Réttlæti og jöfnuður Atli Þór Þorvaldsson skrifar 2. maí 2023 07:30 Hvað er réttlátt samfélag? Hvað felst í jöfnuði? Jöfnuður til þess að afla sér tekna. Jöfnuður til þess að komast leiðar sinnar. Geta notað og nýtt sér heilbrigðisþjónustu. Hvað með þátttöku í samfélaginu að öðru leyti? Geta notið afþreyingar, verslunar og þjónustu. Geta ferðast. Geta lifað mannsæmandi lífi. Til þess að fatlað fólk geti lifað mannsæmandi lífi þarf samfélagið að vera tilbúið til þess. Alveg eins og samfélagið er tilbúið til þess að hver og einn sem ekki býr við fötlun hefur tækifæri til þess að njóta og nýta sér allt það sem meginþorra almennings stendur til boða. Svo réttlæti og jöfnuður eiga að vera til staðar fyrir fatlað fólk þarf það geta notið sömu samfélagslegra gæða og annað fólk. Að búa við fötlun hefur takmarkanir í för með sér. Óþægindi og verkir eru eitt. Takmörkuð líkamleg geta er annað. Fötlun er afsprengi samspils milli fólks með skerðingar annars vegar og umhverfis og viðhorfa hinsvegar sem hindra fulla og árangursríka samfélagsþátttöku þess til jafns við aðra. Síðan bætist við að hafa ekki fjárhagslega getu til þess að geta nýtt sér það sem almenningi að stórum hluta stendur til boða. Stór hluti fatlaðs fólks býr við fátækt. Hefur þar að leiðandi ekki efni á því að greiða fyrir sjúkraþjálfun, læknisþjónustu og þjálfun sem bætt getur líkamlega og andlega líðan. En það er ekki allt. Mörgum stendur ekki til boða húsnæði sem fötluðu fólki hentar, bæði hvað varðar aðbúnað, aðgengi og kostnað til kaupa, leigu eða jafnvel bara rekstrar húsnæðis. Stór hluti fatlaðs fólks getur ekki keypt sér húsgögn og húsbúnað eftir þörfum, ekki endurnýjað fatnað eftir óskum og þörfum, ekki farið á sjúkraþjálfun eða til læknis, ekki farið í klippingu. Allt of stór hluti fatlaðs fólks hefur ekki efni á nærast með sómasamlegum hætti. Mjög erfitt er fyrir fatlað fólk að fá atvinnu í samræmi við starfsgetu. Þegar það gerist þá lendir fólk gjarnan í miklum erfiðleikum vegna þeirra skerðinga sem innbyggðar hafa verið og gera það illmögulegt fyrir fatlað fólk að bæta kjör sín. Stærsti einstaki hópurinn sem leitar til umboðsmanns skuldara er fatlað fólk. Það er kominn tími til þess að tryggja fötluðu fólki réttlát kjör og jöfnuð sem tryggir fötluðu fólki mannsæmandi líf. Með þeim kjörum sem þorri fatlaðs fólks býr við í dag er verið að brjóta á rétti þessa hóps. Samfélagið þarf að breytast. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur það að markmiði að tryggja réttindi fatlaðs fólks til jafns við aðra. Þegar ríki verður aðili samningsins ber það skyldu til „að tryggja og stuðla að því að öll mannréttindi og grundvallarfrelsi verði í einu og öllu að veruleika fyrir allt fatlað fólk án mismununar af nokkru tagi vegna fötlunar Höfundur er formaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Kjaramál Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað er réttlátt samfélag? Hvað felst í jöfnuði? Jöfnuður til þess að afla sér tekna. Jöfnuður til þess að komast leiðar sinnar. Geta notað og nýtt sér heilbrigðisþjónustu. Hvað með þátttöku í samfélaginu að öðru leyti? Geta notið afþreyingar, verslunar og þjónustu. Geta ferðast. Geta lifað mannsæmandi lífi. Til þess að fatlað fólk geti lifað mannsæmandi lífi þarf samfélagið að vera tilbúið til þess. Alveg eins og samfélagið er tilbúið til þess að hver og einn sem ekki býr við fötlun hefur tækifæri til þess að njóta og nýta sér allt það sem meginþorra almennings stendur til boða. Svo réttlæti og jöfnuður eiga að vera til staðar fyrir fatlað fólk þarf það geta notið sömu samfélagslegra gæða og annað fólk. Að búa við fötlun hefur takmarkanir í för með sér. Óþægindi og verkir eru eitt. Takmörkuð líkamleg geta er annað. Fötlun er afsprengi samspils milli fólks með skerðingar annars vegar og umhverfis og viðhorfa hinsvegar sem hindra fulla og árangursríka samfélagsþátttöku þess til jafns við aðra. Síðan bætist við að hafa ekki fjárhagslega getu til þess að geta nýtt sér það sem almenningi að stórum hluta stendur til boða. Stór hluti fatlaðs fólks býr við fátækt. Hefur þar að leiðandi ekki efni á því að greiða fyrir sjúkraþjálfun, læknisþjónustu og þjálfun sem bætt getur líkamlega og andlega líðan. En það er ekki allt. Mörgum stendur ekki til boða húsnæði sem fötluðu fólki hentar, bæði hvað varðar aðbúnað, aðgengi og kostnað til kaupa, leigu eða jafnvel bara rekstrar húsnæðis. Stór hluti fatlaðs fólks getur ekki keypt sér húsgögn og húsbúnað eftir þörfum, ekki endurnýjað fatnað eftir óskum og þörfum, ekki farið á sjúkraþjálfun eða til læknis, ekki farið í klippingu. Allt of stór hluti fatlaðs fólks hefur ekki efni á nærast með sómasamlegum hætti. Mjög erfitt er fyrir fatlað fólk að fá atvinnu í samræmi við starfsgetu. Þegar það gerist þá lendir fólk gjarnan í miklum erfiðleikum vegna þeirra skerðinga sem innbyggðar hafa verið og gera það illmögulegt fyrir fatlað fólk að bæta kjör sín. Stærsti einstaki hópurinn sem leitar til umboðsmanns skuldara er fatlað fólk. Það er kominn tími til þess að tryggja fötluðu fólki réttlát kjör og jöfnuð sem tryggir fötluðu fólki mannsæmandi líf. Með þeim kjörum sem þorri fatlaðs fólks býr við í dag er verið að brjóta á rétti þessa hóps. Samfélagið þarf að breytast. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hefur það að markmiði að tryggja réttindi fatlaðs fólks til jafns við aðra. Þegar ríki verður aðili samningsins ber það skyldu til „að tryggja og stuðla að því að öll mannréttindi og grundvallarfrelsi verði í einu og öllu að veruleika fyrir allt fatlað fólk án mismununar af nokkru tagi vegna fötlunar Höfundur er formaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar