Blakstelpurnar í Nebraska seldu 82 þúsund miða á leikinn sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2023 16:00 Liðsmenn Nebraska Cornhuskers fagna sigri á síðustu leiktíð. Blakliðið þeirra er gríðarlega vinsælt í Nebraska fylki. Getty/Steven Branscombe Þeir sem héldu að það væri tóm vitleysa að láta blakleik fara fram á risastórum fótboltaleikvangi breyta kannski um skoðun þegar þeir heyra fréttirnar frá Nebraska í Bandaríkjunum. Nebraska skólinn ákvað nefnilega að láta leik með kvennaliði skólans fara fram á Memorial fótboltaleikvanginum í Lincoln borg í Nebraska fylki. Eins og hjá mörgum skólum í Bandaríkjunum þá vellirnir fyrir amerískan fótbolta gríðarlega stórir og þessi í Lincoln tekur meira en áttatíu þúsund manns. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Blak er auðvitað vanalega spilað innanhúss en leikurinn fer fram um sumar og vonandi verður ekki rigning. Leikurinn fer fram í lok ágúst á þessu ári en miðarnir voru settir í sölu í þessari viku. Eftir aðeins tvo daga var ljóst að það yrðu uppselt á leikinn en alls seldust 82.900 miðar. Bæði voru það ársmiðar sem og miðar sem fóru seinna í almenna sölu. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=5fKfRS5Wb5w">watch on YouTube</a> Í leiknum þá mætir Nebraska skólaliði Omaha en leikurinn fer fram klukkan sjö á miðvikudagskvöldinu 30. ágúst. Áhorfendur verða jafnvel enn fleiri því það gætu verið settar færanlegar áhorfendastúkur í kringum blakvöllinn sem er náttúrulega mun minni en fótboltavöllurinn. Miðað við áhugann á leiknum þá má búast við að slíkar stúkur verði einnig nýttar og áhorfendatala fari þá mögulega upp í 85 þúsund manns. Metið fyrir háskólablakleik á vegum NCAA er 18.755 manns á leik Nebraska og Wisconsin í desember 2021. Mest hafa komið 90.185 manns á kvennaleik í Bandaríkjunum en það var á úrslitaleik HM í fótbolta 1999 á milli Bandaríkjanna og Kína. Það var heimsmet þar til að Barcelona spilaði á móti Real Madrid fyrir framan 91.553 manns á Nývangi í mars 2022. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ojMAFHhN6K4">watch on YouTube</a> Blak Bandaríkin Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira
Nebraska skólinn ákvað nefnilega að láta leik með kvennaliði skólans fara fram á Memorial fótboltaleikvanginum í Lincoln borg í Nebraska fylki. Eins og hjá mörgum skólum í Bandaríkjunum þá vellirnir fyrir amerískan fótbolta gríðarlega stórir og þessi í Lincoln tekur meira en áttatíu þúsund manns. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Blak er auðvitað vanalega spilað innanhúss en leikurinn fer fram um sumar og vonandi verður ekki rigning. Leikurinn fer fram í lok ágúst á þessu ári en miðarnir voru settir í sölu í þessari viku. Eftir aðeins tvo daga var ljóst að það yrðu uppselt á leikinn en alls seldust 82.900 miðar. Bæði voru það ársmiðar sem og miðar sem fóru seinna í almenna sölu. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=5fKfRS5Wb5w">watch on YouTube</a> Í leiknum þá mætir Nebraska skólaliði Omaha en leikurinn fer fram klukkan sjö á miðvikudagskvöldinu 30. ágúst. Áhorfendur verða jafnvel enn fleiri því það gætu verið settar færanlegar áhorfendastúkur í kringum blakvöllinn sem er náttúrulega mun minni en fótboltavöllurinn. Miðað við áhugann á leiknum þá má búast við að slíkar stúkur verði einnig nýttar og áhorfendatala fari þá mögulega upp í 85 þúsund manns. Metið fyrir háskólablakleik á vegum NCAA er 18.755 manns á leik Nebraska og Wisconsin í desember 2021. Mest hafa komið 90.185 manns á kvennaleik í Bandaríkjunum en það var á úrslitaleik HM í fótbolta 1999 á milli Bandaríkjanna og Kína. Það var heimsmet þar til að Barcelona spilaði á móti Real Madrid fyrir framan 91.553 manns á Nývangi í mars 2022. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ojMAFHhN6K4">watch on YouTube</a>
Blak Bandaríkin Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Axel heldur fast í toppsætið Sport Fleiri fréttir Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti