undanfarið. Þann 13. apríl síðastliðinn lýsti lögregluna eftir honum þar sem hann var talinn týndur og í hættu eftir að hann hafði hótað því að fremja sjálfsmorð. Sjálfur gaf Bell lítið fyrir fréttir um að hann hefði týnst, hann hefði bara gleymt símanum sínum í bílnum yfir nótt. Þar að auki skildu Bell og Janet Von Schmeling, eiginkona hans til fjögurra ára, í janúar. Samkvæmt slúðurmiðlum vestanhafs á hún að hafa farið frá honum eftir að það sást til hans sniffa gasblöðrur á bílastæði fyrir framan rafrettubúllu á meðan ungur sonur hans var í aftursætinu. Von Schmeling sótti síðan opinberlega um skilnað á fimmtudaginn í síðustu viku. Á Twitter sagðist Bell hafa heyrt fréttirnar á TMZ og deildi um leið myndbandi af nýjasta lagi sínu. Það hefur því verið stormasamt undanfarið hjá barnastjörnunni. I found out my wife filed for divorce from TMZ...check out my new song https://t.co/34cYh4JsMA— DrakeBell.eth (@DrakeBell) April 21, 2023 Hollywood Bandaríkin Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Drake Bell, þekktastur fyrir leik sinn í þáttunum Drake & Josh á Nickelodeon, hefur staðið í ströngu á samfélagsmiðlum undanfarið við að svara ásökunum þess efnis að hann sé barnaperri. Drake Bell hefur svarað ásökunum um barnagirnd fullum hálsi.Skjáskot/Twitter Síðastliðinn miðvikudag skrifaði einn Twitter-notandi „Gleymum því ekki að hann er barnaperri“ í tísti sem nú hefur verið eytt. Drake sagði viðkomandi að sinna smá heimildavinnu og að hann þyrfti að lifa við daglegar ásakanir sem myndu draga hann til dauða. Að lokum sagði hann „Það er blóð á höndum þeirra.“ Óviðeigandi og skaðleg skilaboð Bell hefur ítrekað verið uppnefndur barnaperri eftir að hann var dæmdur fyrir að senda óviðeigandi skilaboð á fimmtán ára stúlku árið 2021. Hann var þá ákærður í tveimur liðum, fyrir að stofna barni í hættu og fyrir að dreifa skaðlegu efni til barns. Bell játaði sekt sína og var sakfelldur. Í kjölfarið var hann dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og gert að vinna 200 klukkutíma af samfélagsþjónustu. Eftir að dómurinn féll fór Bell á Instagram til að reyna að skýra mál sitt. Þar sagðist hann hafa svarað aðdáenda án þess að vita aldur hennar og hann hafi hætt samskiptum við hana um leið og hann komst að því hvað hún væri gömul. View this post on Instagram A post shared by Drake Campana (@drakebell) Hann sagðist aðeins hafa gengist við því að hafa sent „gáleysisleg og ábyrgðarlaus skilaboð“ en hann hafi ekki sent neinar kynferðislegar myndir. Þá hafi ekkert „líkamlegt“ átt sér stað milli þeirra tveggja heldur hafi aðeins verið um textaskilaboð að ræða. Hann segist hafa játað ásökununum til að klára málið eins fljótt og auðið var og svo allir hlutaðeigandi gætu haldið áfram með líf sitt. Hins vegar hafa netverjar ekki leyft honum að gleyma málinu. Segir tröllin vera grimm Eftir að Bell svaraði ásökunum á miðvikudag skrifaði hann annað tíst þar sem hann sagðist ekki skilja það hvað fólk á Twitter væri grimmt við annað fólk sem væri „greinilega að glíma við andlega erfiðleika“ og átti væntanlega við sína eigin erfiðleika. Í lok tístsins sagði hann „Það er ótrúlegt hvað þið getið öll verið grimm.“ Bell hefur sjálfur verið að glíma við andlega erfiðleika undanfarið. Þann 13. apríl síðastliðinn lýsti lögregluna eftir honum þar sem hann var talinn týndur og í hættu eftir að hann hafði hótað því að fremja sjálfsmorð. Sjálfur gaf Bell lítið fyrir fréttir um að hann hefði týnst, hann hefði bara gleymt símanum sínum í bílnum yfir nótt. Þar að auki skildu Bell og Janet Von Schmeling, eiginkona hans til fjögurra ára, í janúar. Samkvæmt slúðurmiðlum vestanhafs á hún að hafa farið frá honum eftir að það sást til hans sniffa gasblöðrur á bílastæði fyrir framan rafrettubúllu á meðan ungur sonur hans var í aftursætinu. Von Schmeling sótti síðan opinberlega um skilnað á fimmtudaginn í síðustu viku. Á Twitter sagðist Bell hafa heyrt fréttirnar á TMZ og deildi um leið myndbandi af nýjasta lagi sínu. Það hefur því verið stormasamt undanfarið hjá barnastjörnunni. I found out my wife filed for divorce from TMZ...check out my new song https://t.co/34cYh4JsMA— DrakeBell.eth (@DrakeBell) April 21, 2023
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira