Stjórnvöld hafi brugðist þegar kemur að lögbundinni heilbrigðisþjónustu fanga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. maí 2023 12:30 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir er þingmaður Pírata. Stöð 2/Arnar Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir stjórnvöld hafa brugðist þegar kemur að lögbundinni heilbrigðisþjónustu fanga. Fangelsis- og heilbrigðisyfirvöld verði að vinna betur saman og hlusta á sérfræðinga sem segja þennan hóp ekki eiga heima í fangelsi. Í Kompás kom fram að á hverjum tíma séu hátt í átta sem eiga að mati Fangelsismálastjóra ekki erindi í fangelsi vegna alvarlegra andlegra veikinda. Úrræðaleysi einkennir málaflokkinn. Fangarnir fá ekki viðeigandi aðstoð og því hætta á að þeir fari aftur út í samfélagið í verra ástandi en áður. „Þetta er almennt búið að vera talsvert vandamál í kerfinu um árabil þannig það er ekki annað hægt að segja en að stjórnvöld hafi brugðist þar. Það sem verið er að benda á núna í ofanálag er ekki bara skert aðgengi þessara einstaklinga að þeirri þjónustu sem þeir þurfa á að halda, heldur eru þau úrræði sem verið er að setja einstaklingana í, þau eru beinlínis skaðleg. Hafa slæm áhrif á heilsu þeirra og annað,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata og vísar þar í einangrunarúrræði. Séum beinlínis að auka vandann Hún segir samfélagið í raun aldrei hafa markað almennileg stefnu þegar kemur að refsingum á Íslandi. Lokamarkmiðið hljóti að snúa að því að koma í veg fyrir að fólk brjóti aftur af sér. „Til hvers erum við að refsa? Hvers vegna fer fólk í fangelsi? Það er til þess að leysa einhver vandamál. Það ætti að vera lokamarkmið þessa kerfis, að koma í veg fyrir að fólk brjóti af sér og reyna að leysa vandamál, en þarna erum við hugsanlega og líklega og allt bendir til þess að við séum beinlínis að auka vandann. Frekar en að leysa hann og þá á ég bæði við persónuleg vandamál einstaklinga og fólks. Og samfélagsins.“ Myndast gat Í Kompás kom fram að það skorti á samstarfi við Landspítalann þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu. Arndís segir kerfi og stofnanir verða að vinna saman. „Þetta hefur líka verið vandamál um árabil og virðist svolítið einskorðast við akkúrat geðsjúkdóma en ekki aðra sjúkdóma. Ef einstaklingur greinist með einhvers konar aðra kvilla þá almennt hefur fólk betra aðgengi að þeirri heilbrigðisþjónustu sem það þarf á að halda en þegar kemur að einstaklingum með geðræn vandamál þá virðist vera tregða í kerfinu. Það myndast gat.“ Sá vandi birtist víðar, nefnir hún sem dæmi að börn með fjölþættan vanda sem þurfi aðstoð frá mörgum hliðum, lendi á milli kerfa. „Þetta hefur verið vandamál mjög lengi og í rauninni algjörlega óboðlegt að það sé ekki fyrir löngu búið að laga þetta og leysa þetta. Einmitt bæði með samtali heilbrigðis- og fangelsisyfirvalda en það er ekki nóg. Við þurfum að hugsa hvernig við viljum gera þetta og hvað við viljum gera til að leysa þessi vandamál, aðstoða þessa einstaklinga og byggja þá upp til endurkomu í samfélagið.“ Hún segir ljóst að einangrunarvist sé ekki uppbyggileg fyrir neinn mann. Hvað þá fólk sem glímir við geðrænar áskoranir. „Þetta hefur verið sýnt fram á ítrekað og ég held að við hljótum að þurfa að hlusta á það þegar sérfræðingar benda á að þessir einstaklingar eigi ekki heima í fangelsum. Við vitum að fólk kemur út í samfélagið á endanum, við getum ekki lokað þá inni ævilangt og þá er auðvitað öllum í hag að viðkomandi sé í betra ástandi en ekki verra.“ Kompás Heilbrigðismál Geðheilbrigði Fangelsismál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Sjá meira
Í Kompás kom fram að á hverjum tíma séu hátt í átta sem eiga að mati Fangelsismálastjóra ekki erindi í fangelsi vegna alvarlegra andlegra veikinda. Úrræðaleysi einkennir málaflokkinn. Fangarnir fá ekki viðeigandi aðstoð og því hætta á að þeir fari aftur út í samfélagið í verra ástandi en áður. „Þetta er almennt búið að vera talsvert vandamál í kerfinu um árabil þannig það er ekki annað hægt að segja en að stjórnvöld hafi brugðist þar. Það sem verið er að benda á núna í ofanálag er ekki bara skert aðgengi þessara einstaklinga að þeirri þjónustu sem þeir þurfa á að halda, heldur eru þau úrræði sem verið er að setja einstaklingana í, þau eru beinlínis skaðleg. Hafa slæm áhrif á heilsu þeirra og annað,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata og vísar þar í einangrunarúrræði. Séum beinlínis að auka vandann Hún segir samfélagið í raun aldrei hafa markað almennileg stefnu þegar kemur að refsingum á Íslandi. Lokamarkmiðið hljóti að snúa að því að koma í veg fyrir að fólk brjóti aftur af sér. „Til hvers erum við að refsa? Hvers vegna fer fólk í fangelsi? Það er til þess að leysa einhver vandamál. Það ætti að vera lokamarkmið þessa kerfis, að koma í veg fyrir að fólk brjóti af sér og reyna að leysa vandamál, en þarna erum við hugsanlega og líklega og allt bendir til þess að við séum beinlínis að auka vandann. Frekar en að leysa hann og þá á ég bæði við persónuleg vandamál einstaklinga og fólks. Og samfélagsins.“ Myndast gat Í Kompás kom fram að það skorti á samstarfi við Landspítalann þegar kemur að geðheilbrigðisþjónustu. Arndís segir kerfi og stofnanir verða að vinna saman. „Þetta hefur líka verið vandamál um árabil og virðist svolítið einskorðast við akkúrat geðsjúkdóma en ekki aðra sjúkdóma. Ef einstaklingur greinist með einhvers konar aðra kvilla þá almennt hefur fólk betra aðgengi að þeirri heilbrigðisþjónustu sem það þarf á að halda en þegar kemur að einstaklingum með geðræn vandamál þá virðist vera tregða í kerfinu. Það myndast gat.“ Sá vandi birtist víðar, nefnir hún sem dæmi að börn með fjölþættan vanda sem þurfi aðstoð frá mörgum hliðum, lendi á milli kerfa. „Þetta hefur verið vandamál mjög lengi og í rauninni algjörlega óboðlegt að það sé ekki fyrir löngu búið að laga þetta og leysa þetta. Einmitt bæði með samtali heilbrigðis- og fangelsisyfirvalda en það er ekki nóg. Við þurfum að hugsa hvernig við viljum gera þetta og hvað við viljum gera til að leysa þessi vandamál, aðstoða þessa einstaklinga og byggja þá upp til endurkomu í samfélagið.“ Hún segir ljóst að einangrunarvist sé ekki uppbyggileg fyrir neinn mann. Hvað þá fólk sem glímir við geðrænar áskoranir. „Þetta hefur verið sýnt fram á ítrekað og ég held að við hljótum að þurfa að hlusta á það þegar sérfræðingar benda á að þessir einstaklingar eigi ekki heima í fangelsum. Við vitum að fólk kemur út í samfélagið á endanum, við getum ekki lokað þá inni ævilangt og þá er auðvitað öllum í hag að viðkomandi sé í betra ástandi en ekki verra.“
Kompás Heilbrigðismál Geðheilbrigði Fangelsismál Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Sjá meira