Hélt eldræðu fyrir leik og skaut Stríðsmönnunum svo í undanúrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2023 22:01 Draymond Green er ánægður með að vera með Stephen Curry í liði. Ezra Shaw/Getty Images Golden State Warriors vann Sacramento Kings í oddaleik í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Stephen Curry bauð til veislu en hann skoraði 50 stig í leiknum. Hann hélt einnig eldræðu fyrir leik sem kveikti í liðsfélögum hans. Curry var brjálaður eftir að ríkjandi meistararnir töpuðu leik sex þar sem honum fannst frammistaða liðsins ekki boðleg. Curry og Draymond Green gátu hvorugur sofið eftir leik og ræddu saman í gegnum smáskilaboð. Þar lagði Curry grunninn að eldræðunni sem hann hélt degi fyrir oddaleikinn sem fram fór í gær, sunnudag. Green fór yfir eldræðuna í hlaðvarpi sínu. „Get ekki sofið heldur en leyfðu mér að segja svolítið fyrir myndbandsfundinn á morgun,“ sagði í smáskilaboðunum frá Curry. „Ég get ekki sagt að ég hafi reiknað með að hann myndi skora 50 stig en ég vissi að það væri ekki möguleiki að hann myndi leyfa okkur að tapa þessum leik,“ sagði Green um tilfinningu sína á þessum tímapunkti. "I can't say I knew he was gonna come out and get 50... but I knew there was no way he was gonna allow us to lose that game" @Money23Green on the epic @StephenCurry30 speech before Game 7 pic.twitter.com/7sqcnljcBo— The Volume (@TheVolumeSports) May 1, 2023 „Hlustið, við vorum gerðir að fíflum á heimavelli í gær. Við fengum tækifæri til að klára dæmið en við mættum ekki til leiks. Ef þið mætið í rútuna þá eruð þið að skuldbinda ykkur þessu liði. Mér er alveg sama hversu margar mínútur þið spilið, hvort þið spilið ekki eina sekúndu, mér er sama hvort það eruð stig eða fráköst, hvað sem er,“ sagði Curry og hélt áfram. „Ef þið mætið í rútuna þá eruð þið að segja að þið séuð tilbúnir að gera hvað sem er til að vinna þennan leik. Við ætlum ekki að falla úr leik á þennan hátt. Við fáum að spila í oddaleik, það er sjaldgæft. Njótið augnabliksins og nýtið það.“ CURRY TO THE RECORD BOOKS.MOST POINTS EVER IN A GAME 7.50 POINTS.7 TRIPLES.CHEF IN #PLAYOFFMODE pic.twitter.com/6KVKfunK1k— NBA (@NBA) April 30, 2023 Curry leiddi svo með fordæmi þegar hann varð stigahæsti leikmaður í sögu oddaleikja í NBA deildinni. Skoraði hann 50 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar í 20 stiga sigri Golden State, lokatölur 120-100 meisturunum í vil. Mæta þeir Los Angeles Lakers í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Körfubolti NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Curry var brjálaður eftir að ríkjandi meistararnir töpuðu leik sex þar sem honum fannst frammistaða liðsins ekki boðleg. Curry og Draymond Green gátu hvorugur sofið eftir leik og ræddu saman í gegnum smáskilaboð. Þar lagði Curry grunninn að eldræðunni sem hann hélt degi fyrir oddaleikinn sem fram fór í gær, sunnudag. Green fór yfir eldræðuna í hlaðvarpi sínu. „Get ekki sofið heldur en leyfðu mér að segja svolítið fyrir myndbandsfundinn á morgun,“ sagði í smáskilaboðunum frá Curry. „Ég get ekki sagt að ég hafi reiknað með að hann myndi skora 50 stig en ég vissi að það væri ekki möguleiki að hann myndi leyfa okkur að tapa þessum leik,“ sagði Green um tilfinningu sína á þessum tímapunkti. "I can't say I knew he was gonna come out and get 50... but I knew there was no way he was gonna allow us to lose that game" @Money23Green on the epic @StephenCurry30 speech before Game 7 pic.twitter.com/7sqcnljcBo— The Volume (@TheVolumeSports) May 1, 2023 „Hlustið, við vorum gerðir að fíflum á heimavelli í gær. Við fengum tækifæri til að klára dæmið en við mættum ekki til leiks. Ef þið mætið í rútuna þá eruð þið að skuldbinda ykkur þessu liði. Mér er alveg sama hversu margar mínútur þið spilið, hvort þið spilið ekki eina sekúndu, mér er sama hvort það eruð stig eða fráköst, hvað sem er,“ sagði Curry og hélt áfram. „Ef þið mætið í rútuna þá eruð þið að segja að þið séuð tilbúnir að gera hvað sem er til að vinna þennan leik. Við ætlum ekki að falla úr leik á þennan hátt. Við fáum að spila í oddaleik, það er sjaldgæft. Njótið augnabliksins og nýtið það.“ CURRY TO THE RECORD BOOKS.MOST POINTS EVER IN A GAME 7.50 POINTS.7 TRIPLES.CHEF IN #PLAYOFFMODE pic.twitter.com/6KVKfunK1k— NBA (@NBA) April 30, 2023 Curry leiddi svo með fordæmi þegar hann varð stigahæsti leikmaður í sögu oddaleikja í NBA deildinni. Skoraði hann 50 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar í 20 stiga sigri Golden State, lokatölur 120-100 meisturunum í vil. Mæta þeir Los Angeles Lakers í undanúrslitum vesturdeildarinnar.
Körfubolti NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira