Raunir Knicks-manna taka enda: „Þvílík búbót fyrir okkur sem hafa þraukað þessa eyðimerkurgöngu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. maí 2023 08:00 Hörður Unnsteinsson er einn fjölmargra stuðningsmanna New York Knicks á Íslandi. vísir/getty/hulda margrét Eftir miklar raunir og mörg ár af rugli er aftur gaman að halda með New York Knicks. Stuðningsmaður liðsins segir dásamlegt að Knicks sé komið aftur í baráttuna á toppnum í NBA og aðdáendum þyki vænt um þetta harðgerða lið sem hefur spilað svo vel í vetur. Eins og guð gamla testamentisins lagði hin ósegjanlegustu raunir á sinn þjáða lærisvein sinn Job hafa körfuboltaguðirnir kvalið stuðningsmenn New York Knicks með ýmsum kvikindislegum hætti þessa öldina, allt þar til á síðustu árum. Nú er nefnilega aftur kátt í höllinni, sjálfri Madison Square Garden, enda er Knicks í undanúrslitum Austurdeildarinnar í fyrsta sinn í áratug. Þar er Knicks í miðri rimmu við hið ódrepandi lið Miami Heat og staðan er jöfn, 1-1. Þriðji leikur liðanna fer fram í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Hörður Unnsteinsson, körfuboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports og körfuboltaþjálfari, er einn hinna þjáðu Knicks-stuðningsmanna sem hafa tekið gleði sína á ný eftir þrautagöngu þessarar aldar. Og það er ólíku saman að jafna segir Hörður. „Þetta er ólýsanlega gaman, frábært og stórkostlegt að vera loksins kominn með lið sem gæti slysast inn í úrslitin. Þetta er kannski að gerast fyrr heldur en flestir aðdáendur Knicks bjuggust við. Það er þvílík búbót fyrir okkur sem hafa þraukað þessa eyðimerkurgöngu í öll þessi ár,“ sagði Hörður í samtali við Vísi. Áhuginn kviknar aftur Hann segir að Knicks samfélagið á Íslandi sé nokkuð stórt. „Ég held að það séu rosalega margir Knicks-aðdáendur og maður hefur heyrt af hittingum hér og þar um bæinn. Þetta eru menn á mínum aldri eða eldri sem muna eftir Knicks liðunum frá miðjum 10. áratugnum sem hafa haldið áfram að fylgja liðinu og eru að rísa upp eftir að hafa legið í dvala,“ sagði Hörður. Knicks valdi Kanadamanninn RJ Barrett með 3. valrétti í nýliðavalinu 2019. Hann hefur heldur betur reynst liðinu vel.getty/Dustin Satloff Hann segir að ein af ástæðunum fyrir bættum hag Knicks sé hversu vel liðið hefur gert í nýliðavalinu undanfarin ár. „Þaðan hafa komið fimm af þessum níu gæjum sem eru að spila,“ sagði Hörður og vísaði þar til Quientin Grimes, Immanuel Quickley, Mitchell Robinson, Obi Toppin og RJ Barrett. Ófyrirséð stökk Svo er það frelsarinn sjálfur, Jalen Brunson, sem kom til Knicks frá Dallas Mavericks fyrir tímabilið. Hörður segir að enginn hafi búist við því að Brunson yrði jafn góður og hann hefur verið. „Fæstir sáu fyrir þetta mikla stökk sem hann hefur tekið á þessu tímabili. Hann var frábær í úrslitakeppninni í fyrra sem annar valkostur í Dallas-sókninni á eftir Luka Doncic en hann hefur stigið upp á annan stall í vetur. Það sem hefur komið Knicks á þennan stað er í raun hversu góður hann hefur verið,“ sagði Hörður. Leikstjórnandinn Jalen Brunson hefur verið algjör himnasending fyrir Knicks.getty/Elsa Fyrir þremur árum réði Knicks Tom Thibodeau sem er hvað þekktastur sem arkitektinn að vörn Boston Celtics sem varð NBA-meistari 2008 og sem þjálfari grjótharðra Chicago Bulls-liða. Hörður viðurkennir að hann hafi ekkert verið alltof spenntur fyrir ráðningunni á Thibodeau. „Það voru ekki margir sem höfðu trú á Tom Thibodeau eftir erfiðan tíma hjá Minnesota Timberwolves og ég þar með talinn. En hann hefur heldur betur sannað sig,“ sagði Hörður. Aftur til fortíðar Eins og öll Thibs er baráttugleði og öflugur varnarleikur í fyrirrúmi. Og það kitlar nostalgíutaugar þeirra Knicks stuðningsmanna sem ólust upp við hin harðsvíruðu lið Knicks á 10. áratug síðustu aldar. Charles Smith, Patrick Ewing og Charles Oakley voru í alræmdum Knicks-liðum á 10. áratug síðustu aldar.getty/Al Pereira „Nostalgískir Knicks stuðningsmenn elska að sjá harðkjarna vörn á fullu allan tímann og þeir héldu Cleveland Cavaliers í 94 stigum að meðaltali í leik í síðustu umferð sem er fáheyrt í NBA. Þeir hafa fundið einkenni sem aðdáendur tengja við. Það er ótrúlega mikilvægt í svona stórri íþróttaborg eins og New York og í svona höll eins og Madison Square Garden. Það er tenging milli liðsins og stuðningsmannanna.“ Aðhlátursefnið Sú tenging rofnaði enda var Knicks lengi vel aðhlátursefni innan NBA. Ekkert félag dældi jafn miklum peningum í liðið sitt en án árangurs. Frá 2000 og þar til Knicks vann Cleveland í vor náði liðið aðeins einu sinni að vinna einvígi í úrslitakeppninni, gegn Boston Celtics 2012-13. Og um tíma þóttu stuðningsmönnum Knicks himinn höndum hafa tekið bara ef liðið komst í úrslitakeppninni. Það var nefnilega ekki sjálfsagður hluti á mestu ruglárunum. Hörður er þjálfari kvennaliðs KR.vísir/hulda margrét „Fyrsta áratug þessarar aldar var þetta bara grín. Félagið var aðhlátursefni alla eigendatíð James Dolan og þetta var verst í kringum þann tíma þegar Isiah Thomas var með liðið. Svo beið ekki betra þegar Phil Jackson tók við. En það komu góðir tímar eins og 2012-13. Það lið var uppfullt af reynsluboltum og ekki eins sjálfbært og núna þegar kjarninn er ungur. Og það gefur okkur von fyrir framtíðina,“ sagði Hörður. Glugginn er opinn núna Ef eitthvað er samt víst í NBA er það að þú veist aldrei hvenær glugginn lokast og hversu lengi vonin um að vinna Larry O‘Brien bikarinn lifir. Hörður vill að Knicks stefni eins hátt og mögulegt er núna, jafnvel þótt liðið sé ungt og efnilegt. Julius Randle var valinn framfarakóngur NBA fyrir tveimur árum.getty/Elsa „Glugginn er klárlega núna og í sumar á að leitast við að bæta við einhverjum eins og Josh Hart, góðum og traustum leikmanni. Því við erum með ofurstjörnu. Það er Jalen Brunson. Í staðinn fyrir að veðja öllu á ein leikmannaskipti í sumar ætti að fara í smávægilegar og litlar breytingar,“ sagði Hörður. Vonast eftir að bólan springi Sem fyrr sagði stendur rimma Knicks og Heat á jöfnu og þau mætast í þriðja sinn í kvöld. Hörður er nokkuð bjartsýnn fyrir framhaldið en veit þó að hið ólseiga lið Miami gefst aldrei upp fyrr en í fulla hnefana. „Þetta fer eftir heilsu Jimmys Butler. Miami fer bara eins langt og hann fleytir þeim. Vonandi springur þessi Miami bóla en þeir virðast vera ódrepandi. En ef Butler er ekki með fara mínir menn í úrslit Austurdeildarinnar,“ sagði Hörður að lokum. Leikur Miami Heat og New York Knicks hefst klukkan 19:30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. NBA Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Eins og guð gamla testamentisins lagði hin ósegjanlegustu raunir á sinn þjáða lærisvein sinn Job hafa körfuboltaguðirnir kvalið stuðningsmenn New York Knicks með ýmsum kvikindislegum hætti þessa öldina, allt þar til á síðustu árum. Nú er nefnilega aftur kátt í höllinni, sjálfri Madison Square Garden, enda er Knicks í undanúrslitum Austurdeildarinnar í fyrsta sinn í áratug. Þar er Knicks í miðri rimmu við hið ódrepandi lið Miami Heat og staðan er jöfn, 1-1. Þriðji leikur liðanna fer fram í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Hörður Unnsteinsson, körfuboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports og körfuboltaþjálfari, er einn hinna þjáðu Knicks-stuðningsmanna sem hafa tekið gleði sína á ný eftir þrautagöngu þessarar aldar. Og það er ólíku saman að jafna segir Hörður. „Þetta er ólýsanlega gaman, frábært og stórkostlegt að vera loksins kominn með lið sem gæti slysast inn í úrslitin. Þetta er kannski að gerast fyrr heldur en flestir aðdáendur Knicks bjuggust við. Það er þvílík búbót fyrir okkur sem hafa þraukað þessa eyðimerkurgöngu í öll þessi ár,“ sagði Hörður í samtali við Vísi. Áhuginn kviknar aftur Hann segir að Knicks samfélagið á Íslandi sé nokkuð stórt. „Ég held að það séu rosalega margir Knicks-aðdáendur og maður hefur heyrt af hittingum hér og þar um bæinn. Þetta eru menn á mínum aldri eða eldri sem muna eftir Knicks liðunum frá miðjum 10. áratugnum sem hafa haldið áfram að fylgja liðinu og eru að rísa upp eftir að hafa legið í dvala,“ sagði Hörður. Knicks valdi Kanadamanninn RJ Barrett með 3. valrétti í nýliðavalinu 2019. Hann hefur heldur betur reynst liðinu vel.getty/Dustin Satloff Hann segir að ein af ástæðunum fyrir bættum hag Knicks sé hversu vel liðið hefur gert í nýliðavalinu undanfarin ár. „Þaðan hafa komið fimm af þessum níu gæjum sem eru að spila,“ sagði Hörður og vísaði þar til Quientin Grimes, Immanuel Quickley, Mitchell Robinson, Obi Toppin og RJ Barrett. Ófyrirséð stökk Svo er það frelsarinn sjálfur, Jalen Brunson, sem kom til Knicks frá Dallas Mavericks fyrir tímabilið. Hörður segir að enginn hafi búist við því að Brunson yrði jafn góður og hann hefur verið. „Fæstir sáu fyrir þetta mikla stökk sem hann hefur tekið á þessu tímabili. Hann var frábær í úrslitakeppninni í fyrra sem annar valkostur í Dallas-sókninni á eftir Luka Doncic en hann hefur stigið upp á annan stall í vetur. Það sem hefur komið Knicks á þennan stað er í raun hversu góður hann hefur verið,“ sagði Hörður. Leikstjórnandinn Jalen Brunson hefur verið algjör himnasending fyrir Knicks.getty/Elsa Fyrir þremur árum réði Knicks Tom Thibodeau sem er hvað þekktastur sem arkitektinn að vörn Boston Celtics sem varð NBA-meistari 2008 og sem þjálfari grjótharðra Chicago Bulls-liða. Hörður viðurkennir að hann hafi ekkert verið alltof spenntur fyrir ráðningunni á Thibodeau. „Það voru ekki margir sem höfðu trú á Tom Thibodeau eftir erfiðan tíma hjá Minnesota Timberwolves og ég þar með talinn. En hann hefur heldur betur sannað sig,“ sagði Hörður. Aftur til fortíðar Eins og öll Thibs er baráttugleði og öflugur varnarleikur í fyrirrúmi. Og það kitlar nostalgíutaugar þeirra Knicks stuðningsmanna sem ólust upp við hin harðsvíruðu lið Knicks á 10. áratug síðustu aldar. Charles Smith, Patrick Ewing og Charles Oakley voru í alræmdum Knicks-liðum á 10. áratug síðustu aldar.getty/Al Pereira „Nostalgískir Knicks stuðningsmenn elska að sjá harðkjarna vörn á fullu allan tímann og þeir héldu Cleveland Cavaliers í 94 stigum að meðaltali í leik í síðustu umferð sem er fáheyrt í NBA. Þeir hafa fundið einkenni sem aðdáendur tengja við. Það er ótrúlega mikilvægt í svona stórri íþróttaborg eins og New York og í svona höll eins og Madison Square Garden. Það er tenging milli liðsins og stuðningsmannanna.“ Aðhlátursefnið Sú tenging rofnaði enda var Knicks lengi vel aðhlátursefni innan NBA. Ekkert félag dældi jafn miklum peningum í liðið sitt en án árangurs. Frá 2000 og þar til Knicks vann Cleveland í vor náði liðið aðeins einu sinni að vinna einvígi í úrslitakeppninni, gegn Boston Celtics 2012-13. Og um tíma þóttu stuðningsmönnum Knicks himinn höndum hafa tekið bara ef liðið komst í úrslitakeppninni. Það var nefnilega ekki sjálfsagður hluti á mestu ruglárunum. Hörður er þjálfari kvennaliðs KR.vísir/hulda margrét „Fyrsta áratug þessarar aldar var þetta bara grín. Félagið var aðhlátursefni alla eigendatíð James Dolan og þetta var verst í kringum þann tíma þegar Isiah Thomas var með liðið. Svo beið ekki betra þegar Phil Jackson tók við. En það komu góðir tímar eins og 2012-13. Það lið var uppfullt af reynsluboltum og ekki eins sjálfbært og núna þegar kjarninn er ungur. Og það gefur okkur von fyrir framtíðina,“ sagði Hörður. Glugginn er opinn núna Ef eitthvað er samt víst í NBA er það að þú veist aldrei hvenær glugginn lokast og hversu lengi vonin um að vinna Larry O‘Brien bikarinn lifir. Hörður vill að Knicks stefni eins hátt og mögulegt er núna, jafnvel þótt liðið sé ungt og efnilegt. Julius Randle var valinn framfarakóngur NBA fyrir tveimur árum.getty/Elsa „Glugginn er klárlega núna og í sumar á að leitast við að bæta við einhverjum eins og Josh Hart, góðum og traustum leikmanni. Því við erum með ofurstjörnu. Það er Jalen Brunson. Í staðinn fyrir að veðja öllu á ein leikmannaskipti í sumar ætti að fara í smávægilegar og litlar breytingar,“ sagði Hörður. Vonast eftir að bólan springi Sem fyrr sagði stendur rimma Knicks og Heat á jöfnu og þau mætast í þriðja sinn í kvöld. Hörður er nokkuð bjartsýnn fyrir framhaldið en veit þó að hið ólseiga lið Miami gefst aldrei upp fyrr en í fulla hnefana. „Þetta fer eftir heilsu Jimmys Butler. Miami fer bara eins langt og hann fleytir þeim. Vonandi springur þessi Miami bóla en þeir virðast vera ódrepandi. En ef Butler er ekki með fara mínir menn í úrslit Austurdeildarinnar,“ sagði Hörður að lokum. Leikur Miami Heat og New York Knicks hefst klukkan 19:30 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
NBA Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira