Einar um stórstjörnur Eyjaliðsins: Þær skjóta allt of mikið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. maí 2023 13:31 Birna Berg Haraldsdóttir lætur vaða í leiknum á móti Haukum en hún nýtti skotin sín langbest af stórstjörnum ÍBV í leiknum. Vísir/Hulda Margrét Deildar- og bikarmeistarar ÍBV munu ekki labba inn í úrslitaeinvígið í Olís deild kvenna í handbolta eins og kannski einhverjir bjuggust við. Haukastelpurnar eru sýnd veiði en ekki gefin og Haukaliðið náði að jafna metin í undanúrslitaeinvígi sínu á móti hinu gríðarlega sterka liði ÍBV. Seinni bylgjan fjallaði um leikinn og þá sérstaklega um frammistöðu ÍBV-liðsins sem hefur farið á kostum í allan vetur. Þær náðu sér ekki á strik á Ásvöllum í gær. „Þetta var rosalega mikið bara svona á hálfu tempói með lélegar árásir og annað,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir. „Ég veit ekki hvort þreytan sé farin að síga inn. Þær voru að spila erfiðan leik á laugardaginn og uppleggið hjá Haukum bara að hlaupa og hlaupa, keyra á þær miskunnarlaust. Kannski voru þær orðnir hálftómar á tankinum. Það var skelfilegt að sjá þær í þessari lokasókn þegar leikurinn var undir. Það biðu allir eftir því að næsti maður myndir taka af skarið og þær eru samt manni fleiri,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Birna Berg Haraldsdóttir (9 mörk), Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir (6), Sunna Jónsdóttir (6), skoruðu 21 af 24 mörkum ÍBV-liðsins í leiknum. „Níutíu prósent marka Eyjaliðsins koma frá þessum þremur leikmönnum og þær enda stóran hluta af sóknunum. Þau þurfa að fá meira út úr hornunum sínum. Reyna þá kannski að hraða leiknum aðeins og svo þurfa þær að fá meira út úr Elísu á línunni. Þetta eru engar smá skyttur sem ÍBV er með og þá ætti Elísa að vera aðeins meira laus og því meiri möguleika á því að finna hana,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Hanna er með sex mörk úr nítján skotum eða bara þrjátíu prósent skotnýtingu,“ sagði Svava Kristín. „Þær skjóta allt of mikið,“ sagði Einar. „Þreyta? Ég veit það ekki. Siggi er ekki mikið að rúlla á liðinu. Hann hefur kannski lítið til að koma inn á í staðinn,“ sagði Svava. Hér fyrir neðan má sjá Svövu og sérfræðingana fara yfir frammistöðu Eyjakvenna í leiknum. Klippa: Seinni bylgjan: Þreyta hjá Eyjakonum? Olís-deild kvenna Seinni bylgjan ÍBV Haukar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira
Seinni bylgjan fjallaði um leikinn og þá sérstaklega um frammistöðu ÍBV-liðsins sem hefur farið á kostum í allan vetur. Þær náðu sér ekki á strik á Ásvöllum í gær. „Þetta var rosalega mikið bara svona á hálfu tempói með lélegar árásir og annað,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir. „Ég veit ekki hvort þreytan sé farin að síga inn. Þær voru að spila erfiðan leik á laugardaginn og uppleggið hjá Haukum bara að hlaupa og hlaupa, keyra á þær miskunnarlaust. Kannski voru þær orðnir hálftómar á tankinum. Það var skelfilegt að sjá þær í þessari lokasókn þegar leikurinn var undir. Það biðu allir eftir því að næsti maður myndir taka af skarið og þær eru samt manni fleiri,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Birna Berg Haraldsdóttir (9 mörk), Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir (6), Sunna Jónsdóttir (6), skoruðu 21 af 24 mörkum ÍBV-liðsins í leiknum. „Níutíu prósent marka Eyjaliðsins koma frá þessum þremur leikmönnum og þær enda stóran hluta af sóknunum. Þau þurfa að fá meira út úr hornunum sínum. Reyna þá kannski að hraða leiknum aðeins og svo þurfa þær að fá meira út úr Elísu á línunni. Þetta eru engar smá skyttur sem ÍBV er með og þá ætti Elísa að vera aðeins meira laus og því meiri möguleika á því að finna hana,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Hanna er með sex mörk úr nítján skotum eða bara þrjátíu prósent skotnýtingu,“ sagði Svava Kristín. „Þær skjóta allt of mikið,“ sagði Einar. „Þreyta? Ég veit það ekki. Siggi er ekki mikið að rúlla á liðinu. Hann hefur kannski lítið til að koma inn á í staðinn,“ sagði Svava. Hér fyrir neðan má sjá Svövu og sérfræðingana fara yfir frammistöðu Eyjakvenna í leiknum. Klippa: Seinni bylgjan: Þreyta hjá Eyjakonum?
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan ÍBV Haukar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira