Allt tilbúið fyrir fyrstu krýninguna í Bretlandi í 70 ár Heimir Már Pétursson skrifar 5. maí 2023 12:14 Myndum af Karli konungi hefur verið komið upp víða í Lundúnum. Hér stendur einn af þegnum hans undir einum þessarra mynda. AP/Andreea Alexandru Gríðarlegur undirbúningur fyrir krýningu Karls III konungs Bretlands og tuga samveldisríkja er á lokametrunum fyrir krýningarathöfnina á morgun. Forseti Íslands verður meðal um 40 þjóðarleiðtoga sem sækja athöfnina sem reiknað er með að hundruð milljóna manna fylgist með í sjónvarpi um allan heim. Herlegheitin verða einnig í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi frá klukkan 08:45 í fyrramálið þegar fulltrúar allra herdeilda breska hersins stilla sér upp fyrir skrúðgönguna frá Buckingham höll að Westminster Abbey dómkirkjunni þar sem Karl III verður krýndur konungur. Þetta verður fyrsta krýningin frá því Elísabet II móðir Karls var krýnd árið 1953 þá aðeins 26 ára gömul. Bretar eru engum líkir þegar kemur að konunglegum viðburðum. Fólk er þegar byrjað að safnast saman við þær götur sem skrúðgangan fer um á morgun og við Buckingham höll.AP/Emilio Morenatt Karl er hins vegar 74 ára og hefur enginn verið erfðaprins lengur en hann í sögu konungsveldisins. Búist er við að hundruð þúsunda manna fylgist með athöfninni á götum út og á skjám í þremur skemmtigörðum borgarinnar. Það má því reikna með miklu álagi á almenningssamgöngur í Lundúnum á morgun og samgöngukerfi landsins almennt. Að því tilefni sendu Karl og Kamilla kona hans frá sér raddskilaboð til almennings í dag. Karl II á strembið verk fyrir höndum að halda krúnunni í 15 samveldisríkjum og rækta samtöðu meðal þeirra 54 ríkja sem eru í Samveldinu. Hér eru Karl og Kamilla í Soweto í Suður Afríku árið 2011.AP/Jerome Delay Karl sagði þau hjónin óska þess að fólk ætti dásamlegan krýningardag. Kamila óskaði öllum á faraldsfæti öruggra og þægilegra ferða. Og Karl endaði á kunnuglegri viðvörun í lestum Bretlands, „Mind the gap“ eða gætið ykkar á bilinu. Hefð er fyrir því að forsetar Bandaríkjanna mæti ekki við krýningu á konungi Bretlands enda háðu Bandaríkjamenn sjálfstæðisbaráttu sína gegn Georgi III konungi Bretlands. Forsetarnir senda hins vegar yfirleitt fulltrúa sína og mun Jill Biden forsetafrú vera viðstödd krýningu Karls.Hér er hún með Katrínu prinsessu af Wales.AP/Aaron Chown Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú verða ásamt um eða yfir fjörutíu þjóðarleiðtogum og fulltrúum annarra ríkja og samveldislanda viðstödd athöfnina í Westminster Abbey. Þeirra á meðal Anthony Albanese forsætisráðherra Ástralíu sem er lýðveldissinni. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands hefur undanfarna daga tekið á móti leiðtogum samveldisríkjanna sem komnir eru til Lundúna vegna krýningarinnar. Hér er hann með Anthony Albanese forsætisráðherra Ástralíu.AP/Frank Augstein Hann segir engu að síður um sögulega stund að ræða eftir ótrúlega 70 ára þjónustu, skyldurækni og eljusemi Elísabetar II móður Karls. Athöfnin markaði formlega viðurkenningu á nýjum þjóðhöfðingja í núverandi kerfi. Honum liði því ekki undarlega við þessar aðstæður. „Nei alls ekki. Ég hef ekki skipt um skoðun og hef gert öllum grein fyrir því. Ég vil sjá Ástrala í embætti þjóðhöfðingja. Það þýðir hins vegar ekki að ég beri ekki virðingu fyrir þeim stofnunum sem eru grundvöllur stjórnkerfis okkar eins og það er í dag," sagði Albanese. Útsending Vísis og Stöðvar 2/Vísis hefst klukkan 08:45 og stendur til um klukkan 13:30 þegar flugsveit breska hersins flýgur heiðursflug yfir Buckingham höll. Karl III Bretakonungur Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Krýningu Karls III fagnað í Reykjavík Hægt verður að fagna krýningu Karls III konungs og Kamillu drottningar með breska samfélaginu á Íslandi á laugardaginn. Bein útsending verður frá krýningunni í Dómkirkjunni í Reykjavík og hefst klukkan 09:30. 4. maí 2023 09:34 Meirihluti Breta vill ekki fjármagna krýningu Karls Meira en helmingur Breta er á þeirri skoðun að breskir skattgreiðendur ættu ekki að fjármagna krýningu Karls konungs hins þriðja. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun. 19. apríl 2023 15:41 Guðni og Eliza verða viðstödd krýningu Karls Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú munu ferðast til London í byrjun maí til þess að vera viðstödd krýningarathöfn Karls III Bretlandskonungs. Engum ráðherrum var boðið á krýninguna. 11. apríl 2023 12:53 Karl Bretakonungur fær sinn eigin kórónu-emoji Í tilefni af krýningu Karls þriðja Bretakonungs þann 6. maí næstkomandi hefur Buckingham-höll greint frá nýju opinberu kórónutjákni (e. emoji) sem verður tekið í gagnið frá morgundeginum. 9. apríl 2023 22:21 Kamilla ekki kölluð kona konungs Krýningarathöfn Karls Bretakonungs fer fram þann sjötta maí næstkomandi. Í boðskorti fyrir athöfnina er Kamilla, eiginkona Karls, kölluð drottning en fram að þessu hafði hún verið kölluð eiginkona konungs (e. queen consort). 5. apríl 2023 17:01 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Herlegheitin verða einnig í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi frá klukkan 08:45 í fyrramálið þegar fulltrúar allra herdeilda breska hersins stilla sér upp fyrir skrúðgönguna frá Buckingham höll að Westminster Abbey dómkirkjunni þar sem Karl III verður krýndur konungur. Þetta verður fyrsta krýningin frá því Elísabet II móðir Karls var krýnd árið 1953 þá aðeins 26 ára gömul. Bretar eru engum líkir þegar kemur að konunglegum viðburðum. Fólk er þegar byrjað að safnast saman við þær götur sem skrúðgangan fer um á morgun og við Buckingham höll.AP/Emilio Morenatt Karl er hins vegar 74 ára og hefur enginn verið erfðaprins lengur en hann í sögu konungsveldisins. Búist er við að hundruð þúsunda manna fylgist með athöfninni á götum út og á skjám í þremur skemmtigörðum borgarinnar. Það má því reikna með miklu álagi á almenningssamgöngur í Lundúnum á morgun og samgöngukerfi landsins almennt. Að því tilefni sendu Karl og Kamilla kona hans frá sér raddskilaboð til almennings í dag. Karl II á strembið verk fyrir höndum að halda krúnunni í 15 samveldisríkjum og rækta samtöðu meðal þeirra 54 ríkja sem eru í Samveldinu. Hér eru Karl og Kamilla í Soweto í Suður Afríku árið 2011.AP/Jerome Delay Karl sagði þau hjónin óska þess að fólk ætti dásamlegan krýningardag. Kamila óskaði öllum á faraldsfæti öruggra og þægilegra ferða. Og Karl endaði á kunnuglegri viðvörun í lestum Bretlands, „Mind the gap“ eða gætið ykkar á bilinu. Hefð er fyrir því að forsetar Bandaríkjanna mæti ekki við krýningu á konungi Bretlands enda háðu Bandaríkjamenn sjálfstæðisbaráttu sína gegn Georgi III konungi Bretlands. Forsetarnir senda hins vegar yfirleitt fulltrúa sína og mun Jill Biden forsetafrú vera viðstödd krýningu Karls.Hér er hún með Katrínu prinsessu af Wales.AP/Aaron Chown Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú verða ásamt um eða yfir fjörutíu þjóðarleiðtogum og fulltrúum annarra ríkja og samveldislanda viðstödd athöfnina í Westminster Abbey. Þeirra á meðal Anthony Albanese forsætisráðherra Ástralíu sem er lýðveldissinni. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands hefur undanfarna daga tekið á móti leiðtogum samveldisríkjanna sem komnir eru til Lundúna vegna krýningarinnar. Hér er hann með Anthony Albanese forsætisráðherra Ástralíu.AP/Frank Augstein Hann segir engu að síður um sögulega stund að ræða eftir ótrúlega 70 ára þjónustu, skyldurækni og eljusemi Elísabetar II móður Karls. Athöfnin markaði formlega viðurkenningu á nýjum þjóðhöfðingja í núverandi kerfi. Honum liði því ekki undarlega við þessar aðstæður. „Nei alls ekki. Ég hef ekki skipt um skoðun og hef gert öllum grein fyrir því. Ég vil sjá Ástrala í embætti þjóðhöfðingja. Það þýðir hins vegar ekki að ég beri ekki virðingu fyrir þeim stofnunum sem eru grundvöllur stjórnkerfis okkar eins og það er í dag," sagði Albanese. Útsending Vísis og Stöðvar 2/Vísis hefst klukkan 08:45 og stendur til um klukkan 13:30 þegar flugsveit breska hersins flýgur heiðursflug yfir Buckingham höll.
Karl III Bretakonungur Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Krýningu Karls III fagnað í Reykjavík Hægt verður að fagna krýningu Karls III konungs og Kamillu drottningar með breska samfélaginu á Íslandi á laugardaginn. Bein útsending verður frá krýningunni í Dómkirkjunni í Reykjavík og hefst klukkan 09:30. 4. maí 2023 09:34 Meirihluti Breta vill ekki fjármagna krýningu Karls Meira en helmingur Breta er á þeirri skoðun að breskir skattgreiðendur ættu ekki að fjármagna krýningu Karls konungs hins þriðja. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun. 19. apríl 2023 15:41 Guðni og Eliza verða viðstödd krýningu Karls Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú munu ferðast til London í byrjun maí til þess að vera viðstödd krýningarathöfn Karls III Bretlandskonungs. Engum ráðherrum var boðið á krýninguna. 11. apríl 2023 12:53 Karl Bretakonungur fær sinn eigin kórónu-emoji Í tilefni af krýningu Karls þriðja Bretakonungs þann 6. maí næstkomandi hefur Buckingham-höll greint frá nýju opinberu kórónutjákni (e. emoji) sem verður tekið í gagnið frá morgundeginum. 9. apríl 2023 22:21 Kamilla ekki kölluð kona konungs Krýningarathöfn Karls Bretakonungs fer fram þann sjötta maí næstkomandi. Í boðskorti fyrir athöfnina er Kamilla, eiginkona Karls, kölluð drottning en fram að þessu hafði hún verið kölluð eiginkona konungs (e. queen consort). 5. apríl 2023 17:01 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Krýningu Karls III fagnað í Reykjavík Hægt verður að fagna krýningu Karls III konungs og Kamillu drottningar með breska samfélaginu á Íslandi á laugardaginn. Bein útsending verður frá krýningunni í Dómkirkjunni í Reykjavík og hefst klukkan 09:30. 4. maí 2023 09:34
Meirihluti Breta vill ekki fjármagna krýningu Karls Meira en helmingur Breta er á þeirri skoðun að breskir skattgreiðendur ættu ekki að fjármagna krýningu Karls konungs hins þriðja. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun. 19. apríl 2023 15:41
Guðni og Eliza verða viðstödd krýningu Karls Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú munu ferðast til London í byrjun maí til þess að vera viðstödd krýningarathöfn Karls III Bretlandskonungs. Engum ráðherrum var boðið á krýninguna. 11. apríl 2023 12:53
Karl Bretakonungur fær sinn eigin kórónu-emoji Í tilefni af krýningu Karls þriðja Bretakonungs þann 6. maí næstkomandi hefur Buckingham-höll greint frá nýju opinberu kórónutjákni (e. emoji) sem verður tekið í gagnið frá morgundeginum. 9. apríl 2023 22:21
Kamilla ekki kölluð kona konungs Krýningarathöfn Karls Bretakonungs fer fram þann sjötta maí næstkomandi. Í boðskorti fyrir athöfnina er Kamilla, eiginkona Karls, kölluð drottning en fram að þessu hafði hún verið kölluð eiginkona konungs (e. queen consort). 5. apríl 2023 17:01