Sjálfsagðir sérfræðingar Friðrik Jónsson skrifar 8. maí 2023 07:00 Það vantar sérfræðinga. Menntaða og þjálfaða sérfræðinga sem staðið geta undir þróun þess hátækni-, hátekju-, lífsgæða- og velferðarsamfélags sem við viljum byggja og búa í. Bæði atvinnulífið og hið opinbera kalla eftir fleiri sérfræðingum. Þegar á hólminn er komið virðist þó takmarkaður vilji til að gera það sem til þarf til að fjölga þeim. Þess vegna hefur verið ánægjulegt að sjá og heyra ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar tala tæpitungulaust um það að efla þurfi háskólastigið og fjölga háskólanemum. Eins og fram kom í greiningu sem unnin var fyrir BHM síðasta haust er aðsókn ungs fólks í háskólanám mun minni en í þeim löndum sem við berum okkur saman við og hér borgar sig síður að afla sér háskólamenntunar. Í sömu greiningu kemur jafnframt fram að sérstaklega halli á karlmenn í þessu samhengi. Það blasir því við að það þarf að hefjast handa hér heima til að leysa skort á sérfræðingum og það strax. Tvennt hefur veruleg áhrif á þennan sérfræðingaskort, annars vegar veruleg vanfjármögnun háskólastigsins og hins vegar samdráttur í stuðningi við háskólanema og kostnaðarauki náms. Hungurleikar háskólanna Í áratugi hefur háskólastigið verið fjársvelt og vanfjármagnað – bæði almennt og í samanburði við okkar helstu nágrannalönd. Því er ánægjulegt að sjá að ráðherra hefur boðað verulega aukin framlög til háskólastigsins. Samkvæmt nýrri fjármálaáætlun verður sú aukning 3,5 milljarðar strax á næsta ári og heildaraukning um 6 milljarðar fram til ársins 2028. Sérstök áhersla verður lögð á að auka framlög til svokallaðra STE(A)M greina í þágu menningar og verðmætasköpunar. Þá er mikilvægt að ekki á að draga úr framlögum til annarra þátta háskólastarfsins, sem þó hefði ekki veitt af styrkingu. Þetta aukna famlag er þarft skref en mun þó ekki duga til að koma okkur á sambærilegan stall og nágrannaríkin. Framkvæmdin er um margt óljós. Það verður að vanda til verka og tryggja sátt og samstarf þannig að mikilsverð markmið náist. Hér er rétt að árétta tillögu BHM í aðdraganda nýgerðra kjarasamninga um að stjórnvöld marki atvinnu- og menntastefnu í samstarfi við aðila vinnumarkaðar þar sem litið verði til tengsla menntunar, vinnumarkaðar, lífskjara og hagvaxtar og búa til heilsteypta stefnu til betri lífskjara. Það skiptir gríðarlegu máli að vel takist til og það er mikið undir. Menntasjóður missir marks Meintar umbætur á starfsemi og stuðningskerfi Menntasjóðs námsmanna virðast hafa algerlega misfarist. Í öflugri og mjög athyglisverðri kynningarherferð Landssambands íslenskra stúdenta (LÍS) frá því í vor er vakin athygli á að verulega hafi dregið úr fjölda þeirra sem nýta sér sjóðinn. Skólaárið 2009-2010 tóku 12.393 háskólanemar námslán en tíu árum síðar voru þeir orðnir 4.979. Þessar tölur vekja upp mikilvægar spurningar um aðgengi að háskólamenntun í íslensku samfélagi. Rétt er að taka undir þetta hjá LÍS, enda án efa einn þáttur í því að hér sækja sér mun færri háskóla- og sérfræðimenntun en annars staðar. Lágt framfærsluviðmið, háir vextir, háar afborganir og hlutfallslega takmarkaðir styrkir einkenna íslenska stuðningskerfið við námsmenn og því er von að stúdentar spyrji hvort háskólanám á Íslandi sé einungis fyrir þau sem þurfa ekki fjárhagsaðstoð. Að minnsta kosti virðist æ minna fara fyrir jöfnunarhlutverki sjóðsins og virði þess að tryggja jöfn tækifæri til náms. Menntun sem ekki sést á launaseðlum Ekki er hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að virði menntunar og sérfræðikunnáttu er vanmetin til launa. Hér hallar sérstaklega á konur. Þær sinna í miklum meirihluta þeim opinberu sérfræðistörfum sem eru samkvæmt öllum rannsóknum og mælingum undirverðlögð og vanmetin. Þar hjálpar ekki ofuráhersla á lægstu laun, bæði í kjarasamningum og skattastefnu. Sérfræðingum er ætlað bæði að halda aftur af sér í launakröfum og greiða hlutfallslega mun hærri skatta. Á sama tíma dugar meintur virðisauki vegna menntunar hvorki til að greiða af námslánum né tryggja ævitekjur til samræmis. Er furða þó mönnunarvandi til dæmis í heilbrigðiskerfinu, sem að stærstum hluta byggir á vinnuframlagi sérfræðimenntaðra kvenna, aukist með hverju árinu? Sérfræðingar að sunnan Stjórnvöld hafa kynnt áform um að auðvelda sérfræðingum frá svonefndum þriðju ríkjum að starfa á Íslandi. Það er um margt jákvæð og eðlileg þróun en slík rýmkun mun ekki verða til þess að mæta þeim sérfræðingaskorti sem við búum við. Enn síður getur það komið í veg fyrir að bæta verulega úr stuðningi við háskólastigið og við námsmenn hérlendis. Að auki er hér ákveðin siðferðileg áhætta á ferðum því sérfræðingavandi Íslands getur ekki reitt sig á öfugan spekileka frá öðrum löndum, og þá sérstaklega frá þróunarríkjum, til að leysa þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í þessum efnum. Ágætis byrjun Aukin fjárframlög til háskólastigsins sem boðuð er í fjármálaáætlun er ágætis byrjun, en mun betur má ef duga skal. Auðveldum endilega erlendum sérfræðingum að flytja til Íslands og bæta í okkar sérfræðingaflóru, en fyrst og fremst verðum við að vera viljug til að fjárfesta í okkar eigin fólki. Búa til jákvæða hvata til menntunar, tryggja að menntun skili sér í launum fólks og byggja þannig undir framtíðarhagvöxt, lífsgæði og velferð. Höfundur er formaður BHM – Bandalags háskólamanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Jónsson Vinnumarkaður Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Það vantar sérfræðinga. Menntaða og þjálfaða sérfræðinga sem staðið geta undir þróun þess hátækni-, hátekju-, lífsgæða- og velferðarsamfélags sem við viljum byggja og búa í. Bæði atvinnulífið og hið opinbera kalla eftir fleiri sérfræðingum. Þegar á hólminn er komið virðist þó takmarkaður vilji til að gera það sem til þarf til að fjölga þeim. Þess vegna hefur verið ánægjulegt að sjá og heyra ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar tala tæpitungulaust um það að efla þurfi háskólastigið og fjölga háskólanemum. Eins og fram kom í greiningu sem unnin var fyrir BHM síðasta haust er aðsókn ungs fólks í háskólanám mun minni en í þeim löndum sem við berum okkur saman við og hér borgar sig síður að afla sér háskólamenntunar. Í sömu greiningu kemur jafnframt fram að sérstaklega halli á karlmenn í þessu samhengi. Það blasir því við að það þarf að hefjast handa hér heima til að leysa skort á sérfræðingum og það strax. Tvennt hefur veruleg áhrif á þennan sérfræðingaskort, annars vegar veruleg vanfjármögnun háskólastigsins og hins vegar samdráttur í stuðningi við háskólanema og kostnaðarauki náms. Hungurleikar háskólanna Í áratugi hefur háskólastigið verið fjársvelt og vanfjármagnað – bæði almennt og í samanburði við okkar helstu nágrannalönd. Því er ánægjulegt að sjá að ráðherra hefur boðað verulega aukin framlög til háskólastigsins. Samkvæmt nýrri fjármálaáætlun verður sú aukning 3,5 milljarðar strax á næsta ári og heildaraukning um 6 milljarðar fram til ársins 2028. Sérstök áhersla verður lögð á að auka framlög til svokallaðra STE(A)M greina í þágu menningar og verðmætasköpunar. Þá er mikilvægt að ekki á að draga úr framlögum til annarra þátta háskólastarfsins, sem þó hefði ekki veitt af styrkingu. Þetta aukna famlag er þarft skref en mun þó ekki duga til að koma okkur á sambærilegan stall og nágrannaríkin. Framkvæmdin er um margt óljós. Það verður að vanda til verka og tryggja sátt og samstarf þannig að mikilsverð markmið náist. Hér er rétt að árétta tillögu BHM í aðdraganda nýgerðra kjarasamninga um að stjórnvöld marki atvinnu- og menntastefnu í samstarfi við aðila vinnumarkaðar þar sem litið verði til tengsla menntunar, vinnumarkaðar, lífskjara og hagvaxtar og búa til heilsteypta stefnu til betri lífskjara. Það skiptir gríðarlegu máli að vel takist til og það er mikið undir. Menntasjóður missir marks Meintar umbætur á starfsemi og stuðningskerfi Menntasjóðs námsmanna virðast hafa algerlega misfarist. Í öflugri og mjög athyglisverðri kynningarherferð Landssambands íslenskra stúdenta (LÍS) frá því í vor er vakin athygli á að verulega hafi dregið úr fjölda þeirra sem nýta sér sjóðinn. Skólaárið 2009-2010 tóku 12.393 háskólanemar námslán en tíu árum síðar voru þeir orðnir 4.979. Þessar tölur vekja upp mikilvægar spurningar um aðgengi að háskólamenntun í íslensku samfélagi. Rétt er að taka undir þetta hjá LÍS, enda án efa einn þáttur í því að hér sækja sér mun færri háskóla- og sérfræðimenntun en annars staðar. Lágt framfærsluviðmið, háir vextir, háar afborganir og hlutfallslega takmarkaðir styrkir einkenna íslenska stuðningskerfið við námsmenn og því er von að stúdentar spyrji hvort háskólanám á Íslandi sé einungis fyrir þau sem þurfa ekki fjárhagsaðstoð. Að minnsta kosti virðist æ minna fara fyrir jöfnunarhlutverki sjóðsins og virði þess að tryggja jöfn tækifæri til náms. Menntun sem ekki sést á launaseðlum Ekki er hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að virði menntunar og sérfræðikunnáttu er vanmetin til launa. Hér hallar sérstaklega á konur. Þær sinna í miklum meirihluta þeim opinberu sérfræðistörfum sem eru samkvæmt öllum rannsóknum og mælingum undirverðlögð og vanmetin. Þar hjálpar ekki ofuráhersla á lægstu laun, bæði í kjarasamningum og skattastefnu. Sérfræðingum er ætlað bæði að halda aftur af sér í launakröfum og greiða hlutfallslega mun hærri skatta. Á sama tíma dugar meintur virðisauki vegna menntunar hvorki til að greiða af námslánum né tryggja ævitekjur til samræmis. Er furða þó mönnunarvandi til dæmis í heilbrigðiskerfinu, sem að stærstum hluta byggir á vinnuframlagi sérfræðimenntaðra kvenna, aukist með hverju árinu? Sérfræðingar að sunnan Stjórnvöld hafa kynnt áform um að auðvelda sérfræðingum frá svonefndum þriðju ríkjum að starfa á Íslandi. Það er um margt jákvæð og eðlileg þróun en slík rýmkun mun ekki verða til þess að mæta þeim sérfræðingaskorti sem við búum við. Enn síður getur það komið í veg fyrir að bæta verulega úr stuðningi við háskólastigið og við námsmenn hérlendis. Að auki er hér ákveðin siðferðileg áhætta á ferðum því sérfræðingavandi Íslands getur ekki reitt sig á öfugan spekileka frá öðrum löndum, og þá sérstaklega frá þróunarríkjum, til að leysa þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í þessum efnum. Ágætis byrjun Aukin fjárframlög til háskólastigsins sem boðuð er í fjármálaáætlun er ágætis byrjun, en mun betur má ef duga skal. Auðveldum endilega erlendum sérfræðingum að flytja til Íslands og bæta í okkar sérfræðingaflóru, en fyrst og fremst verðum við að vera viljug til að fjárfesta í okkar eigin fólki. Búa til jákvæða hvata til menntunar, tryggja að menntun skili sér í launum fólks og byggja þannig undir framtíðarhagvöxt, lífsgæði og velferð. Höfundur er formaður BHM – Bandalags háskólamanna
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun