Starfsfólk Flensborgar uggandi og óttast uppsagnir Helena Rós Sturludóttir skrifar 5. maí 2023 13:01 Flensborgarskólinn í Hafnarfirði hefur skipað stóran sess í lífi Hafnfirðinga og sögu Hafnarfjarðar. Starfsfólk skólans gagnrýnir mögulegan samruna skólans og Tækniskólans. Vísir/Vilhelm Formaður kennarafélags Flensborgarskólans segir starfsfólk skólans uggandi yfir mögulegri sameiningu Flensborgarskólans og Tækniskólans. Þau hafi fyrst frétt af mögulegum samruna í fjölmiðlum. Þetta sé sparnaðaraðgerð sem þýði að öllum líkindum uppsagnir. Kennarafélag Flensborgarskólans og annað starfsfólk skólans sendi frá sér ályktun vegna málsins í gær. Þar mótmæltu þau hugmyndinni um sameiningu Flensborgarskólans og Tækniskólans og segja tímasetningu og tímaramma fýsileikakönnunar einkar óheppilega. Anný Gréta Þorgeirsdóttir, formaður kennarafélags Flensborgar, segir starfsfólk óttast að búið sé að taka ákvörðun án samráðs. „Það er svona tilfinningin sem við fáum. Sérstaklega þegar maður les skýrsluna um nýtt húsnæði Tækniskólans. Þegar það er greinilega búið að setja fram frummat á hákvæmni sameiningu skólanna og aldrei verið rætt við fulltrúa skólans,“ segir Anný Gréta. Kennurum og starfsfólki skólans finnist mjög hugmyndin mjög sorgleg. „Ef það á að leggja niður þessa rótgrónu menntastofnun sem hefur skipað stóran sess í lífi Hafnfirðinga og sögu Hafnarfjarðar,“ segir hún. Anný Gréta segir starfsfólk skólans fyrst hafa heyrt fréttirnar af fyrirhuguðum samruna í fjölmiðlum. „Þegar þessi skýrsla kemur út og hún er kynnt af formanni nefndarinnar. Síðan fá skólastjórnendur okkar símtal með stuttum fyrirvara og eru boðuð á fund þar sem á að fara vinna þessa vinnu. Það hefur ekkert samráð verið haft við starfsfólk skólans að öðru leyti og ekki nemendur heldur,“ segir Anna Gréta. Anna Gréta er jarðfræðikennari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði.Flensborg Starfsfólks skólans sé uggandi. „Það er að minnsta kosti mjög órótt yfir þessu. Við vitum náttúrulega öll að þetta er sparnaðaraðgerð þannig að það þýðir að störf munu væntanlega tapast. Þetta er náttúrulega skammt komið og vonandi ekki búið að ákveða neitt en jú það eru allir uggandi um framtíðina,“ segir Anný Gréta. Þá gagnrýnir starfsfólk skólans tímasetningu og tímaramma vinnunnar í kringum ákvörðun um samruna skólanna. „Þetta á að vinnast mjög hratt og á þessum álagstíma sem lok skólaársins er. Undarleg tímasetning. Það er verið að taka mjög stóra ákvörðun um framtíð skólans og þetta á að vinnast mjög hratt. manni finnst kannski ekki alveg vandað nógu vel til verka,“ segir hún að lokum. Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hafnarfjörður Tengdar fréttir Sameining Kvennó og MS? Á dögunum fjölluðu fjölmiðlar um mögulega sameiningu eða aukið samstarf nokkurra framhaldsskóla á landinu. Í kjölfarið voru haldnir hitafundir í Kvennaskólanum og Menntaskólanum við Sund sem voru meðal þeirra skóla fjallað var um. 4. maí 2023 08:31 Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Kennarafélag Flensborgarskólans og annað starfsfólk skólans sendi frá sér ályktun vegna málsins í gær. Þar mótmæltu þau hugmyndinni um sameiningu Flensborgarskólans og Tækniskólans og segja tímasetningu og tímaramma fýsileikakönnunar einkar óheppilega. Anný Gréta Þorgeirsdóttir, formaður kennarafélags Flensborgar, segir starfsfólk óttast að búið sé að taka ákvörðun án samráðs. „Það er svona tilfinningin sem við fáum. Sérstaklega þegar maður les skýrsluna um nýtt húsnæði Tækniskólans. Þegar það er greinilega búið að setja fram frummat á hákvæmni sameiningu skólanna og aldrei verið rætt við fulltrúa skólans,“ segir Anný Gréta. Kennurum og starfsfólki skólans finnist mjög hugmyndin mjög sorgleg. „Ef það á að leggja niður þessa rótgrónu menntastofnun sem hefur skipað stóran sess í lífi Hafnfirðinga og sögu Hafnarfjarðar,“ segir hún. Anný Gréta segir starfsfólk skólans fyrst hafa heyrt fréttirnar af fyrirhuguðum samruna í fjölmiðlum. „Þegar þessi skýrsla kemur út og hún er kynnt af formanni nefndarinnar. Síðan fá skólastjórnendur okkar símtal með stuttum fyrirvara og eru boðuð á fund þar sem á að fara vinna þessa vinnu. Það hefur ekkert samráð verið haft við starfsfólk skólans að öðru leyti og ekki nemendur heldur,“ segir Anna Gréta. Anna Gréta er jarðfræðikennari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði.Flensborg Starfsfólks skólans sé uggandi. „Það er að minnsta kosti mjög órótt yfir þessu. Við vitum náttúrulega öll að þetta er sparnaðaraðgerð þannig að það þýðir að störf munu væntanlega tapast. Þetta er náttúrulega skammt komið og vonandi ekki búið að ákveða neitt en jú það eru allir uggandi um framtíðina,“ segir Anný Gréta. Þá gagnrýnir starfsfólk skólans tímasetningu og tímaramma vinnunnar í kringum ákvörðun um samruna skólanna. „Þetta á að vinnast mjög hratt og á þessum álagstíma sem lok skólaársins er. Undarleg tímasetning. Það er verið að taka mjög stóra ákvörðun um framtíð skólans og þetta á að vinnast mjög hratt. manni finnst kannski ekki alveg vandað nógu vel til verka,“ segir hún að lokum.
Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hafnarfjörður Tengdar fréttir Sameining Kvennó og MS? Á dögunum fjölluðu fjölmiðlar um mögulega sameiningu eða aukið samstarf nokkurra framhaldsskóla á landinu. Í kjölfarið voru haldnir hitafundir í Kvennaskólanum og Menntaskólanum við Sund sem voru meðal þeirra skóla fjallað var um. 4. maí 2023 08:31 Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Sameining Kvennó og MS? Á dögunum fjölluðu fjölmiðlar um mögulega sameiningu eða aukið samstarf nokkurra framhaldsskóla á landinu. Í kjölfarið voru haldnir hitafundir í Kvennaskólanum og Menntaskólanum við Sund sem voru meðal þeirra skóla fjallað var um. 4. maí 2023 08:31
Sameining yrði móðgun við kvenréttindabaráttu Íslands Hugmyndir um sameiningu Kvennaskólans og Menntaskólans við Sund mælast ekki aðeins illa fyrir hjá fjölmörgum núverandi kennurum og nemendum heldur einnig þeim sem námu við skólann á sínum tíma. Fyrrverandi nemandi segir að sameining yrði vitnisburður um hugsunarleysi og tómlæti gagnvart sögu skólahalds og ekki síst kvenréttindabaráttu Íslands. 4. maí 2023 14:22