Þeir bestu farnir að taka eftir Gunnari Nelson á ný Aron Guðmundsson skrifar 5. maí 2023 20:01 Gunnar Nelson hefur unnið tvo bardaga í röð í UFC Það má með sanni segja að frammistaða íslenska UFC bardagakappans Gunnars Nelson, sem hefur nú unnið tvo bardaga í röð í bardagabúrinu, hafi séð til þess að kollegar hans í veltivigtardeildinni geti ekki litið fram hjá honum. Gunnar vann eftirminnilegan sigur á Bandaríkjamanninum Bryan Barberena á bardagakvöldi UFC í Lundúnum í mars. Þar þvingaði Gunnar fram uppgjöf hjá Barberena í fyrstu lotu bardagans, sigur sem vakti mikla athygli. Fyrir bardagann gegn Barberena hafði Gunnar einnig unnið yfirburðasigur gegn Japananum Takashi Sato eftir að hafa verið fjarri bardagabúrinu í rúm tvö ár. Myndi elska að berjast við Gunnar Fljótlega eftir sigur Gunnars, sem er ekki á meðal efstu fimmtán bardagakappa á styrkleikalista veltivigtardeildar UFC, steig Michael Chiesa sem vermir 12. sæti styrkleikalistans fram og sagðist vilja bardaga við Íslendinginn. Í því samhengi nefndi Chiesa komandi bardagakvöld UFC í O2-höllinni í London undir lok júlí. Michael Chiesa is hoping to fight Gunnar Nelson next #TheMMAHour https://t.co/pkAT52HWhK pic.twitter.com/IYFqSrskoE— MMAFighting.com (@MMAFighting) April 3, 2023 Það var síðan undir lok apríl sem Sean Brady, sem vermir 9. sæti styrkleikalista veltivigtardeildar UFC, nefndi það í viðtali við Sportskeeda að bardagi við Gunnar heillaði hann. „Einn af mönnunum sem ég væri til í að takast á við á þessari stundu er Gunnar Nelson eða sambærilegur bardagamaður,“ sagði Brady eftir að hafa þulið upp nokkra bardaga sem hann væri til í. Brady var ósigraður í fimmtán bardögum á sínum atvinnumannaferli fyrir síðasta bardaga sinn sem reyndist enda með hans fyrsta tapi. Þar laut Brady í lægra haldi fyrir Belal Muhammad sem mætir fyrrum andstæðingi Gunnars, Brassanum Gilbert Burns á bardagakvöldi UFC um helgina. Svo kom á daginn að téður Brady fékk bardaga við hinn ástralska Jack Della Maddalena og munu þeir mætast á UFC 290 bardagakvöldinu í Las Vegas þann 8. Júlí næstkomandi. Ekkert að flýta sérAf umræðunni að dæma má sjá það kyrfilega að Gunnar Nelson er búinn að koma sér aftur inn í hana. Ætla má að hann sé mjög nálægt efstu fimmtán bardagamönnunum á styrkleikalista veltivigtardeildarinnar og því fróðlegt að sjá hvað tekur við næst hjá honum.Gunnar hefur sjálfur ekkert sagst vera að flýta sér að finna næsta bardaga. Undanförnum dögum hefur hann eytt hjá SBG bardagasamtökunum á Írlandi en þar starfar þjálfari hans John Kavanagh.Af myndskeiðum og myndum á samfélagsmiðlum að dæma má sjá að Gunnar hefur verið að ausa úr viskubrunni sínum til ungra bardagamanna hjá SBG.Sjálfur á Gunnar þrjá bardaga eftir af núverandi samningi sínum við UFC. MMA Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira
Gunnar vann eftirminnilegan sigur á Bandaríkjamanninum Bryan Barberena á bardagakvöldi UFC í Lundúnum í mars. Þar þvingaði Gunnar fram uppgjöf hjá Barberena í fyrstu lotu bardagans, sigur sem vakti mikla athygli. Fyrir bardagann gegn Barberena hafði Gunnar einnig unnið yfirburðasigur gegn Japananum Takashi Sato eftir að hafa verið fjarri bardagabúrinu í rúm tvö ár. Myndi elska að berjast við Gunnar Fljótlega eftir sigur Gunnars, sem er ekki á meðal efstu fimmtán bardagakappa á styrkleikalista veltivigtardeildar UFC, steig Michael Chiesa sem vermir 12. sæti styrkleikalistans fram og sagðist vilja bardaga við Íslendinginn. Í því samhengi nefndi Chiesa komandi bardagakvöld UFC í O2-höllinni í London undir lok júlí. Michael Chiesa is hoping to fight Gunnar Nelson next #TheMMAHour https://t.co/pkAT52HWhK pic.twitter.com/IYFqSrskoE— MMAFighting.com (@MMAFighting) April 3, 2023 Það var síðan undir lok apríl sem Sean Brady, sem vermir 9. sæti styrkleikalista veltivigtardeildar UFC, nefndi það í viðtali við Sportskeeda að bardagi við Gunnar heillaði hann. „Einn af mönnunum sem ég væri til í að takast á við á þessari stundu er Gunnar Nelson eða sambærilegur bardagamaður,“ sagði Brady eftir að hafa þulið upp nokkra bardaga sem hann væri til í. Brady var ósigraður í fimmtán bardögum á sínum atvinnumannaferli fyrir síðasta bardaga sinn sem reyndist enda með hans fyrsta tapi. Þar laut Brady í lægra haldi fyrir Belal Muhammad sem mætir fyrrum andstæðingi Gunnars, Brassanum Gilbert Burns á bardagakvöldi UFC um helgina. Svo kom á daginn að téður Brady fékk bardaga við hinn ástralska Jack Della Maddalena og munu þeir mætast á UFC 290 bardagakvöldinu í Las Vegas þann 8. Júlí næstkomandi. Ekkert að flýta sérAf umræðunni að dæma má sjá það kyrfilega að Gunnar Nelson er búinn að koma sér aftur inn í hana. Ætla má að hann sé mjög nálægt efstu fimmtán bardagamönnunum á styrkleikalista veltivigtardeildarinnar og því fróðlegt að sjá hvað tekur við næst hjá honum.Gunnar hefur sjálfur ekkert sagst vera að flýta sér að finna næsta bardaga. Undanförnum dögum hefur hann eytt hjá SBG bardagasamtökunum á Írlandi en þar starfar þjálfari hans John Kavanagh.Af myndskeiðum og myndum á samfélagsmiðlum að dæma má sjá að Gunnar hefur verið að ausa úr viskubrunni sínum til ungra bardagamanna hjá SBG.Sjálfur á Gunnar þrjá bardaga eftir af núverandi samningi sínum við UFC.
MMA Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira