Apple Notes perri sem spilar við kærustuna yfir morgunmatnum Rakel Sveinsdóttir skrifar 6. maí 2023 10:01 Egill Fannar Halldórsson, framkvæmdastjóri Górilla Vöruhúss, byrjar daginn á því að borða croissant og spila Backgammon með kærustunni áður en þau halda til vinnu. Egill telur sig vera yfir meðallagi fyndinn og gefur sjálfum sér einkunnina 7,5 sem svar við spurningunni. Vísir/Vilhelm Egill Halldórsson, eigandi Wake Up Reykjavík, Górillu Vöruhúss og framkvæmdastjóri þess síðarnefnda, ætlar að gefa sér það að teljast yfir meðallagi fyndinn. Síðustu mánuði hafa hann og kærastan byrjað daginn á því að borða croissant saman og spila Backgammon áður en þau fara í vinnuna. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna yfirleitt klukkan sjö alla daga vikunnar. Ég er mjög mikil morgunmanneskja, vakna í góðu skapi og þykir þetta yfirleitt besti tími dagsins, bæði á virkum dögum og um helgar. Í mörg ár vaknaði ég mikið fyrr en undanfarið legg ég upp með að ná alltaf sjö og hálftum til átta tíma svefni og þá hentar vel að vakna á þessum tíma.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Í nokkra mánuði núna höfum við Íris kærastan mín átt alveg yndislega morgunhefð þar sem við fáum okkur kaffi saman, borðum croissant og spilum Backgammon áður en við förum í vinnuna. Annaðhvort hellum við upp á bolla heima eða förum í göngutúr á næsta kaffihús. Ekkert smá kósý samverustund og góð byrjun á deginum … sérstaklega ef maður nær að vinna leik dagsins!“ Á skalanum 1-10: Hversu fyndinn ertu? „Og sæll, þetta er rosaleg spurning haha! Ég ætla gefa mér „above average" en samt diplómatíska 7,5! Það er yfirleitt mjög stutt í grín hjá mér og helst svolítið svartur húmor eða eitthvað sem er bannað að segja. Mér finnst það mjög fyndið. En húmor er svo rosalega afstæður - mig langar að segja að ég geti verið mjög fyndinn í kringum mína nánustu en svo er alveg örugglega fullt af fólki sem hefur ekkert gaman að mér.“ Egill leggur mikla áherslu á að ná 7,5-8 klukkustunda svefni og í skipulagi segist hann vera algjör Apple Notes perri. Stóra skipulagið er í Google Calendar en í Notes heldur hann utan um markmið, verkefnalista, hugmyndir og fleira.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Við erum á lokametrunum með að flytja Górillu Vöruhús upp á Korputorg í fjórfalt stærra húsnæði! Það hefur verið stóra verkefnið síðustu tólf mánuði. Annars er mitt daglega starf mjög skemmtilegt og er fyrst og fremst fólgið í því að hitta frumvöðla og stjórnendur fyrirtækja og hjálpa þeim að gera reksturinn sinn betri!“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég er algjör Apple Notes perri og skrifa þar niður allt sem skiptir máli. Stóra skipulagið er í Google Calendar eins og fundir, stór verkefni og slíkt. En svo er ég með mörg hundruð glugga í gangi í Notes þar sem ég held utan um markmið, verkefni, to-do lista, hugmyndir og svo framvegis.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Við erum að yfirleitt að loka augunum um og uppúr klukkan ellefu en nú fer alltaf að vera erfiðara og erfiðara að skríða upp í rúm þegar það er orðið svona bjart á kvöldin.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Samsvarar sig best við Grím skipstjóra í Verbúðinni Matti Osvald markþjálfi og fyrirlesari segir skipulagið sitt ganga út á að halda ekki utan um verkefni í höfðinu, heldur tæma höfuðið og setja utanumhaldið frekar í kerfi sem hausinn treystir. Matti samsvarar sig best við Grím skipstjóra í Verbúðinni en það er fyrst og fremst vegna þess að Grímur minnir hann svo á pabba sinn. 29. apríl 2023 10:00 „Að þurfa að harka fyrir sínu sem íþróttakona er orðið vel þreytt“ Kristín Sverrisdóttir verkstjóri í framleiðsludeild hjá Össur og ráðstefnustýra UAK (Ungra athafnakvenna) hefur frá Covid hafið daginn á hugmyndafræði sem hún lærði úr bókinni Miracle Morning. Kristín hefur líka vanið sig á að vera með slökkt á öppum í símanum sínum fyrir klukkan átta á morgnana. 22. apríl 2023 10:00 „Sítt að aftan“ tískan kom út eins og hann hefði sofið með rúllur Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie, er einn þeirra sem á það til að sofa fyrir framan sjónvarpið á kvöldin, áður en hann síðan fer inn að sofa um klukkan ellefu. Jón fer yfir dagskrá dagsins í baði á morgnana. 15. apríl 2023 10:01 Spilasjúkar mæðgur sem byrja daginn á spili og spjalli Það ber ekki öllum saman um það hvenær Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna 78 vaknar á morgnana. Sjálf segist hún vakna klukkan sex en dæturnar eru því alls ekki sammála. Tótla segist hrærast í skipulögðu kaósi, með góða yfirsýn yfir skipulagið sem þó enginn annar gæti gengið inn í. 8. apríl 2023 10:02 Getur verið fyndið að lesa tölvupósta frá sjálfum sér á morgnana Björn Brynjúlfur Björnsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Moodup og Frama, segir það geta verið fyndið að opna tölvupósta frá sjálfum sér á morgnana og átta sig á því að góða hugmyndin sem hann sendi sjálfum sér til minnis kvöldinu áður er kannski ekkert eins góð þegar hann vaknar. 1. apríl 2023 10:01 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna yfirleitt klukkan sjö alla daga vikunnar. Ég er mjög mikil morgunmanneskja, vakna í góðu skapi og þykir þetta yfirleitt besti tími dagsins, bæði á virkum dögum og um helgar. Í mörg ár vaknaði ég mikið fyrr en undanfarið legg ég upp með að ná alltaf sjö og hálftum til átta tíma svefni og þá hentar vel að vakna á þessum tíma.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? Í nokkra mánuði núna höfum við Íris kærastan mín átt alveg yndislega morgunhefð þar sem við fáum okkur kaffi saman, borðum croissant og spilum Backgammon áður en við förum í vinnuna. Annaðhvort hellum við upp á bolla heima eða förum í göngutúr á næsta kaffihús. Ekkert smá kósý samverustund og góð byrjun á deginum … sérstaklega ef maður nær að vinna leik dagsins!“ Á skalanum 1-10: Hversu fyndinn ertu? „Og sæll, þetta er rosaleg spurning haha! Ég ætla gefa mér „above average" en samt diplómatíska 7,5! Það er yfirleitt mjög stutt í grín hjá mér og helst svolítið svartur húmor eða eitthvað sem er bannað að segja. Mér finnst það mjög fyndið. En húmor er svo rosalega afstæður - mig langar að segja að ég geti verið mjög fyndinn í kringum mína nánustu en svo er alveg örugglega fullt af fólki sem hefur ekkert gaman að mér.“ Egill leggur mikla áherslu á að ná 7,5-8 klukkustunda svefni og í skipulagi segist hann vera algjör Apple Notes perri. Stóra skipulagið er í Google Calendar en í Notes heldur hann utan um markmið, verkefnalista, hugmyndir og fleira.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Við erum á lokametrunum með að flytja Górillu Vöruhús upp á Korputorg í fjórfalt stærra húsnæði! Það hefur verið stóra verkefnið síðustu tólf mánuði. Annars er mitt daglega starf mjög skemmtilegt og er fyrst og fremst fólgið í því að hitta frumvöðla og stjórnendur fyrirtækja og hjálpa þeim að gera reksturinn sinn betri!“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég er algjör Apple Notes perri og skrifa þar niður allt sem skiptir máli. Stóra skipulagið er í Google Calendar eins og fundir, stór verkefni og slíkt. En svo er ég með mörg hundruð glugga í gangi í Notes þar sem ég held utan um markmið, verkefni, to-do lista, hugmyndir og svo framvegis.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Við erum að yfirleitt að loka augunum um og uppúr klukkan ellefu en nú fer alltaf að vera erfiðara og erfiðara að skríða upp í rúm þegar það er orðið svona bjart á kvöldin.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Samsvarar sig best við Grím skipstjóra í Verbúðinni Matti Osvald markþjálfi og fyrirlesari segir skipulagið sitt ganga út á að halda ekki utan um verkefni í höfðinu, heldur tæma höfuðið og setja utanumhaldið frekar í kerfi sem hausinn treystir. Matti samsvarar sig best við Grím skipstjóra í Verbúðinni en það er fyrst og fremst vegna þess að Grímur minnir hann svo á pabba sinn. 29. apríl 2023 10:00 „Að þurfa að harka fyrir sínu sem íþróttakona er orðið vel þreytt“ Kristín Sverrisdóttir verkstjóri í framleiðsludeild hjá Össur og ráðstefnustýra UAK (Ungra athafnakvenna) hefur frá Covid hafið daginn á hugmyndafræði sem hún lærði úr bókinni Miracle Morning. Kristín hefur líka vanið sig á að vera með slökkt á öppum í símanum sínum fyrir klukkan átta á morgnana. 22. apríl 2023 10:00 „Sítt að aftan“ tískan kom út eins og hann hefði sofið með rúllur Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie, er einn þeirra sem á það til að sofa fyrir framan sjónvarpið á kvöldin, áður en hann síðan fer inn að sofa um klukkan ellefu. Jón fer yfir dagskrá dagsins í baði á morgnana. 15. apríl 2023 10:01 Spilasjúkar mæðgur sem byrja daginn á spili og spjalli Það ber ekki öllum saman um það hvenær Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna 78 vaknar á morgnana. Sjálf segist hún vakna klukkan sex en dæturnar eru því alls ekki sammála. Tótla segist hrærast í skipulögðu kaósi, með góða yfirsýn yfir skipulagið sem þó enginn annar gæti gengið inn í. 8. apríl 2023 10:02 Getur verið fyndið að lesa tölvupósta frá sjálfum sér á morgnana Björn Brynjúlfur Björnsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Moodup og Frama, segir það geta verið fyndið að opna tölvupósta frá sjálfum sér á morgnana og átta sig á því að góða hugmyndin sem hann sendi sjálfum sér til minnis kvöldinu áður er kannski ekkert eins góð þegar hann vaknar. 1. apríl 2023 10:01 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Samsvarar sig best við Grím skipstjóra í Verbúðinni Matti Osvald markþjálfi og fyrirlesari segir skipulagið sitt ganga út á að halda ekki utan um verkefni í höfðinu, heldur tæma höfuðið og setja utanumhaldið frekar í kerfi sem hausinn treystir. Matti samsvarar sig best við Grím skipstjóra í Verbúðinni en það er fyrst og fremst vegna þess að Grímur minnir hann svo á pabba sinn. 29. apríl 2023 10:00
„Að þurfa að harka fyrir sínu sem íþróttakona er orðið vel þreytt“ Kristín Sverrisdóttir verkstjóri í framleiðsludeild hjá Össur og ráðstefnustýra UAK (Ungra athafnakvenna) hefur frá Covid hafið daginn á hugmyndafræði sem hún lærði úr bókinni Miracle Morning. Kristín hefur líka vanið sig á að vera með slökkt á öppum í símanum sínum fyrir klukkan átta á morgnana. 22. apríl 2023 10:00
„Sítt að aftan“ tískan kom út eins og hann hefði sofið með rúllur Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie, er einn þeirra sem á það til að sofa fyrir framan sjónvarpið á kvöldin, áður en hann síðan fer inn að sofa um klukkan ellefu. Jón fer yfir dagskrá dagsins í baði á morgnana. 15. apríl 2023 10:01
Spilasjúkar mæðgur sem byrja daginn á spili og spjalli Það ber ekki öllum saman um það hvenær Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna 78 vaknar á morgnana. Sjálf segist hún vakna klukkan sex en dæturnar eru því alls ekki sammála. Tótla segist hrærast í skipulögðu kaósi, með góða yfirsýn yfir skipulagið sem þó enginn annar gæti gengið inn í. 8. apríl 2023 10:02
Getur verið fyndið að lesa tölvupósta frá sjálfum sér á morgnana Björn Brynjúlfur Björnsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Moodup og Frama, segir það geta verið fyndið að opna tölvupósta frá sjálfum sér á morgnana og átta sig á því að góða hugmyndin sem hann sendi sjálfum sér til minnis kvöldinu áður er kannski ekkert eins góð þegar hann vaknar. 1. apríl 2023 10:01