Hækkar laun um 45 prósent rétt fyrir kosningar Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2023 13:31 Maður gengur hjá myndum af Recep Tayyip Erdogan og Kemal Kilicdaroglu í Istanbúl. AP/Emrah Gurel Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, tilkynnti í morgun að laun opinberra starfsmanna yrðu hækkuð um 45 prósent. Nokkrir dagar eru í forsetakosningar í Tyrklandi en skoðanakannanir gefa til kynna að Erdogan sé í vandræðum. Þetta er í annað sinn á nokkrum mánuðum sem forsetinn hækkar laun opinberra starfsmanna í Tyrklandi um tugi prósenta. Hann tilkynnti hækkunina í sjónvarpsávarpi í morgun og sagði hann að hækkunin myndi ná til um sjö hundruð þúsund manns. Slæmt ásigkomulag hagkerfis Tyrklands hefur komið niður á kosningabaráttu Erdogans fyrir forsetakosningarnar seinna í mánuðinum. Erdogan leiðir Réttlætis- og þróunarflokkinn í Tyrklandi eða AKP. Hann er fæddur árið 1954 og hefur verið við völd í Tyrklandi í tvo áratugi. Hann varð fyrst forsætisráðherra árið 2003 en varð í kjölfarið forseti árið 2014. Hann mátti ekki verða forsætisráðherra aftur þar sem hann hafði setið þrjú kjörtímabili. AKP-flokkurinn beitti sér þá fyrir því að færa völd til forsetaembættisins og varð Erdogan kjörinn forseti. Völd forsetaembættisins hafa verið aukin til muna og hefur Erdogan verið lýst sem valdamesta manni Tyrklands frá dögum Atatúrks. Hermenn reyndu að ræna völdum af Erdogan árið 2016 en í kjölfar þess fóru forsvarsmenn AKP í umfangsmiklar hreinsanir í Tyrklandi þar sem tugir þúsunda voru fangelsaðir og reknir úr störfum. Recep Tayyip Erdogan hefur verið við völd í Tyrklandi í tvo áratugi.AP/Burhan Ozbilici Líklega tvær lotur Tyrkir ganga til kosninga þann 14. maí, í fyrstu lotu nýrra forsetakosninga. Þrír menn hafa boðið sig fram gegn Erdogan. Einn þeirra stendur þó öðrum framar, miðað við skoðanakannanir og það er Kemal Kilicdaroglu, sem er frambjóðandi bandalags stjórnarandstöðuflokka í Tyrklandi. Hann hefur mælst með naumt forskot á Erdogan Sjá einnig: Stjórnarandstaðan sameinast um mótframbjóðanda gegn Erdogan Kilicdaroglu hefur heitið því að auka frelsi og lýðræði í Tyrklandi á nýjan leik og gera stefnubreytingu með því markmið að færa Tyrkland nær Vesturlöndum aftur. Samkvæmt frétt BBC búast sérfræðingar við því að enginn frambjóðandi muni fá meira en helming atkvæða og því þurfi að halda aðrar kosningar þann 28. maí. Umfjöllun fjölmiðla í Tyrklandi þykir halla á stjórnarandstöðuna.AP/Emrah Gurel Kvörtuðu yfir ósanngjarnri kosningabaráttu Forsvarsmenn stjórnarandstöðunnar kvörtuðu í gær yfir yfirráðum Erdogans á fjölmiðlum í Tyrklandi og sögðu kosningabaráttuna vera ósanngjarna. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er mikið til í því. Ríkisstjórnin, AKP og bakhjarlar flokksins stjórna um níutíu prósentum af fjölmiðlum Tyrklands, samkvæmt Blaðamönnum án landamæra, og hefur Erdogan fengið mun meiri og jákvæðari umfjöllun en Kilicdaroglu Stjórnarandstaðan vísar til þess að í apríl hafi verið fjallað um Erdogan í um 33 klukkustundir í stærstu sjónvarpsstöð landsins í ríkiseigu. Á sama tímabili mun hafa verið fjallað um Kilicdaroglu í 32 mínútur. Jarðskjálftinn kemur niður á Erdogan Jarðskjálftahrina sem lék íbúa Suður-Tyrklands grátt fyrr á árinu og viðbrögð stjórnvalda við hamförunum hafa komið niður á vinsældum Erdogans. Blaðamaður BBC ræddi til að mynda við konu sem sagðist vilja sjá Erdogan dauðan. Það sagði hin 68 ára gamla kona, þrátt fyrir að hægt sé að dæma fólk í fangelsi fyrir að móðga forsetann. Tyrkir hafa margir hverjir gagnrýnt ríkisstjórn Tyrklands harðlega í kjölfar jarðskjálftanna, sem tugur þúsunda dóu vegna í Tyrkalndi og í Sýrlandi. Opinberar tölur segja rúmlega fimmtíu þúsund hafa dáið, bæði í Tyrklandi og í Sýrlandi, en talið er að raunverulegur fjöldi látinna sé mögulega mun hærri. Erdogan hefur verið sakaður um að leyfa verktökum að brjóta lög um byggingar húsa og að eftirlit með nýbyggingum hafi verið lítið sem ekkert. Tyrkir hafa einnig kvartað sáran yfir efnhagsaðstæðum í Tyrklandi, þar sem verðbólga er mjög há. Erdogan hefur heitið því að draga úr verðbólgu og lækka stýrivexti. Can Selcuki, stjórnmálasérfræðingur sem BBC ræddi við, segir að jarðskjálftinn og verðbólgan muni þó ekkert koma niður á Erdogan. Kosningarnar snúist ekki um frammistöðu hans heldur persónu. „Þeir sem vilja hann, vilja hann sama hvað.“ Tyrkland Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Þetta er í annað sinn á nokkrum mánuðum sem forsetinn hækkar laun opinberra starfsmanna í Tyrklandi um tugi prósenta. Hann tilkynnti hækkunina í sjónvarpsávarpi í morgun og sagði hann að hækkunin myndi ná til um sjö hundruð þúsund manns. Slæmt ásigkomulag hagkerfis Tyrklands hefur komið niður á kosningabaráttu Erdogans fyrir forsetakosningarnar seinna í mánuðinum. Erdogan leiðir Réttlætis- og þróunarflokkinn í Tyrklandi eða AKP. Hann er fæddur árið 1954 og hefur verið við völd í Tyrklandi í tvo áratugi. Hann varð fyrst forsætisráðherra árið 2003 en varð í kjölfarið forseti árið 2014. Hann mátti ekki verða forsætisráðherra aftur þar sem hann hafði setið þrjú kjörtímabili. AKP-flokkurinn beitti sér þá fyrir því að færa völd til forsetaembættisins og varð Erdogan kjörinn forseti. Völd forsetaembættisins hafa verið aukin til muna og hefur Erdogan verið lýst sem valdamesta manni Tyrklands frá dögum Atatúrks. Hermenn reyndu að ræna völdum af Erdogan árið 2016 en í kjölfar þess fóru forsvarsmenn AKP í umfangsmiklar hreinsanir í Tyrklandi þar sem tugir þúsunda voru fangelsaðir og reknir úr störfum. Recep Tayyip Erdogan hefur verið við völd í Tyrklandi í tvo áratugi.AP/Burhan Ozbilici Líklega tvær lotur Tyrkir ganga til kosninga þann 14. maí, í fyrstu lotu nýrra forsetakosninga. Þrír menn hafa boðið sig fram gegn Erdogan. Einn þeirra stendur þó öðrum framar, miðað við skoðanakannanir og það er Kemal Kilicdaroglu, sem er frambjóðandi bandalags stjórnarandstöðuflokka í Tyrklandi. Hann hefur mælst með naumt forskot á Erdogan Sjá einnig: Stjórnarandstaðan sameinast um mótframbjóðanda gegn Erdogan Kilicdaroglu hefur heitið því að auka frelsi og lýðræði í Tyrklandi á nýjan leik og gera stefnubreytingu með því markmið að færa Tyrkland nær Vesturlöndum aftur. Samkvæmt frétt BBC búast sérfræðingar við því að enginn frambjóðandi muni fá meira en helming atkvæða og því þurfi að halda aðrar kosningar þann 28. maí. Umfjöllun fjölmiðla í Tyrklandi þykir halla á stjórnarandstöðuna.AP/Emrah Gurel Kvörtuðu yfir ósanngjarnri kosningabaráttu Forsvarsmenn stjórnarandstöðunnar kvörtuðu í gær yfir yfirráðum Erdogans á fjölmiðlum í Tyrklandi og sögðu kosningabaráttuna vera ósanngjarna. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er mikið til í því. Ríkisstjórnin, AKP og bakhjarlar flokksins stjórna um níutíu prósentum af fjölmiðlum Tyrklands, samkvæmt Blaðamönnum án landamæra, og hefur Erdogan fengið mun meiri og jákvæðari umfjöllun en Kilicdaroglu Stjórnarandstaðan vísar til þess að í apríl hafi verið fjallað um Erdogan í um 33 klukkustundir í stærstu sjónvarpsstöð landsins í ríkiseigu. Á sama tímabili mun hafa verið fjallað um Kilicdaroglu í 32 mínútur. Jarðskjálftinn kemur niður á Erdogan Jarðskjálftahrina sem lék íbúa Suður-Tyrklands grátt fyrr á árinu og viðbrögð stjórnvalda við hamförunum hafa komið niður á vinsældum Erdogans. Blaðamaður BBC ræddi til að mynda við konu sem sagðist vilja sjá Erdogan dauðan. Það sagði hin 68 ára gamla kona, þrátt fyrir að hægt sé að dæma fólk í fangelsi fyrir að móðga forsetann. Tyrkir hafa margir hverjir gagnrýnt ríkisstjórn Tyrklands harðlega í kjölfar jarðskjálftanna, sem tugur þúsunda dóu vegna í Tyrkalndi og í Sýrlandi. Opinberar tölur segja rúmlega fimmtíu þúsund hafa dáið, bæði í Tyrklandi og í Sýrlandi, en talið er að raunverulegur fjöldi látinna sé mögulega mun hærri. Erdogan hefur verið sakaður um að leyfa verktökum að brjóta lög um byggingar húsa og að eftirlit með nýbyggingum hafi verið lítið sem ekkert. Tyrkir hafa einnig kvartað sáran yfir efnhagsaðstæðum í Tyrklandi, þar sem verðbólga er mjög há. Erdogan hefur heitið því að draga úr verðbólgu og lækka stýrivexti. Can Selcuki, stjórnmálasérfræðingur sem BBC ræddi við, segir að jarðskjálftinn og verðbólgan muni þó ekkert koma niður á Erdogan. Kosningarnar snúist ekki um frammistöðu hans heldur persónu. „Þeir sem vilja hann, vilja hann sama hvað.“
Tyrkland Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira