Stjórnvöld í Moskvu sögð láta undan hótunum Prigozhin Eiður Þór Árnason skrifar 7. maí 2023 12:20 Yevgeny Prigozhin, eigandi Wagner Group, hefur áður sakað rússneska herinn um að reyna að gera út af við málaliðahópinn. Getty/Mikhail Svetlov Leiðtogi Wagner-málaliðahópsins segir yfirvöld í Moskvu hafa fallist á kröfur um aukin skotfæri eftir að hann hótaði að draga menn sína frá borginni Bakhmut í austanverðri Úkraínu fyrir miðja næstu viku. Yevgeny Prigozhin fór ófögrum orðum um rússneska ráðamenn í myndskeiði sem birtist á fimmtudag en eldræðan var tekið upp innan um lík fjölda Wagner-liða. Degi síðar tilkynnti Prigozhin að málaliðahópurinn myndi yfirgefa Bakhmut fyrir 10. maí ef honum yrði ekki útveguð skotfæri. Fyrr í dag mátti greina annan tón hjá leiðtoga hópsins þegar hann sagði Kreml hafa fallist á að veita þær birgðir sem þyrfti til að halda áfram orustunni um borgina. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu og segir nýjustu yfirlýsingu Prigozhin koma fáum á óvart. Stofnandi Wagner-málaliðahópsins hafi reglulega reynt að komast í sviðsljósið með orðsendingum sínum og ekki staðið við hótanir sínar í garð rússneskra stjórnvalda fram að þessu. Hann hefur einkum gagnrýnt að málaliðahópurinn, sem hefur víða barist við hlið rússneska hersins í Úkraínu, hafi ekki fengið nægilegan framlínustuðning frá Rússum. Væru á seinustu byssukúlunum „Shoigu! Gerasimov! Hvar eru skotfærin? Þeir komu hingað sem sjálfboðaliðar og dóu fyrir ykkur þannig að þið gætuð hlaupið í spik á mahóníviðarskrifstofunum ykkar,“ sagði Prigozhin í myndbandinu sem birt var á samfélagsmiðlum á fimmtudag og beindi orðum sínum að Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússa og Valeríj Gerasimov yfirhershöfðingja. Rússneskur stríðsbloggari hafði áður haft eftir Prigozhin að Wagner-liðar væru á síðustu byssukúlunum og vantaði þúsundir slíkra. Fengju þeir ekki nýja sendingu þyrftu þeir annað hvort að hörfa eða deyja. Í gær var svo haft eftir Prigozhin að hann hygðist láta Akhmat-sveitir Tjéténa í Bakhmut, sem leiddar eru af dyggum bandamanni Vladimir Pútíns Rússlandsforseta, eftir framlínur Wagner-liða frá og með 10. maí. Wagner-liðar hafa ásamt rússneskum hermönnum reynt að ná Bakhmut á sitt vald í fleiri mánuði og er orrustan um borgina ein sú langvinnasta og blóðugasta í innrás Rússa í Úkraínu. Málaliðar Wagner-hópsins hafa verið uppistaðan í árásarliði Rússa á svæðinu og telja ráðamenn á Vesturlöndum að þúsundir úr röðum þeirra og rússneska hersins hafi fallið í átökunum. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Segja Kadyrov munu taka við framlínunni í Bakhmut 10. maí Ramzan Kadyrov, leiðtogi Tjéténa og einn dyggasti bandamaður Vladimir Pútíns Rússlandsforseta, hefur boðið liðsmönnum Wagner-málaliðahópsins að ganga til liðs við Akhmat-sveitir sínar í Bakhmut. 6. maí 2023 23:05 Hótar að draga Wagner-liða frá Bakhmút Leiðtogi Wagner-málaliðahópsins rússneska hótar því að draga hermenn sína frá borginni Bakhmút í austanverðri Úkraínu fyrir miðja næstu viku útvegi rússnesk stjórnvöld þeim ekki skotfæri. Hann skýtur föstum skotum á rússneska ráðamenn. 5. maí 2023 09:08 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Sjá meira
Yevgeny Prigozhin fór ófögrum orðum um rússneska ráðamenn í myndskeiði sem birtist á fimmtudag en eldræðan var tekið upp innan um lík fjölda Wagner-liða. Degi síðar tilkynnti Prigozhin að málaliðahópurinn myndi yfirgefa Bakhmut fyrir 10. maí ef honum yrði ekki útveguð skotfæri. Fyrr í dag mátti greina annan tón hjá leiðtoga hópsins þegar hann sagði Kreml hafa fallist á að veita þær birgðir sem þyrfti til að halda áfram orustunni um borgina. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu og segir nýjustu yfirlýsingu Prigozhin koma fáum á óvart. Stofnandi Wagner-málaliðahópsins hafi reglulega reynt að komast í sviðsljósið með orðsendingum sínum og ekki staðið við hótanir sínar í garð rússneskra stjórnvalda fram að þessu. Hann hefur einkum gagnrýnt að málaliðahópurinn, sem hefur víða barist við hlið rússneska hersins í Úkraínu, hafi ekki fengið nægilegan framlínustuðning frá Rússum. Væru á seinustu byssukúlunum „Shoigu! Gerasimov! Hvar eru skotfærin? Þeir komu hingað sem sjálfboðaliðar og dóu fyrir ykkur þannig að þið gætuð hlaupið í spik á mahóníviðarskrifstofunum ykkar,“ sagði Prigozhin í myndbandinu sem birt var á samfélagsmiðlum á fimmtudag og beindi orðum sínum að Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússa og Valeríj Gerasimov yfirhershöfðingja. Rússneskur stríðsbloggari hafði áður haft eftir Prigozhin að Wagner-liðar væru á síðustu byssukúlunum og vantaði þúsundir slíkra. Fengju þeir ekki nýja sendingu þyrftu þeir annað hvort að hörfa eða deyja. Í gær var svo haft eftir Prigozhin að hann hygðist láta Akhmat-sveitir Tjéténa í Bakhmut, sem leiddar eru af dyggum bandamanni Vladimir Pútíns Rússlandsforseta, eftir framlínur Wagner-liða frá og með 10. maí. Wagner-liðar hafa ásamt rússneskum hermönnum reynt að ná Bakhmut á sitt vald í fleiri mánuði og er orrustan um borgina ein sú langvinnasta og blóðugasta í innrás Rússa í Úkraínu. Málaliðar Wagner-hópsins hafa verið uppistaðan í árásarliði Rússa á svæðinu og telja ráðamenn á Vesturlöndum að þúsundir úr röðum þeirra og rússneska hersins hafi fallið í átökunum.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Segja Kadyrov munu taka við framlínunni í Bakhmut 10. maí Ramzan Kadyrov, leiðtogi Tjéténa og einn dyggasti bandamaður Vladimir Pútíns Rússlandsforseta, hefur boðið liðsmönnum Wagner-málaliðahópsins að ganga til liðs við Akhmat-sveitir sínar í Bakhmut. 6. maí 2023 23:05 Hótar að draga Wagner-liða frá Bakhmút Leiðtogi Wagner-málaliðahópsins rússneska hótar því að draga hermenn sína frá borginni Bakhmút í austanverðri Úkraínu fyrir miðja næstu viku útvegi rússnesk stjórnvöld þeim ekki skotfæri. Hann skýtur föstum skotum á rússneska ráðamenn. 5. maí 2023 09:08 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Sjá meira
Segja Kadyrov munu taka við framlínunni í Bakhmut 10. maí Ramzan Kadyrov, leiðtogi Tjéténa og einn dyggasti bandamaður Vladimir Pútíns Rússlandsforseta, hefur boðið liðsmönnum Wagner-málaliðahópsins að ganga til liðs við Akhmat-sveitir sínar í Bakhmut. 6. maí 2023 23:05
Hótar að draga Wagner-liða frá Bakhmút Leiðtogi Wagner-málaliðahópsins rússneska hótar því að draga hermenn sína frá borginni Bakhmút í austanverðri Úkraínu fyrir miðja næstu viku útvegi rússnesk stjórnvöld þeim ekki skotfæri. Hann skýtur föstum skotum á rússneska ráðamenn. 5. maí 2023 09:08