Sáttur í Þorlákshöfn: „Fékk svo tækifæri hér sem ég hef nýtt að fullu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. apríl 2023 16:32 Semple í baráttunni við Hjálmar Stefánsson. Kári Jónsson og Styrmir Snær Þrastarson fylgjast með. Vísir/Bára Dröfn „Við komum út og spiluðum af mikilli orku, fyrirliðinn okkar setti þrjá þrista en þeir komu til baka. Mér leið eins og í hvert skipti sem fórum á skrið þá komu þeir allaf til baka,“ sagði Jordan Semple í viðtali við Körfuboltakvöld eftir frækinn sigur Þórs Þorlákshafnar á Val í gær, þriðjudag. Þór Þ. lagði ríkjandi Íslandsmeistara Vals í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Sigurinn þýðir að Þórsarar eru 2-0 yfir í einvíginu og eflaust margir farnir að hugsa um úrslitaeinvígið. „Þeir eru ríkjandi meistarar og maður getur ekki slakað á. Mér líður vel núna og við erum spenntir fyrir næsta leik,“ sagði Semple en hann átti virkilega góðan leik í liði Þórs. Vantaði aðeins eina stoðsendingu í þreföldu tvennuna. Semple skoraði 18 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar í leiknum. „Við erum með góða skotmenn í þessu liði. Það var samt erfitt að leggja leikinn upp því við vissum ekki hvort [Kristófer] Acox væri með eða ekki. Hann breytir dýnamík liðsins. Hann er eina alvöru „fimman“ sem þeir eiga. Varnarlega skiptir hann miklu máli.“ „Ef Styrmir [Snær Þrastarson] er opinn er hann að fara skjóta. Við höfum allir mikla trú á honum og í dag smellti hann þeim niður. Það opnaði leiðina hans að körfunni og þá gat hann fundið aðra leikmenn sem voru opnir.“ Tímabilið hjá Semple hefur verið upp og niður. Hann kom til Þórs frá KR þar sem ýmislegt var sagt um spilamennsku hans sem og karakter. „Þetta var rússíbani. Við erum atvinnumenn og maður verður að vera tilbúinn, maður veit aldrei hvað verður síðasti leikurinn. Þetta endaði ekki vel fyrir okkur sem lið, vorum ekki að vinna leiki og þeir vildu gera breytingar. Meikar sens. Fékk svo tækifæri hér sem ég hef nýtt að fullu,“ sagði Semple um veru sína hjá KR. Viðtalið við Semple má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Jordan Semple sáttur í Þorlákshöfn: Fékk svo tækifæri hér sem ég hef nýtt að fullu Körfubolti Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Sjá meira
Þór Þ. lagði ríkjandi Íslandsmeistara Vals í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Sigurinn þýðir að Þórsarar eru 2-0 yfir í einvíginu og eflaust margir farnir að hugsa um úrslitaeinvígið. „Þeir eru ríkjandi meistarar og maður getur ekki slakað á. Mér líður vel núna og við erum spenntir fyrir næsta leik,“ sagði Semple en hann átti virkilega góðan leik í liði Þórs. Vantaði aðeins eina stoðsendingu í þreföldu tvennuna. Semple skoraði 18 stig, tók 10 fráköst og gaf 9 stoðsendingar í leiknum. „Við erum með góða skotmenn í þessu liði. Það var samt erfitt að leggja leikinn upp því við vissum ekki hvort [Kristófer] Acox væri með eða ekki. Hann breytir dýnamík liðsins. Hann er eina alvöru „fimman“ sem þeir eiga. Varnarlega skiptir hann miklu máli.“ „Ef Styrmir [Snær Þrastarson] er opinn er hann að fara skjóta. Við höfum allir mikla trú á honum og í dag smellti hann þeim niður. Það opnaði leiðina hans að körfunni og þá gat hann fundið aðra leikmenn sem voru opnir.“ Tímabilið hjá Semple hefur verið upp og niður. Hann kom til Þórs frá KR þar sem ýmislegt var sagt um spilamennsku hans sem og karakter. „Þetta var rússíbani. Við erum atvinnumenn og maður verður að vera tilbúinn, maður veit aldrei hvað verður síðasti leikurinn. Þetta endaði ekki vel fyrir okkur sem lið, vorum ekki að vinna leiki og þeir vildu gera breytingar. Meikar sens. Fékk svo tækifæri hér sem ég hef nýtt að fullu,“ sagði Semple um veru sína hjá KR. Viðtalið við Semple má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Jordan Semple sáttur í Þorlákshöfn: Fékk svo tækifæri hér sem ég hef nýtt að fullu
Körfubolti Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Körfuboltakvöld Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Sjá meira