„Þurfti bara að taka til í hausnum“ Atli Arason skrifar 26. apríl 2023 22:16 Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur. Vísir/Vilhelm Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, hefur átt erfitt uppdráttar í undanförnum leikjum í úrslitakeppninni Subway-deild karla í körfubolta. Haukur hitti þó heldur betur á sinn leik í kvöld er Njarðvík vann 31 stiga sigur á Tindastól, 109-78. Haukur endaði leikinn stigahæstur með 20 stig. „Ég þurfti bara að sjá boltann fara ofan í fyrsta skipti,“ sagði Haukur í viðtali við Vísi eftir leik en hann hefur markvisst unnið í sjálfum sér fyrir leikinn í kvöld. „Ég átti gott samtal við íþróttasálfræðinginn okkar, að reyna að fá þetta slor úr hausnum á manni að hugsa of mikið og fara bara að spila körfubolta,“ bætti Haukur við en hann hefur einungis skorað 10 stig samanlagt í fyrri tveimur viðureignum Njarðvíkur og Tindastóls. „Hausinn er 90% af þessu. Líkaminn er í góðu standi en maður þurfti bara að taka til í hausnum,“ sagði Haukur sem taldi að leikplan Njarðvíkur hefði gengið fullkomlega upp í kvöld. „Leikplanið var að leyfa þeim ekki að hlaupa eins og þeir vilja. Þeir vilja bara hlaupa og troða, skjóta þristum og dansa. Það þurfti bara að kæfa það strax. Leikplanið var að spila fast, hlaupa til baka og láta þá alltaf spila fimm á fimm á okkur.“ „Þeir eru rosalegt sveiflulið. Þetta sást líka hjá þeim á móti Keflavík þar sem þeir vinna með 30 og tapa svo með 30. Ef þeir eru rétt stilltir, þá eru þeir rétt stilltir og óviðráðanlegir,“ svaraði Haukur aðspurður um stóru sveiflurnar í stigaskori á milli liðanna í leikjunum þremur til þessa. Með sigrinum sóttu Njarðvíkingar líflínu í einvíginu en Tindastóll leiðir einvígið nú með tveimur sigrum gegn einum. Til þess að forðast sumarfrí þá þurfa þeir grænklæddu að gera eitthvað sem ekkert lið hefur tekist að gera síðan í maí 2021, að sækja sigur á Sauðárkróki í úrslitakeppnisleik. „Við höfum unnið þarna áður og tapað þarna áður. Við þurfum bara að mæta með sjálfstraust og baráttuglaðir þrátt fyrir þennan heimavöll. Þetta er samt svakalegt vígi og það munu eflaust vera fimmfalt fleiri á næsta leik en á síðasta leik. Þetta á bara eftir að vera gaman en einnig mjög krefjandi,“ sagði Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, að endingu. Subway-deild karla UMF Njarðvík Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík 109-78 Tindastóll | Njarðvíkingar grípa í líflínu Njarðvíkingar halda sér á lífi í úrslitakeppninni Subway-deildar karla í körfubolta eftir 31 stiga stórsigur á Tindastól í Ljónagryfjunni í kvöld, 109-78. Sigur Njarðvíkinga var aldrei í hættu en heimamenn leiddu frá upphafi til enda. 26. apríl 2023 21:00 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira
„Ég þurfti bara að sjá boltann fara ofan í fyrsta skipti,“ sagði Haukur í viðtali við Vísi eftir leik en hann hefur markvisst unnið í sjálfum sér fyrir leikinn í kvöld. „Ég átti gott samtal við íþróttasálfræðinginn okkar, að reyna að fá þetta slor úr hausnum á manni að hugsa of mikið og fara bara að spila körfubolta,“ bætti Haukur við en hann hefur einungis skorað 10 stig samanlagt í fyrri tveimur viðureignum Njarðvíkur og Tindastóls. „Hausinn er 90% af þessu. Líkaminn er í góðu standi en maður þurfti bara að taka til í hausnum,“ sagði Haukur sem taldi að leikplan Njarðvíkur hefði gengið fullkomlega upp í kvöld. „Leikplanið var að leyfa þeim ekki að hlaupa eins og þeir vilja. Þeir vilja bara hlaupa og troða, skjóta þristum og dansa. Það þurfti bara að kæfa það strax. Leikplanið var að spila fast, hlaupa til baka og láta þá alltaf spila fimm á fimm á okkur.“ „Þeir eru rosalegt sveiflulið. Þetta sást líka hjá þeim á móti Keflavík þar sem þeir vinna með 30 og tapa svo með 30. Ef þeir eru rétt stilltir, þá eru þeir rétt stilltir og óviðráðanlegir,“ svaraði Haukur aðspurður um stóru sveiflurnar í stigaskori á milli liðanna í leikjunum þremur til þessa. Með sigrinum sóttu Njarðvíkingar líflínu í einvíginu en Tindastóll leiðir einvígið nú með tveimur sigrum gegn einum. Til þess að forðast sumarfrí þá þurfa þeir grænklæddu að gera eitthvað sem ekkert lið hefur tekist að gera síðan í maí 2021, að sækja sigur á Sauðárkróki í úrslitakeppnisleik. „Við höfum unnið þarna áður og tapað þarna áður. Við þurfum bara að mæta með sjálfstraust og baráttuglaðir þrátt fyrir þennan heimavöll. Þetta er samt svakalegt vígi og það munu eflaust vera fimmfalt fleiri á næsta leik en á síðasta leik. Þetta á bara eftir að vera gaman en einnig mjög krefjandi,“ sagði Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, að endingu.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík 109-78 Tindastóll | Njarðvíkingar grípa í líflínu Njarðvíkingar halda sér á lífi í úrslitakeppninni Subway-deildar karla í körfubolta eftir 31 stiga stórsigur á Tindastól í Ljónagryfjunni í kvöld, 109-78. Sigur Njarðvíkinga var aldrei í hættu en heimamenn leiddu frá upphafi til enda. 26. apríl 2023 21:00 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík 109-78 Tindastóll | Njarðvíkingar grípa í líflínu Njarðvíkingar halda sér á lífi í úrslitakeppninni Subway-deildar karla í körfubolta eftir 31 stiga stórsigur á Tindastól í Ljónagryfjunni í kvöld, 109-78. Sigur Njarðvíkinga var aldrei í hættu en heimamenn leiddu frá upphafi til enda. 26. apríl 2023 21:00