Gjaldþrot Engilberts nam 245 milljónum króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. maí 2023 12:30 Engilbert Runólfsson athafnamaður var stórtækur í byggingargeiranum fyrir hrun. Fréttablaðið/E.ÓL. Engar eignir fundust í þrotabúi Engilberts Runólfssonar athafnamanns og verktaka á Akranesi. Lýstar kröfur í þrotabúið námu 245 milljónum króna að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu. Engilbert var úrskurðaður gjaldþrota í maí 2020 nokkrum mánuðum eftir að hafa játað stórfelld skattsvik og peningaþvætti fyrir Héraðsdómi Vesturlands. Hann var dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar upp á 58 milljónir. Upphæðin miðað við þrefalda fjárhæð vanskila hans vegna ársins 2017 að frádregnu álagi, en tvöfalda fjárhæð vanskila vegna ársins 2018. Héraðssaksóknari ákærði Engilbert fyrir fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum, bókhaldslögum og fyrir peningaþvætti. Var hann sakaður um að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti á sex mánaða tímabili á árunum 2017 og 2018. Samtals námu skattsvik Engilberts um 23 milljónum króna. Stórtækur á fasteignamarkaði Engilbert hefur lengi verið nokkuð stórtækur á fasteignamarkaði. Hann var forstjóri verktakafyrirtækisins Innova ehf. sem var umsvifamikið fyrir hrun en var úrskurðað gjaldþrota árið 2010. Lítið fékkst greitt upp í kröfur sem námu um 1,2 milljörðum króna. Undanfarin ár hefur hann verið í forsvari fyrir félagið Uppbyggingu ehf. sem hyggur á stórar framkvæmdir á Akranesi. Samkvæmt ársreikningi félagsins frá árinu 2017 var það í helmingseigu Engilberts og Kristínar Minneyjar Pétursdóttur eiginkonu hans. Í dag er félagið að fullu í eigu Kristínar Minneyjar í gegnum félagið Barium ehf. Félagið hefur verið að byggja íbúðarhús og hyggur á framkvæmdir við 55 herbergja hótel við Kirkjubraut á Akranesi. Deiliskipulag fyrir lóðina hefur verið samþykkt og er hún tilbúin til framkvæmda. Þá stendur einnnig til að reisa verslunarkjarna við Smiðjuvelli. Ekkert bólar á boðaðri umfjöllun Athygli vakti í nóvember þegar Engilbert boðaði umfjöllun um öll sín helstu viðskipti í gegnum tíðina. „Þar sem fjölmiðlar virðast vera algjörlega óhæfir til að fjalla um mín mál á réttan hátt og segja hlutina eins og þeir voru, sem þeir reyndar hafa sjaldnast áhuga á, þá ætla ég á næstu vikum að setja inn á síðuna áhrifavaldur.is eða á Fb mitt umfjöllun um öll mín stærstu viðskipti í gengum tíðina, hverjir voru aðilar mála, hvar þeir eru í dag, hverjir högnuðust fáránlega og aðrir minna og hvernig hlutina bar að!,“ skrifaði Engilbert á Facebook. Ekkert hefur þó bólað á þessari boðuðu umfjöllun Engilberts. DV greindi frá gjaldþroti Engilberts í gær sem Engilbert tók óstinnt upp í færslu á Facebook. „Klassískt kennitöluflakk og glæpamennska hjá þessum marggjaldþrota aumingjum og glæpahyski hjá Torg/DV/Fréttablaðinu aka Helgi Magnússon og co !!!“ sagði Engilbert. „Hef það fyrir víst að fjöldinn allur af verktökum sitji eftir með allt í rúst eftir þetta pakk í vísvítandi gervi gjaldþroti Fréttablaðsins og hafi ekki getað greitt leikskólagjöld núna um mánaðamótin og eigi ekki fyrir mat!!“ Segir hann að orðasambandið að kasta grjóti úr glerhúsi komi upp í hugann í því samhengi. Gjaldþrot Akranes Byggingariðnaður Tengdar fréttir Engilbert játaði og þarf að greiða 58 milljóna sekt Engilbert Runólfsson, verktaki á Akranesi, sem ákærður var fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti í sumar, játaði brot sín fyrir Héraðsdómi Vesturlands. Hann þarf að greiða 58 milljóna sekt innan fjögurra vikna, ella sæta fangelsi í eitt ár. 21. janúar 2020 09:30 Ósáttur Engilbert segist ætla að segja frá öllum sínum viðskiptum Engilbert Runólfsson sem um árabil hefur verið stórtækur á fasteignamarkaði hér á landi boðar umfjöllun um öll sín helstu viðskipti í gegnum tíðina. 21. nóvember 2019 14:16 Verktaki ákærður fyrir stórfelld skattsvik Engilbert Runólfsson sem hefur verið umsvifamikill verktaki á Akranesi hefur verið ákærður fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti. Félag sem hann hefur verið í forsvari fyrir hyggur meðal annars á milljarða framkvæmdir við hótel og verslunarkjarna á Akranesi. 23. október 2019 19:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Engilbert var úrskurðaður gjaldþrota í maí 2020 nokkrum mánuðum eftir að hafa játað stórfelld skattsvik og peningaþvætti fyrir Héraðsdómi Vesturlands. Hann var dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar upp á 58 milljónir. Upphæðin miðað við þrefalda fjárhæð vanskila hans vegna ársins 2017 að frádregnu álagi, en tvöfalda fjárhæð vanskila vegna ársins 2018. Héraðssaksóknari ákærði Engilbert fyrir fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum, bókhaldslögum og fyrir peningaþvætti. Var hann sakaður um að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti á sex mánaða tímabili á árunum 2017 og 2018. Samtals námu skattsvik Engilberts um 23 milljónum króna. Stórtækur á fasteignamarkaði Engilbert hefur lengi verið nokkuð stórtækur á fasteignamarkaði. Hann var forstjóri verktakafyrirtækisins Innova ehf. sem var umsvifamikið fyrir hrun en var úrskurðað gjaldþrota árið 2010. Lítið fékkst greitt upp í kröfur sem námu um 1,2 milljörðum króna. Undanfarin ár hefur hann verið í forsvari fyrir félagið Uppbyggingu ehf. sem hyggur á stórar framkvæmdir á Akranesi. Samkvæmt ársreikningi félagsins frá árinu 2017 var það í helmingseigu Engilberts og Kristínar Minneyjar Pétursdóttur eiginkonu hans. Í dag er félagið að fullu í eigu Kristínar Minneyjar í gegnum félagið Barium ehf. Félagið hefur verið að byggja íbúðarhús og hyggur á framkvæmdir við 55 herbergja hótel við Kirkjubraut á Akranesi. Deiliskipulag fyrir lóðina hefur verið samþykkt og er hún tilbúin til framkvæmda. Þá stendur einnnig til að reisa verslunarkjarna við Smiðjuvelli. Ekkert bólar á boðaðri umfjöllun Athygli vakti í nóvember þegar Engilbert boðaði umfjöllun um öll sín helstu viðskipti í gegnum tíðina. „Þar sem fjölmiðlar virðast vera algjörlega óhæfir til að fjalla um mín mál á réttan hátt og segja hlutina eins og þeir voru, sem þeir reyndar hafa sjaldnast áhuga á, þá ætla ég á næstu vikum að setja inn á síðuna áhrifavaldur.is eða á Fb mitt umfjöllun um öll mín stærstu viðskipti í gengum tíðina, hverjir voru aðilar mála, hvar þeir eru í dag, hverjir högnuðust fáránlega og aðrir minna og hvernig hlutina bar að!,“ skrifaði Engilbert á Facebook. Ekkert hefur þó bólað á þessari boðuðu umfjöllun Engilberts. DV greindi frá gjaldþroti Engilberts í gær sem Engilbert tók óstinnt upp í færslu á Facebook. „Klassískt kennitöluflakk og glæpamennska hjá þessum marggjaldþrota aumingjum og glæpahyski hjá Torg/DV/Fréttablaðinu aka Helgi Magnússon og co !!!“ sagði Engilbert. „Hef það fyrir víst að fjöldinn allur af verktökum sitji eftir með allt í rúst eftir þetta pakk í vísvítandi gervi gjaldþroti Fréttablaðsins og hafi ekki getað greitt leikskólagjöld núna um mánaðamótin og eigi ekki fyrir mat!!“ Segir hann að orðasambandið að kasta grjóti úr glerhúsi komi upp í hugann í því samhengi.
Gjaldþrot Akranes Byggingariðnaður Tengdar fréttir Engilbert játaði og þarf að greiða 58 milljóna sekt Engilbert Runólfsson, verktaki á Akranesi, sem ákærður var fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti í sumar, játaði brot sín fyrir Héraðsdómi Vesturlands. Hann þarf að greiða 58 milljóna sekt innan fjögurra vikna, ella sæta fangelsi í eitt ár. 21. janúar 2020 09:30 Ósáttur Engilbert segist ætla að segja frá öllum sínum viðskiptum Engilbert Runólfsson sem um árabil hefur verið stórtækur á fasteignamarkaði hér á landi boðar umfjöllun um öll sín helstu viðskipti í gegnum tíðina. 21. nóvember 2019 14:16 Verktaki ákærður fyrir stórfelld skattsvik Engilbert Runólfsson sem hefur verið umsvifamikill verktaki á Akranesi hefur verið ákærður fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti. Félag sem hann hefur verið í forsvari fyrir hyggur meðal annars á milljarða framkvæmdir við hótel og verslunarkjarna á Akranesi. 23. október 2019 19:00 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Engilbert játaði og þarf að greiða 58 milljóna sekt Engilbert Runólfsson, verktaki á Akranesi, sem ákærður var fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti í sumar, játaði brot sín fyrir Héraðsdómi Vesturlands. Hann þarf að greiða 58 milljóna sekt innan fjögurra vikna, ella sæta fangelsi í eitt ár. 21. janúar 2020 09:30
Ósáttur Engilbert segist ætla að segja frá öllum sínum viðskiptum Engilbert Runólfsson sem um árabil hefur verið stórtækur á fasteignamarkaði hér á landi boðar umfjöllun um öll sín helstu viðskipti í gegnum tíðina. 21. nóvember 2019 14:16
Verktaki ákærður fyrir stórfelld skattsvik Engilbert Runólfsson sem hefur verið umsvifamikill verktaki á Akranesi hefur verið ákærður fyrir stórfelld skattsvik og peningaþvætti. Félag sem hann hefur verið í forsvari fyrir hyggur meðal annars á milljarða framkvæmdir við hótel og verslunarkjarna á Akranesi. 23. október 2019 19:00