Fengu forsmekk af örlögum jarðar þegar stjarna gleypti í sig gasrisa Kjartan Kjartansson skrifar 4. maí 2023 16:09 Teikning listamanns af stjörnunni ZTF SLRN-2020 gleypa gasrisa. International Gemini Observatory/NOIRLab/NSF/AURA/M. Garlick/M. Hópur stjörnfræðinga náði að fylgjast með því fyrsta skipti þegar stjarna gleypti eina af reikistjörnum sínum. Athuganirnar eru sagðar lærdómsríkar því jarðarinnar og hinna innri reikistjarnanna bíða líklega sömu örlög í fjarlægri framtíð. Stjarnan svanga sem stjörnufræðingarnir njósnuðu um nefnist ZTF SLRN-2020 og er í um þrettán þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni. Reikistjarnan sem hún hremmdi var gasrisi í líkingu við Júpíter, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. ZTF SLRN-2020 er gömul stjarna sem líkist sólinni okkar. Hún er ekki nógu massamikil til þessa að enda lífdaga sína sem sprengistjarna. Þess í stað þenst hún út eins og blaðra og breytist í svonefnda rauða risastjörnu þegar vetni í kjarna hennar klárast. Slíkar stjörnur þenjast hundrað til þúsundfalt út og gleypa þannig í sig reikistjörnur í nánasta umhverfi sínu. Ytri lög stjörnunnar náðu alla leið að gasrisanum og hægðu á honum þannig að hann féll að lokum inn í móðurstjörnuna og brann upp líkt og lofsteinn í andrúmslofti jarðar. Birta stjörnunnar jókst nokkur hundruðfalt tímabundið á meðan á hamförunum stóð. Stjörnufræðingarnir komu auga á blossann með sjónauka í Kaliforníu í Bandaríkjunum sem er notaður til þess að finna nýstirni, sprengistjörnur og aðra stjarnfræðilega blossa. Skýringarmynd á hvernig stjarna breytist í rauðan risa. Þegar vetniseldsneyti í kjarna sólstjarna klárast þenst hún út og verður að rauðum risa. Vei þeim reikistjörnum sem verða á vegi vaxandi stjörnunnar.International Gemini Observatory/NOIRLab/NSF/AURA/P. Marenfeld Blossinn varði í um hundrað daga. Frekari athuganir með fleiri mælitækjum sýndu ummerki um rykslóða í kringum stjörnuna sem varð til eftir atburðinn. Út frá þeim áætla stjörnufræðingarnir að massi stjörnunnar sé svipaður sólarinnar okkar. Massi reikistjörnunnar hafi verið á bilinu einn til tíu Júpíterar. Talið er að sólin okkar verði að rauðum risa eftir um fimm milljarða ára. Líklegt er að hún taki þá innri reikistjörnurnar; Merkúríus, Venus og jörðina, með sér í dauðateygjunum. Um milljarði ára eftir það skreppur sólin saman og eftir stendur kjarni hennar, svonefndur hvítur dvergur, umkringdur hringþoku úr ytri lögum hennar. Geimurinn Vísindi Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Stjarnan svanga sem stjörnufræðingarnir njósnuðu um nefnist ZTF SLRN-2020 og er í um þrettán þúsund ljósára fjarlægð frá jörðinni. Reikistjarnan sem hún hremmdi var gasrisi í líkingu við Júpíter, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. ZTF SLRN-2020 er gömul stjarna sem líkist sólinni okkar. Hún er ekki nógu massamikil til þessa að enda lífdaga sína sem sprengistjarna. Þess í stað þenst hún út eins og blaðra og breytist í svonefnda rauða risastjörnu þegar vetni í kjarna hennar klárast. Slíkar stjörnur þenjast hundrað til þúsundfalt út og gleypa þannig í sig reikistjörnur í nánasta umhverfi sínu. Ytri lög stjörnunnar náðu alla leið að gasrisanum og hægðu á honum þannig að hann féll að lokum inn í móðurstjörnuna og brann upp líkt og lofsteinn í andrúmslofti jarðar. Birta stjörnunnar jókst nokkur hundruðfalt tímabundið á meðan á hamförunum stóð. Stjörnufræðingarnir komu auga á blossann með sjónauka í Kaliforníu í Bandaríkjunum sem er notaður til þess að finna nýstirni, sprengistjörnur og aðra stjarnfræðilega blossa. Skýringarmynd á hvernig stjarna breytist í rauðan risa. Þegar vetniseldsneyti í kjarna sólstjarna klárast þenst hún út og verður að rauðum risa. Vei þeim reikistjörnum sem verða á vegi vaxandi stjörnunnar.International Gemini Observatory/NOIRLab/NSF/AURA/P. Marenfeld Blossinn varði í um hundrað daga. Frekari athuganir með fleiri mælitækjum sýndu ummerki um rykslóða í kringum stjörnuna sem varð til eftir atburðinn. Út frá þeim áætla stjörnufræðingarnir að massi stjörnunnar sé svipaður sólarinnar okkar. Massi reikistjörnunnar hafi verið á bilinu einn til tíu Júpíterar. Talið er að sólin okkar verði að rauðum risa eftir um fimm milljarða ára. Líklegt er að hún taki þá innri reikistjörnurnar; Merkúríus, Venus og jörðina, með sér í dauðateygjunum. Um milljarði ára eftir það skreppur sólin saman og eftir stendur kjarni hennar, svonefndur hvítur dvergur, umkringdur hringþoku úr ytri lögum hennar.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira