Opið bréf til feminískra og samkynhneigðra andstæðinga trans fólks Hans Alexander Margrétarson Hansen og Anna Íris Pétursdóttir skrifa 7. maí 2023 16:30 Það var að komast í gegn frumvarp í Flórída sem leyfir yfirvöldum að taka börn af foreldrum sínum ef grunur leikur á að þau hafi fengið kynleiðréttandi meðferðir eða að þau muni mögulega verða útsett fyrir þeim í framtíðinni. Frumvarpið er orðað á óskýran hátt og eru ýmis atriði sem hægt er að túlka á ýmsa vegu eftir hentisemi. Ef ríkisstjóri Flórída, Ron DeSantis, skrifar undir verður þetta ritað í lög. Þetta er ógnvænleg þróun og við komumst ekki hjá því að óttast að þessi hatursfulla hreyfing nái að skjóta rótum hér á landi eins og hún hefur nú þegar gert í Bandaríkjunum og fleiri stöðum. Við viljum því nýta þetta tækifæri til að ávarpa þann háværa minnihluta samkynhneigðs fólks og meintra feminista sem hafa ákveðið að setja sig í andstöðu við réttindabaráttu trans fólks. Nú hefur ykkar fylking gert skoðanir sínar nokkuð ljósar, meðal annars með því að leggjast gegn banni bælingarmeðferða fyrir trans fólk og tala opinskátt um að banna kennslu um þessi málefni. En þótt ykkur sé fyrirmunað að sýna trans börnum samkennd, hugsið aðeins um hvernig svona frumvarp hefur áhrif á þá hópa sem þið tilheyrið, eða í tilfelli sumra „feminista“, segist tilheyra. Feministar. Það þarf bara að vera grunur um að barn fái kynleiðréttandi meðferð. Það er ekki þar með sagt að hann þurfi að vera vel rökstuddur, því það er erfitt að sanna að eitthvað muni aldrei gerast.Hversu margir ofbeldismenn haldið þið að munu nýta sér þessi lög til að fá fullt forræði yfir börnum sínum? Hitt foreldrið getur lítið sem ekkert gert, því eins og við segjum, hvernig á það að færa sönnur fyrir því að barn muni ekki mögulega kannski einhvern tímann vera „útsett“ fyrir kynleiðréttandi meðferðum? Og þyrfti þá að sanna að sálfræðimeðferð barns sé ekki tengd kynvitund þess? Hvað ef ung stelpa fellur ekki að viðteknum hugmyndum um kvenleika? Við gerum fastlega ráð fyrir að sem feministar viljið þið að (sís) konur fái að klæða sig eins og þær vilja, hafa alls konar áhugamál og tala opinskátt. Í mars voru önnur lög sett í Tennessee til þess að banna dragsýningar, sett fram af þessari sömu pólitísku hreyfingu. Þessi lög setja blátt bann við því að karlar klæði sig sem konur og konur sem karlar í viðurvist barna. Bann sem hefur nú þegar orðið til þess að sís konur eru áreittar á almenningsklósettum og sakaðar um að vera trans. Það liggur ljóst fyrir að þessi hreyfing leggur öll frávik frá hefðbundnum kynjahlutverkum að jöfnu við transleika. Það þarf ekki nema flökkusögur um að þessi stelpa sé mögulega kannski trans til að hún sé tekin af foreldrum sínum. Af því hún er ekki nógu kvenleg. Hvernig getur það samræmst feminisma? Í beinu framhaldi af þessu, hverjar eru þessar viðteknu hugmyndir um kvenleika? Samkvæmt feðraveldinu er það hlutverk kvenna að elska karlmenn og vera undirgefin þeim. Hvað verður þá um lesbíur, sérstaklega butch lesbíur? Það er vitað mál að þær urðu fyrir skelfilegu ofbeldi síðast þegar lög um kyntjáningu voru til staðar. Þeim var nauðgað, þær barðar og haldið í fangaklefum fyrir það eitt að klæða sig „karlalega“. Haldið þið virkilega að fólkinu sem setur svona lög sé ekki drullusama hvort einhver er lesbía eða trans, ef hún klæðir sig og tjáir á hátt sem ekki samsvarar þeirri mynd af konum sem þau hafa í huga? Munið, til þess að tilkynna foreldra þarf bara að vera grunur. Og ungir samkynhneigðir strákar. Það er mjög nýtt að strákar fái að koma út, hafa áhuga á „stelpulegum“ hlutum, eiga vinkonur og tjá sig „kvenlega“. Lög eins og þessi setja þessa stráka í stórhættu. Af því að nú spyrjum við, hvað haldið þið að taki við þessum börnum í löngu sprungnu fósturkerfi (sem á bara eftir að versna með banni þungunarrofs)?Ef við rembumst við að trúa á það besta í fólki getum við reynt að trúa því að þið haldið að þessi börn fái sálfræðimeðferð og… hvað? „Mannúðlega“ bælingarmeðferð langt í burtu frá öllu sem þau þekkja? Raunin er sú að það sem bíður þessara barna, sem nú verða í fósturkerfinu með engan nákominn til að berjast fyrir réttindum þeirra, er langlíklegast fordómar, ofbeldi, útskúfun og bælingarmeðferð. Það er staðreynd að unglingar eru sjaldnar ættleiddir en yngri börn, hvað þá unglingar sem kerfið hefur sagt að séu rangir og afbrigðilegir. Er þetta í alvörunni betra en að leyfa börnum að njóta vafans undir handleiðslu sérfræðinga, í faðmi fjölskyldu sem elskar þau? Þessi þróun í Bandaríkjunum byrjaði ekki í tómarúmi, fyrst var lagður grunnur fyrir henni með rætnum áróðri sem kom að miklu leyti fram sem falskar áhyggjur af trans börnum - sem komu af stað raunverulegum áhyggjum hjá mörgum. Því við efumst ekki um að mörg þeirra sem hafa mælt gegn því að trans börn fái læknisþjónustu trúi af öllu hjarta að þau séu að bjarga þeim. Og gleymum því ekki hverjir það eru sem standa fyrir þessum lagabreytingum. Það eru ekki málsvarsmenn feminismans eða réttinda samkynhneigðra. Það er Republikanaflokkurinn, sama fólkið sem er að reyna að banna þungunarrof um gjörvöll bandaríkin og vill banna aftur samkynja hjónabönd, sem stendur fyrir þessum lagabreytingum. Hér á Íslandi er það Miðflokkurinn sem hefur helst tekið upp þennan rotna málstað gegn trans fólki. Það er sá flokkur sem beitti sér gegn kynrænu sjálfræði og sá sem er núna að reyna að flytja inn hatursfulla orðræðu frá Bandaríkjunum og Bretlandi, en það er einmitt sá sami flokkur sem barðist ötulast gegn því að þungunarrof yrði heimilað til 22. viku. Transfóbía helst alltaf í hendur við kvenfyrirlitningu og hómófóbíu. Þetta er fólkið sem þið hafið skipað ykkur í fylkingu með. Þeim er í besta falli drullusama um ykkar réttindi, og þeim er 100% drullusama um réttindi barna. Að hóta að taka börnin af fólki vegna kynvitundar þess er kúgunaraðferð og leið til þess að beita börn ofbeldi í skjóli laganna. Þið eruð úti að aka ef þið haldið að þau muni hætta ef þeim tekst að útrýma trans fólki. Hvaða hópur ætli verði næstur? Hvaða hópur hefur sögulega verið sakaður um „grooming“ og barnaníð? Þetta er endurunnin þvæla sem notuð var gegn samkynhneigðum. Þar sem áróður gegn hópi fólks þrífst, þrífst líka ofbeldi og misbeiting valds. Þess vegna eru svona sterk viðbrögð við pistlum sem „eru bara að taka umræðuna“. Því „umræðan“ er sá hluti áróðursins sem hægt er að treysta á að nái til fólks sem er ekki nú þegar orðið hatursfullt. Fólk sem vill börnum allt gott tekur þátt, því það hefur fengið óhugnanlegar upplýsingar frá mistraustverðugum miðlum. Ef þið bæruð hag barna í alvörunni fyrir brjósti, þá mynduð þið ekki standa með fólki sem setur fram svona lög. Þið mynduð setja spurningamerki við að fólk sem er fremst í flokki hinnar svokölluðu gender critical hreyfingar er stutt af nýnasistum og stoltum rasistum. Þið mynduð hlusta á fólk sem hefur eytt ævinni allri í réttindabaráttu, rannsóknir og hagsmunavörslu trans fólks. Í stuttu máli: ef þið ætlið að halda áfram að rægja lækna, sálfræðinga og hagsmunagæslu trans barna þá hlýtur ykkur að vera alveg sama um velferð barna. Allra barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni trans fólks Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það var að komast í gegn frumvarp í Flórída sem leyfir yfirvöldum að taka börn af foreldrum sínum ef grunur leikur á að þau hafi fengið kynleiðréttandi meðferðir eða að þau muni mögulega verða útsett fyrir þeim í framtíðinni. Frumvarpið er orðað á óskýran hátt og eru ýmis atriði sem hægt er að túlka á ýmsa vegu eftir hentisemi. Ef ríkisstjóri Flórída, Ron DeSantis, skrifar undir verður þetta ritað í lög. Þetta er ógnvænleg þróun og við komumst ekki hjá því að óttast að þessi hatursfulla hreyfing nái að skjóta rótum hér á landi eins og hún hefur nú þegar gert í Bandaríkjunum og fleiri stöðum. Við viljum því nýta þetta tækifæri til að ávarpa þann háværa minnihluta samkynhneigðs fólks og meintra feminista sem hafa ákveðið að setja sig í andstöðu við réttindabaráttu trans fólks. Nú hefur ykkar fylking gert skoðanir sínar nokkuð ljósar, meðal annars með því að leggjast gegn banni bælingarmeðferða fyrir trans fólk og tala opinskátt um að banna kennslu um þessi málefni. En þótt ykkur sé fyrirmunað að sýna trans börnum samkennd, hugsið aðeins um hvernig svona frumvarp hefur áhrif á þá hópa sem þið tilheyrið, eða í tilfelli sumra „feminista“, segist tilheyra. Feministar. Það þarf bara að vera grunur um að barn fái kynleiðréttandi meðferð. Það er ekki þar með sagt að hann þurfi að vera vel rökstuddur, því það er erfitt að sanna að eitthvað muni aldrei gerast.Hversu margir ofbeldismenn haldið þið að munu nýta sér þessi lög til að fá fullt forræði yfir börnum sínum? Hitt foreldrið getur lítið sem ekkert gert, því eins og við segjum, hvernig á það að færa sönnur fyrir því að barn muni ekki mögulega kannski einhvern tímann vera „útsett“ fyrir kynleiðréttandi meðferðum? Og þyrfti þá að sanna að sálfræðimeðferð barns sé ekki tengd kynvitund þess? Hvað ef ung stelpa fellur ekki að viðteknum hugmyndum um kvenleika? Við gerum fastlega ráð fyrir að sem feministar viljið þið að (sís) konur fái að klæða sig eins og þær vilja, hafa alls konar áhugamál og tala opinskátt. Í mars voru önnur lög sett í Tennessee til þess að banna dragsýningar, sett fram af þessari sömu pólitísku hreyfingu. Þessi lög setja blátt bann við því að karlar klæði sig sem konur og konur sem karlar í viðurvist barna. Bann sem hefur nú þegar orðið til þess að sís konur eru áreittar á almenningsklósettum og sakaðar um að vera trans. Það liggur ljóst fyrir að þessi hreyfing leggur öll frávik frá hefðbundnum kynjahlutverkum að jöfnu við transleika. Það þarf ekki nema flökkusögur um að þessi stelpa sé mögulega kannski trans til að hún sé tekin af foreldrum sínum. Af því hún er ekki nógu kvenleg. Hvernig getur það samræmst feminisma? Í beinu framhaldi af þessu, hverjar eru þessar viðteknu hugmyndir um kvenleika? Samkvæmt feðraveldinu er það hlutverk kvenna að elska karlmenn og vera undirgefin þeim. Hvað verður þá um lesbíur, sérstaklega butch lesbíur? Það er vitað mál að þær urðu fyrir skelfilegu ofbeldi síðast þegar lög um kyntjáningu voru til staðar. Þeim var nauðgað, þær barðar og haldið í fangaklefum fyrir það eitt að klæða sig „karlalega“. Haldið þið virkilega að fólkinu sem setur svona lög sé ekki drullusama hvort einhver er lesbía eða trans, ef hún klæðir sig og tjáir á hátt sem ekki samsvarar þeirri mynd af konum sem þau hafa í huga? Munið, til þess að tilkynna foreldra þarf bara að vera grunur. Og ungir samkynhneigðir strákar. Það er mjög nýtt að strákar fái að koma út, hafa áhuga á „stelpulegum“ hlutum, eiga vinkonur og tjá sig „kvenlega“. Lög eins og þessi setja þessa stráka í stórhættu. Af því að nú spyrjum við, hvað haldið þið að taki við þessum börnum í löngu sprungnu fósturkerfi (sem á bara eftir að versna með banni þungunarrofs)?Ef við rembumst við að trúa á það besta í fólki getum við reynt að trúa því að þið haldið að þessi börn fái sálfræðimeðferð og… hvað? „Mannúðlega“ bælingarmeðferð langt í burtu frá öllu sem þau þekkja? Raunin er sú að það sem bíður þessara barna, sem nú verða í fósturkerfinu með engan nákominn til að berjast fyrir réttindum þeirra, er langlíklegast fordómar, ofbeldi, útskúfun og bælingarmeðferð. Það er staðreynd að unglingar eru sjaldnar ættleiddir en yngri börn, hvað þá unglingar sem kerfið hefur sagt að séu rangir og afbrigðilegir. Er þetta í alvörunni betra en að leyfa börnum að njóta vafans undir handleiðslu sérfræðinga, í faðmi fjölskyldu sem elskar þau? Þessi þróun í Bandaríkjunum byrjaði ekki í tómarúmi, fyrst var lagður grunnur fyrir henni með rætnum áróðri sem kom að miklu leyti fram sem falskar áhyggjur af trans börnum - sem komu af stað raunverulegum áhyggjum hjá mörgum. Því við efumst ekki um að mörg þeirra sem hafa mælt gegn því að trans börn fái læknisþjónustu trúi af öllu hjarta að þau séu að bjarga þeim. Og gleymum því ekki hverjir það eru sem standa fyrir þessum lagabreytingum. Það eru ekki málsvarsmenn feminismans eða réttinda samkynhneigðra. Það er Republikanaflokkurinn, sama fólkið sem er að reyna að banna þungunarrof um gjörvöll bandaríkin og vill banna aftur samkynja hjónabönd, sem stendur fyrir þessum lagabreytingum. Hér á Íslandi er það Miðflokkurinn sem hefur helst tekið upp þennan rotna málstað gegn trans fólki. Það er sá flokkur sem beitti sér gegn kynrænu sjálfræði og sá sem er núna að reyna að flytja inn hatursfulla orðræðu frá Bandaríkjunum og Bretlandi, en það er einmitt sá sami flokkur sem barðist ötulast gegn því að þungunarrof yrði heimilað til 22. viku. Transfóbía helst alltaf í hendur við kvenfyrirlitningu og hómófóbíu. Þetta er fólkið sem þið hafið skipað ykkur í fylkingu með. Þeim er í besta falli drullusama um ykkar réttindi, og þeim er 100% drullusama um réttindi barna. Að hóta að taka börnin af fólki vegna kynvitundar þess er kúgunaraðferð og leið til þess að beita börn ofbeldi í skjóli laganna. Þið eruð úti að aka ef þið haldið að þau muni hætta ef þeim tekst að útrýma trans fólki. Hvaða hópur ætli verði næstur? Hvaða hópur hefur sögulega verið sakaður um „grooming“ og barnaníð? Þetta er endurunnin þvæla sem notuð var gegn samkynhneigðum. Þar sem áróður gegn hópi fólks þrífst, þrífst líka ofbeldi og misbeiting valds. Þess vegna eru svona sterk viðbrögð við pistlum sem „eru bara að taka umræðuna“. Því „umræðan“ er sá hluti áróðursins sem hægt er að treysta á að nái til fólks sem er ekki nú þegar orðið hatursfullt. Fólk sem vill börnum allt gott tekur þátt, því það hefur fengið óhugnanlegar upplýsingar frá mistraustverðugum miðlum. Ef þið bæruð hag barna í alvörunni fyrir brjósti, þá mynduð þið ekki standa með fólki sem setur fram svona lög. Þið mynduð setja spurningamerki við að fólk sem er fremst í flokki hinnar svokölluðu gender critical hreyfingar er stutt af nýnasistum og stoltum rasistum. Þið mynduð hlusta á fólk sem hefur eytt ævinni allri í réttindabaráttu, rannsóknir og hagsmunavörslu trans fólks. Í stuttu máli: ef þið ætlið að halda áfram að rægja lækna, sálfræðinga og hagsmunagæslu trans barna þá hlýtur ykkur að vera alveg sama um velferð barna. Allra barna.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar