Taka þurfi á ólgu innan hreyfingarinnar og á vinnumarkaði Bjarki Sigurðsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 28. apríl 2023 13:35 Finnbjörn A. Hermannsson er nýr forseti ASÍ. Vísir/Dúi Nýkjörinn forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ) segir nýju stöðuna leggjast ágætlega í sig. Nú sé stefnan sett á komandi kjarasamninga og segir hann margt vera undir í þeim. Finnbjörn A. Hermannsson, fyrrverandi formaður Samiðnar og Byggiðnar, var í dag sjálfkjörinn forseti ASÍ eftir að Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi ritari Eflingar, dró framboð sitt til baka og lýsti yfir stuðningi sínum við framboð Finnbjarnar. Finnbjörn tekur við embættinu af Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, formanni Rafiðnaðarsambandsins, sem tók óvænt við af Drífu Snædal sem sagði af sér í ágúst síðastliðinn. Stór verkefni framundan Í samtali við fréttastofu segir Finnbjörn þetta leggjast þokkalega í sig. Erfitt hafi verið að ákveða að bjóða sig fram en um leið og ákvörðunin var tekin hafi hann farið á fullu í málin. Hann segir stór verkefni bíða sambandinu. „Við fórum í gegnum kjarasamninga og þeir voru gerðir miðað við ákveðnar forsendur sem hafa algjörlega brostið. Þannig við eigum það verkefni eftir að ná því upp aftur. Síðan hefur verið þessi ólga innan hreyfingarinnar, hún hefur verið áberandi í fjölmiðlum en kannski ekki mjög djúpstæð sem slík. En það þarf að taka á henni og það er eitt af þessum verkefnum sem við ætlum í eftir þing,“ segir Finnbjörn. Að sögn Finnbjarnar er verðbólgan mun hærri en gert var ráð fyrir þegar síðustu kjarasamningar voru gerðir. „Miðað við þá verkefnavinnu sem er hér í gangi, og þær ályktanir sem eru hér til umræðu þá er mjög margt undir í komandi kjarasamningum. Sem snúa að ríkisvaldi, sveitarfélögum og atvinnurekendum,“ segir Finnbjörn. Reginmisskilningur Á fundi Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í dag sagðist Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri binda miklar vonir við nýja forystu ASÍ. Hann vonaðist til þess að forystan gæti komið sambandinu aftur á þann stað að það verði aftur leiðandi á vinnumarkaði og tæki ábyrgð í baráttunni við verðbólguna. Finnbjörn segir að ef seðlabankastjóri heldur að ASÍ ætli ein og sér að halda verðbólgunni niðri sé það algjör misskilningur. „Við höfum alltaf sagt að við séum tilbúin til að taka þátt í því að halda verðbólgu niðri og við leggjum okkar af mörkum svo fremi sem við fáum einhverjar raunhæfar lausnir hjá öðrum sem eru að leika hér á þessum markaði,“ segir Finnbjörn. Stéttarfélög Kjaramál ASÍ Vinnumarkaður Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Finnbjörn A. Hermannsson, fyrrverandi formaður Samiðnar og Byggiðnar, var í dag sjálfkjörinn forseti ASÍ eftir að Ólöf Helga Adolfsdóttir, fyrrverandi ritari Eflingar, dró framboð sitt til baka og lýsti yfir stuðningi sínum við framboð Finnbjarnar. Finnbjörn tekur við embættinu af Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, formanni Rafiðnaðarsambandsins, sem tók óvænt við af Drífu Snædal sem sagði af sér í ágúst síðastliðinn. Stór verkefni framundan Í samtali við fréttastofu segir Finnbjörn þetta leggjast þokkalega í sig. Erfitt hafi verið að ákveða að bjóða sig fram en um leið og ákvörðunin var tekin hafi hann farið á fullu í málin. Hann segir stór verkefni bíða sambandinu. „Við fórum í gegnum kjarasamninga og þeir voru gerðir miðað við ákveðnar forsendur sem hafa algjörlega brostið. Þannig við eigum það verkefni eftir að ná því upp aftur. Síðan hefur verið þessi ólga innan hreyfingarinnar, hún hefur verið áberandi í fjölmiðlum en kannski ekki mjög djúpstæð sem slík. En það þarf að taka á henni og það er eitt af þessum verkefnum sem við ætlum í eftir þing,“ segir Finnbjörn. Að sögn Finnbjarnar er verðbólgan mun hærri en gert var ráð fyrir þegar síðustu kjarasamningar voru gerðir. „Miðað við þá verkefnavinnu sem er hér í gangi, og þær ályktanir sem eru hér til umræðu þá er mjög margt undir í komandi kjarasamningum. Sem snúa að ríkisvaldi, sveitarfélögum og atvinnurekendum,“ segir Finnbjörn. Reginmisskilningur Á fundi Efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í dag sagðist Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri binda miklar vonir við nýja forystu ASÍ. Hann vonaðist til þess að forystan gæti komið sambandinu aftur á þann stað að það verði aftur leiðandi á vinnumarkaði og tæki ábyrgð í baráttunni við verðbólguna. Finnbjörn segir að ef seðlabankastjóri heldur að ASÍ ætli ein og sér að halda verðbólgunni niðri sé það algjör misskilningur. „Við höfum alltaf sagt að við séum tilbúin til að taka þátt í því að halda verðbólgu niðri og við leggjum okkar af mörkum svo fremi sem við fáum einhverjar raunhæfar lausnir hjá öðrum sem eru að leika hér á þessum markaði,“ segir Finnbjörn.
Stéttarfélög Kjaramál ASÍ Vinnumarkaður Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent