Fjölskylduvænni vinnustaður: Hvetur fleiri verslanir til að loka klukkan fimm Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. maí 2023 07:01 Úlfar Finsen, eigandi Módern verslunarinnar, segir tímabært að endurskoða þá hefð að sérvöruverslanir séu opnar til klukkan sex á daginn. Módern lokar núna klukkan fimm og segir Úlfar kauphegðun viðskiptavina einfaldlega hafa breyst, bæði í kjölfar Covid og eins með tilkomu netsins. Eðlilegt sé að skoða breyttan vinntíma verslunarfólks þannig að störf í verslun- og þjónustu séu fjölskylduvænni þar sem það er hægt. Vísir/Vilhelm „Kauphegðun fólks hefur breyst svo mikið síðustu árin en opnunartími sérverslana hefur ekki þróast í samræmi,“ segir Úlfar Finsen, eigandi Módern húsgagnaverslunarinnar. „Í dag er mesta traffíkin til okkar á milli klukkan eitt og þrjú á daginn en færri sem koma á milli klukkan fimm og sex.“ Nýverið breytti Módern opnunartímanum sínum þannig að verslunin er opin frá klukkan tíu til fimm en ekki ellefu til sex eins og algengt er. Að mati Úlfars er orðið tímabært að verslunargeirinn endurskoði þennan rótgróna opnunartíma. Hann sé hreinlega ekki í takt við tímann. Ekki aðeins hafi kauphegðun fólks breyst, heldur hefur það oft gert fólki erfitt fyrir að starfa við verslun og þjónustu einfaldlega vegna þess að það er opið til klukkan sex. „Við sem störfum hér erum flest með börn. Við hjónin eigum sjálf tvö börn sem eru sex og níu ára. Að loka klukkan fimm á daginn í staðinn fyrir klukkan sex er ekki samanburðarhæft. Áður var það til dæmis borin von að ég eldaði kvöldmat heima. Því þegar að ég lokaði klukkan sex, gerði upp kassann og keyrði heim, var klukkan orðin um korter í sjö þegar ég var komin þangað og hreinlega of seint að byrja að elda kvöldmat,“ segir Úlfar. Áhrifavaldar: Netið og Covid Úlfar rekur Módern ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Rut Jónsdóttur. Þau hófu reksturinn 2006 og þekkja því umhverfi sérvöruverslana frá því fyrir hrun. Úlfar segir að auðvitað hafi ládeyða einkennt verslunarrekstur fyrstu árin eftir hrun. „En þegar verslun fór að glæðast á ný hefur maður séð kauphegðun fólks breytast. Sérstaklega eftir Covid. Fólk virðist hafa meiri sveigjanleika til að koma í verslunina á daginn en ekki eftir klukkan fimm eins og einu sinni var. Því áður var traffíkin mest í lok dags og á laugardögum. Þetta hefur gjörbreyst.“ Úlfar segir marga aðra þætti líka hafa haft áhrif. „Netið hefur breytt rosalega miklu. Því fyrsti búðarglugginn sem fólk skoðar er á netinu. Þetta þýðir að fólk er ekki eins mikið að rápa í búðir til að skoða eins og það gerði einu sinni. Þegar fólk kemur til okkar er það vel undirbúið og er kannski að velja á milli tveggja valkosta en veit hvað það vill,“ segir Úlfar og bætir við: ,,Þá hefur það líka breyst að netið hefur aukið álagið á starfsfólk því fyrirspurnir í gegnum samfélagsmiðla eins og Facebook, Instagram eða í tölvupósti eru orðnar svo margar. Þetta er vinna sem gott er að leysa úr fyrr á morgnana og þess vegna á það betur við að opna klukkan tíu á morgnana en ekki ellefu eins og við gerðum áður.“ Úlfar telur breytinguna vera í takt við það sem er að gerast víða annars staðar. „Við sjáum erlendis að opnunartími verslana er að breytast víða. Að minnsta kosti í þessum sérvörugeira. Á sumum stöðum er það jafnvel þannig að verslanir eru almennt lokaðar nema þegar fólk pantar sér skoðunar- og ráðgjafatíma. Það er hægt hjá okkur líka í gegnum Noona appið.“ Þá segir Úlfar tíðarandann hafa breyst mikið. Maður fann það mikið í kjölfar umræðunnar um styttingu vinnuvikunnar að fólk er farið að horfa á þessa hluti öðruvísi en áður. Það þykir jákvætt í dag að bjóða upp á fjölskylduvænni vinnustaði og fólk er almennt farið að meta hlutina öðruvísi: Velur að vera meira með börnunum sínum og ganga frá erindum fyrr á daginn þegar hægt er og svo framvegis. Opnunartími verslana hefur hins vegar ekki þróast í takt við það hvernig tíðarandinn hefur þróast, kauphegðunin breyst eða með nýjungum eins og netverslun.“ Úlfar segir mestu traffíkina í verslunina vera á milli klukkan eitt og þrjú á virkum dögum, en ekki síðdegis og á laugardögum eins og áður var. Þá segir hann það líka liðna tíð að margir séu að rápa í margar sérvöruverslanir til að skoða úrvalið. Nú skoði fólk úrvalið á netinu og komi nokkuð vel undirbúið inn í sérvöruverslanir eins og Módern.Vísir/Vilhelm Margvíslegur ávinningur fyrir verslanir Úlfar hvetur aðra verslunareigendur til að skoða breyttan opnunartíma og loka klukkan fimm, sérstaklega í sérvörugeiranum. „Ég hlakka svolítið til þegar við förum í ráðningar næst. Því það verður allt annað að finna fólk til starfa með opnunartíma klukkan fimm frekar en klukkan sex. Að vinna frá klukkan tíu til fimm er svo miklu fjölskylduvænni vinnutími.“ Enda segir Úlfar það löngu þekkt að opnunartími klukkan sex hefur oft gert fólki erfitt fyrir. „Auðvitað leysir fólk úr málum með því að skiptast á og reyna að búa til einhvers konar fyrirkomulag þannig að hitt foreldrið geti sótt eða skutlað börnum og svo framvegis. En vinnutíminn til klukkan sex getur oft verið íþyngjandi og fælt frá að vinna í verslun.“ Úlfar viðurkennir að auðvitað hafi það tekið þau hjónin nokkuð langan tíma að taka þessa ákvörðun. Því að opnunartími til klukkan sex sé rótgróin hefð á Íslandi. „En við horfðum á tölurnar og hvernig þær höfðu breyst. Einu sinni var um 80% af sölunni okkar að fara fram á milli klukkan fjögur og sex á daginn og á laugardögum. Þetta á ekki við lengur því fólk er að meta þennan tíma öðruvísi í sínu lífi. Það er reyndar ágætt að taka það fram að við breyttum opnunartímanum bara 1.maí þannig að það er stutt síðan. En við höfum aldrei selt meira en nú og þess vegna metum við það svo að það sé ekki tíminn á milli fimm og sex sem skiptir máli því kauphegðunin hefur hreinlega breyst.“ Margt hafi líka opnast sem ný tækifæri. „Ég nefni sem dæmi kaupendur á landsbyggðinni. Í Covid gerðist það að við vorum sí og æ með símann á lofti að sýna fólki og taka samtölin við þau með vídeói. Þetta er enn þá. Ég get verið með viðskiptavin á Akureyri og er að taka söluráðgjöfina með vídeói. Fólk á landsbyggðinni er líka farið að nýta sér netverslunina mikið. Þá hafa opnast ný tækifæri með bókunarkerfum eins og Noona. Fólk getur bókað hjá okkur söluráðgjöf og skoðun og ef það þarf að koma á milli klukkan fimm og sex, þá er það ekkert mál því auðvitað viljum við vera á staðnum þegar fólk þarf á okkur að halda.“ Úlfar segist sjálfur telja að þróunin verði í þá áttina að opnunartími verslana muni breytast. Ég vil bara benda á að miðað við hvað það eru miklar breytingar búnar að vera síðustu árin þá hafa breytingarnar ekki verið í samræmi við þróunina hjá mörgu verslunarfólki. Það er eitthvað ójafnvægi þar, að minnsta kosti víða þótt auðvitað eigi það ekki alltaf við að verslanir geti þjónustu sinnar vegna lokað klukkan fimm. En ég myndi tvímælalaust hvetja fleiri til að gera það og skapa um leið fjölskylduvænni vinnustaði og þó án þess að skerða þjónustuna. Því það höfum við svo sannarlega ekki gert.“ Verslun Stjórnun Starfsframi Mannauðsmál Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Forstjórinn tók vakt í vöruhúsinu, fagsölumaðurinn gerði blómvendi og vörustjórinn fór á kassa „Forstjórinn og launafulltrúinn tóku til dæmis vakt í vöruhúsinu. Fjármálastjórinn og deildarstjóri UT tóku vakt í pípudeild og einn af fagsölumönnunum okkar sem starfar við að selja stórum verktökum fór í Blómaval og gerði blómvendi!“ nefnir Edda Björk Kristjánsdóttir mannauðstjóri Húsasmiðjunnar sem dæmi um starfaskipti starfsfólks Húsasmiðjunnar, sem stóð fyrir starfaskiptaviku fyrir um mánuði síðan. 26. apríl 2023 07:01 Starfsmenn frá 45 löndum í Krónunni og hátt í þriðjungur fastráðinna „Við höfum verið að sjá það undanfarið að starfsþróun starfsfólks af erlendum uppruna er að færast í aukana þannig að þessi hópur er að færa sig í auknu mæli í yfirmanna- og stjórnunarstöður,“ segir Erla María Sigurðardóttir, mannauðsstjóri Krónunnar. 9. mars 2023 07:00 Vinnuveitandinn býður starfsfólki upp á alls kyns námskeið og spennandi aukaverkefni Birgitta Sigurðardóttir er heldur betur að gera spennandi hluti í Danmörku. Þar sem hún sér um sölu-, markaðsmál og vörumerkjastjórn Innocent drykkjarins, fyrir Íslandsmarkað og Danmörku og vinnur í nafni fyrirtækisins einnig að góðgerðarstarfi í Afríku. 20. febrúar 2023 07:00 Oft snúast kaup á vöru frekar um öryggistilfinningu en lægsta verðið „Mikilvægasta hlutverk vörumerkis er að fólk taki eftir því og muni eftir því. Það þýðir að vinnan við að byggja upp vörumerki þarf að vera löngu hafin áður en hin árlega auglýsingasturlun hefst í kringum jólin og allt það áreiti sem því fylgir,“ segir Kári Sævarsson, stofnandi TVIST auglýsingastofu um þær áherslur sem þurfa að vera hjá söluaðilum sem nú eru í óða önn að setja sig í stellingar til að selja sem mest fyrir jólin. 16. nóvember 2022 07:01 75 ára í IKEA: Trúði því alltaf að hún væri kraftaverkabarn „Nei ég var ekkert að hugsa um að hætta þegar að ég varð sjötug. Við fórum til Los Angeles og vorum þar, ég og börnin, í heimsókn hjá dóttur minni sem er búsett þar. Ég fékk líka 70 rósir í gjöf frá IKEA,“ segir Guðrún Hlín Þórarinsdóttir sem nú er 75 ára og enn í 100% starfi hjá IKEA. 6. nóvember 2022 08:01 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Nýverið breytti Módern opnunartímanum sínum þannig að verslunin er opin frá klukkan tíu til fimm en ekki ellefu til sex eins og algengt er. Að mati Úlfars er orðið tímabært að verslunargeirinn endurskoði þennan rótgróna opnunartíma. Hann sé hreinlega ekki í takt við tímann. Ekki aðeins hafi kauphegðun fólks breyst, heldur hefur það oft gert fólki erfitt fyrir að starfa við verslun og þjónustu einfaldlega vegna þess að það er opið til klukkan sex. „Við sem störfum hér erum flest með börn. Við hjónin eigum sjálf tvö börn sem eru sex og níu ára. Að loka klukkan fimm á daginn í staðinn fyrir klukkan sex er ekki samanburðarhæft. Áður var það til dæmis borin von að ég eldaði kvöldmat heima. Því þegar að ég lokaði klukkan sex, gerði upp kassann og keyrði heim, var klukkan orðin um korter í sjö þegar ég var komin þangað og hreinlega of seint að byrja að elda kvöldmat,“ segir Úlfar. Áhrifavaldar: Netið og Covid Úlfar rekur Módern ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Rut Jónsdóttur. Þau hófu reksturinn 2006 og þekkja því umhverfi sérvöruverslana frá því fyrir hrun. Úlfar segir að auðvitað hafi ládeyða einkennt verslunarrekstur fyrstu árin eftir hrun. „En þegar verslun fór að glæðast á ný hefur maður séð kauphegðun fólks breytast. Sérstaklega eftir Covid. Fólk virðist hafa meiri sveigjanleika til að koma í verslunina á daginn en ekki eftir klukkan fimm eins og einu sinni var. Því áður var traffíkin mest í lok dags og á laugardögum. Þetta hefur gjörbreyst.“ Úlfar segir marga aðra þætti líka hafa haft áhrif. „Netið hefur breytt rosalega miklu. Því fyrsti búðarglugginn sem fólk skoðar er á netinu. Þetta þýðir að fólk er ekki eins mikið að rápa í búðir til að skoða eins og það gerði einu sinni. Þegar fólk kemur til okkar er það vel undirbúið og er kannski að velja á milli tveggja valkosta en veit hvað það vill,“ segir Úlfar og bætir við: ,,Þá hefur það líka breyst að netið hefur aukið álagið á starfsfólk því fyrirspurnir í gegnum samfélagsmiðla eins og Facebook, Instagram eða í tölvupósti eru orðnar svo margar. Þetta er vinna sem gott er að leysa úr fyrr á morgnana og þess vegna á það betur við að opna klukkan tíu á morgnana en ekki ellefu eins og við gerðum áður.“ Úlfar telur breytinguna vera í takt við það sem er að gerast víða annars staðar. „Við sjáum erlendis að opnunartími verslana er að breytast víða. Að minnsta kosti í þessum sérvörugeira. Á sumum stöðum er það jafnvel þannig að verslanir eru almennt lokaðar nema þegar fólk pantar sér skoðunar- og ráðgjafatíma. Það er hægt hjá okkur líka í gegnum Noona appið.“ Þá segir Úlfar tíðarandann hafa breyst mikið. Maður fann það mikið í kjölfar umræðunnar um styttingu vinnuvikunnar að fólk er farið að horfa á þessa hluti öðruvísi en áður. Það þykir jákvætt í dag að bjóða upp á fjölskylduvænni vinnustaði og fólk er almennt farið að meta hlutina öðruvísi: Velur að vera meira með börnunum sínum og ganga frá erindum fyrr á daginn þegar hægt er og svo framvegis. Opnunartími verslana hefur hins vegar ekki þróast í takt við það hvernig tíðarandinn hefur þróast, kauphegðunin breyst eða með nýjungum eins og netverslun.“ Úlfar segir mestu traffíkina í verslunina vera á milli klukkan eitt og þrjú á virkum dögum, en ekki síðdegis og á laugardögum eins og áður var. Þá segir hann það líka liðna tíð að margir séu að rápa í margar sérvöruverslanir til að skoða úrvalið. Nú skoði fólk úrvalið á netinu og komi nokkuð vel undirbúið inn í sérvöruverslanir eins og Módern.Vísir/Vilhelm Margvíslegur ávinningur fyrir verslanir Úlfar hvetur aðra verslunareigendur til að skoða breyttan opnunartíma og loka klukkan fimm, sérstaklega í sérvörugeiranum. „Ég hlakka svolítið til þegar við förum í ráðningar næst. Því það verður allt annað að finna fólk til starfa með opnunartíma klukkan fimm frekar en klukkan sex. Að vinna frá klukkan tíu til fimm er svo miklu fjölskylduvænni vinnutími.“ Enda segir Úlfar það löngu þekkt að opnunartími klukkan sex hefur oft gert fólki erfitt fyrir. „Auðvitað leysir fólk úr málum með því að skiptast á og reyna að búa til einhvers konar fyrirkomulag þannig að hitt foreldrið geti sótt eða skutlað börnum og svo framvegis. En vinnutíminn til klukkan sex getur oft verið íþyngjandi og fælt frá að vinna í verslun.“ Úlfar viðurkennir að auðvitað hafi það tekið þau hjónin nokkuð langan tíma að taka þessa ákvörðun. Því að opnunartími til klukkan sex sé rótgróin hefð á Íslandi. „En við horfðum á tölurnar og hvernig þær höfðu breyst. Einu sinni var um 80% af sölunni okkar að fara fram á milli klukkan fjögur og sex á daginn og á laugardögum. Þetta á ekki við lengur því fólk er að meta þennan tíma öðruvísi í sínu lífi. Það er reyndar ágætt að taka það fram að við breyttum opnunartímanum bara 1.maí þannig að það er stutt síðan. En við höfum aldrei selt meira en nú og þess vegna metum við það svo að það sé ekki tíminn á milli fimm og sex sem skiptir máli því kauphegðunin hefur hreinlega breyst.“ Margt hafi líka opnast sem ný tækifæri. „Ég nefni sem dæmi kaupendur á landsbyggðinni. Í Covid gerðist það að við vorum sí og æ með símann á lofti að sýna fólki og taka samtölin við þau með vídeói. Þetta er enn þá. Ég get verið með viðskiptavin á Akureyri og er að taka söluráðgjöfina með vídeói. Fólk á landsbyggðinni er líka farið að nýta sér netverslunina mikið. Þá hafa opnast ný tækifæri með bókunarkerfum eins og Noona. Fólk getur bókað hjá okkur söluráðgjöf og skoðun og ef það þarf að koma á milli klukkan fimm og sex, þá er það ekkert mál því auðvitað viljum við vera á staðnum þegar fólk þarf á okkur að halda.“ Úlfar segist sjálfur telja að þróunin verði í þá áttina að opnunartími verslana muni breytast. Ég vil bara benda á að miðað við hvað það eru miklar breytingar búnar að vera síðustu árin þá hafa breytingarnar ekki verið í samræmi við þróunina hjá mörgu verslunarfólki. Það er eitthvað ójafnvægi þar, að minnsta kosti víða þótt auðvitað eigi það ekki alltaf við að verslanir geti þjónustu sinnar vegna lokað klukkan fimm. En ég myndi tvímælalaust hvetja fleiri til að gera það og skapa um leið fjölskylduvænni vinnustaði og þó án þess að skerða þjónustuna. Því það höfum við svo sannarlega ekki gert.“
Verslun Stjórnun Starfsframi Mannauðsmál Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Forstjórinn tók vakt í vöruhúsinu, fagsölumaðurinn gerði blómvendi og vörustjórinn fór á kassa „Forstjórinn og launafulltrúinn tóku til dæmis vakt í vöruhúsinu. Fjármálastjórinn og deildarstjóri UT tóku vakt í pípudeild og einn af fagsölumönnunum okkar sem starfar við að selja stórum verktökum fór í Blómaval og gerði blómvendi!“ nefnir Edda Björk Kristjánsdóttir mannauðstjóri Húsasmiðjunnar sem dæmi um starfaskipti starfsfólks Húsasmiðjunnar, sem stóð fyrir starfaskiptaviku fyrir um mánuði síðan. 26. apríl 2023 07:01 Starfsmenn frá 45 löndum í Krónunni og hátt í þriðjungur fastráðinna „Við höfum verið að sjá það undanfarið að starfsþróun starfsfólks af erlendum uppruna er að færast í aukana þannig að þessi hópur er að færa sig í auknu mæli í yfirmanna- og stjórnunarstöður,“ segir Erla María Sigurðardóttir, mannauðsstjóri Krónunnar. 9. mars 2023 07:00 Vinnuveitandinn býður starfsfólki upp á alls kyns námskeið og spennandi aukaverkefni Birgitta Sigurðardóttir er heldur betur að gera spennandi hluti í Danmörku. Þar sem hún sér um sölu-, markaðsmál og vörumerkjastjórn Innocent drykkjarins, fyrir Íslandsmarkað og Danmörku og vinnur í nafni fyrirtækisins einnig að góðgerðarstarfi í Afríku. 20. febrúar 2023 07:00 Oft snúast kaup á vöru frekar um öryggistilfinningu en lægsta verðið „Mikilvægasta hlutverk vörumerkis er að fólk taki eftir því og muni eftir því. Það þýðir að vinnan við að byggja upp vörumerki þarf að vera löngu hafin áður en hin árlega auglýsingasturlun hefst í kringum jólin og allt það áreiti sem því fylgir,“ segir Kári Sævarsson, stofnandi TVIST auglýsingastofu um þær áherslur sem þurfa að vera hjá söluaðilum sem nú eru í óða önn að setja sig í stellingar til að selja sem mest fyrir jólin. 16. nóvember 2022 07:01 75 ára í IKEA: Trúði því alltaf að hún væri kraftaverkabarn „Nei ég var ekkert að hugsa um að hætta þegar að ég varð sjötug. Við fórum til Los Angeles og vorum þar, ég og börnin, í heimsókn hjá dóttur minni sem er búsett þar. Ég fékk líka 70 rósir í gjöf frá IKEA,“ segir Guðrún Hlín Þórarinsdóttir sem nú er 75 ára og enn í 100% starfi hjá IKEA. 6. nóvember 2022 08:01 Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Forstjórinn tók vakt í vöruhúsinu, fagsölumaðurinn gerði blómvendi og vörustjórinn fór á kassa „Forstjórinn og launafulltrúinn tóku til dæmis vakt í vöruhúsinu. Fjármálastjórinn og deildarstjóri UT tóku vakt í pípudeild og einn af fagsölumönnunum okkar sem starfar við að selja stórum verktökum fór í Blómaval og gerði blómvendi!“ nefnir Edda Björk Kristjánsdóttir mannauðstjóri Húsasmiðjunnar sem dæmi um starfaskipti starfsfólks Húsasmiðjunnar, sem stóð fyrir starfaskiptaviku fyrir um mánuði síðan. 26. apríl 2023 07:01
Starfsmenn frá 45 löndum í Krónunni og hátt í þriðjungur fastráðinna „Við höfum verið að sjá það undanfarið að starfsþróun starfsfólks af erlendum uppruna er að færast í aukana þannig að þessi hópur er að færa sig í auknu mæli í yfirmanna- og stjórnunarstöður,“ segir Erla María Sigurðardóttir, mannauðsstjóri Krónunnar. 9. mars 2023 07:00
Vinnuveitandinn býður starfsfólki upp á alls kyns námskeið og spennandi aukaverkefni Birgitta Sigurðardóttir er heldur betur að gera spennandi hluti í Danmörku. Þar sem hún sér um sölu-, markaðsmál og vörumerkjastjórn Innocent drykkjarins, fyrir Íslandsmarkað og Danmörku og vinnur í nafni fyrirtækisins einnig að góðgerðarstarfi í Afríku. 20. febrúar 2023 07:00
Oft snúast kaup á vöru frekar um öryggistilfinningu en lægsta verðið „Mikilvægasta hlutverk vörumerkis er að fólk taki eftir því og muni eftir því. Það þýðir að vinnan við að byggja upp vörumerki þarf að vera löngu hafin áður en hin árlega auglýsingasturlun hefst í kringum jólin og allt það áreiti sem því fylgir,“ segir Kári Sævarsson, stofnandi TVIST auglýsingastofu um þær áherslur sem þurfa að vera hjá söluaðilum sem nú eru í óða önn að setja sig í stellingar til að selja sem mest fyrir jólin. 16. nóvember 2022 07:01
75 ára í IKEA: Trúði því alltaf að hún væri kraftaverkabarn „Nei ég var ekkert að hugsa um að hætta þegar að ég varð sjötug. Við fórum til Los Angeles og vorum þar, ég og börnin, í heimsókn hjá dóttur minni sem er búsett þar. Ég fékk líka 70 rósir í gjöf frá IKEA,“ segir Guðrún Hlín Þórarinsdóttir sem nú er 75 ára og enn í 100% starfi hjá IKEA. 6. nóvember 2022 08:01