Tíð ritstjóraskipti á Vikunni eigi sér eðlilegar skýringar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. maí 2023 07:00 Framkvæmdastjóri og eigandi Birtings, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir segir breytt fjölmiðlaumhverfi og áskoranir í rekstri ráða miklu um nýlegar mannabreytingar á Vikunni. Framkvæmdastjóri og eigandi Birtings útgáfufélags segir ekkert athugavert við mannabreytingar á ritstjórn Vikunnar. Miklar breytingar hafi verið á umhverfi fjölmiðla undanfarið. Framkvæmdastjórinn vill ekki opinbera hver nýr ritstjóri sé, heldur gefa viðkomandi færi á að opinbera það sjálfur. Valgerður Gréta Gröndal, sem starfað hefur sem ritstjóri tímaritsins síðan um áramótin, hefur sagt upp störfum. Mbl.is greindi fyrst frá málinu en í umfjöllun miðilsins voru rakin tíð ritstjóraskipti á miðlinum undanfarið ár. Steingerður Steinarsdóttir var ritstjóri Vikunnar um margra ára skeið en var sagt upp störfum síðasta sumar og tók þá Guðrún Óla Jónsdóttir við til síðustu áramóta þegar hún sagði upp og Valgerður tók við, áður en hún hætti svo sjálf. „Það er ekkert athugavert við það að það séu mannabreytingar í þessari stétt eins og í öllum öðrum stéttum,“ segir Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Birtings, í samtali við Vísi. Valgerði hafi einfaldlega boðist störf á öðrum vettvangi og laun sem Birtingur geti ekki keppt við. „Þetta er ekki dýpra en það. Við getum heldur ekkert keppt við mjög háar launakröfur eins og eru bara á markaðnum.“ Fleiri ritstjóraskipti hafa átt sér stað á miðlum Birtings undanfarna mánuði. Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir sagði upp störfum í nóvember sem ritstjóri tímaritanna Hús og Híbýla og sagði Sigríður Dagný þá að félagið hefði verið í stafrænni þróun og eðlilegt að reksturinn tæki breytingum. Nýr ritstjóri ekki ný inn um dyrnar Sigríður segir umhverfi fjölmiðla hafa breyst gríðarlega undanfarin ár sem kallað hafi á ákveðnar breytingar af hálfu Birtings. Háar launakröfur og lítill markaður séu til vitnis um erfiðar rekstraraðstæður fjölmiðla og bendir Sigríður á fall Fréttablaðsins sem dæmi. „Þegar maður hefur verið með fólk á ritstjórn sem er búið að starfa hjá félaginu í kannski 10-15 ár, og þú ferð í ákveðnar breytingar og þarft að laga strúktúrinn og launin að þá auðvitað gerist þetta og það tekur tíma að móta nýja ritstjórn.“ Birtingur hafi tekið upp rafrænar áskriftarleiðir og segir Sigríður þær hafa reynst vel. Aðspurð hver sé nýr ritstjóri Vikunnar segir Sigríður að hún komi ekki ný inn um dyrnar, heldur hafi starfað áður sem blaðamaður fyrir Vikuna. „En ég ætla bara að leyfa henni að tilkynna þetta sjálf á sínum forsendum. Svo erum við að fá þrjá nýja blaðamenn inn. Blaðið skrifar sig ekki sjálft og fréttirnar ekki heldur.“ Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Ritstjóri Húsa og híbýla og Gestgjafans lætur af störfum: „Margt spennandi framundan“ Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir er hætt sem ritstjóri tímaritanna Hús og Híbýla og Gestgjafans. Útgáfufélagið Birtíngur gefur út tímaritin en Hanna hefur verið ritstjóri Gestgjafans síðan árið 2016. Hún tók einnig við ritstjórn Hús og híbýla árið 2019. 10. nóvember 2022 16:33 Framkvæmdastjórinn eignast Birtíng 30. júní 2020 22:28 Reynir Trausta og Trausti festa kaup á Mannlífi Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, og Trausti Hafsteinsson fréttastjóri hafa keypt vörumerkið Mannlíf og lénið mannlif.is af Birtingi útgáfufélagi. 10. febrúar 2021 18:11 Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Valgerður Gréta Gröndal, sem starfað hefur sem ritstjóri tímaritsins síðan um áramótin, hefur sagt upp störfum. Mbl.is greindi fyrst frá málinu en í umfjöllun miðilsins voru rakin tíð ritstjóraskipti á miðlinum undanfarið ár. Steingerður Steinarsdóttir var ritstjóri Vikunnar um margra ára skeið en var sagt upp störfum síðasta sumar og tók þá Guðrún Óla Jónsdóttir við til síðustu áramóta þegar hún sagði upp og Valgerður tók við, áður en hún hætti svo sjálf. „Það er ekkert athugavert við það að það séu mannabreytingar í þessari stétt eins og í öllum öðrum stéttum,“ segir Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Birtings, í samtali við Vísi. Valgerði hafi einfaldlega boðist störf á öðrum vettvangi og laun sem Birtingur geti ekki keppt við. „Þetta er ekki dýpra en það. Við getum heldur ekkert keppt við mjög háar launakröfur eins og eru bara á markaðnum.“ Fleiri ritstjóraskipti hafa átt sér stað á miðlum Birtings undanfarna mánuði. Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir sagði upp störfum í nóvember sem ritstjóri tímaritanna Hús og Híbýla og sagði Sigríður Dagný þá að félagið hefði verið í stafrænni þróun og eðlilegt að reksturinn tæki breytingum. Nýr ritstjóri ekki ný inn um dyrnar Sigríður segir umhverfi fjölmiðla hafa breyst gríðarlega undanfarin ár sem kallað hafi á ákveðnar breytingar af hálfu Birtings. Háar launakröfur og lítill markaður séu til vitnis um erfiðar rekstraraðstæður fjölmiðla og bendir Sigríður á fall Fréttablaðsins sem dæmi. „Þegar maður hefur verið með fólk á ritstjórn sem er búið að starfa hjá félaginu í kannski 10-15 ár, og þú ferð í ákveðnar breytingar og þarft að laga strúktúrinn og launin að þá auðvitað gerist þetta og það tekur tíma að móta nýja ritstjórn.“ Birtingur hafi tekið upp rafrænar áskriftarleiðir og segir Sigríður þær hafa reynst vel. Aðspurð hver sé nýr ritstjóri Vikunnar segir Sigríður að hún komi ekki ný inn um dyrnar, heldur hafi starfað áður sem blaðamaður fyrir Vikuna. „En ég ætla bara að leyfa henni að tilkynna þetta sjálf á sínum forsendum. Svo erum við að fá þrjá nýja blaðamenn inn. Blaðið skrifar sig ekki sjálft og fréttirnar ekki heldur.“
Fjölmiðlar Vistaskipti Tengdar fréttir Ritstjóri Húsa og híbýla og Gestgjafans lætur af störfum: „Margt spennandi framundan“ Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir er hætt sem ritstjóri tímaritanna Hús og Híbýla og Gestgjafans. Útgáfufélagið Birtíngur gefur út tímaritin en Hanna hefur verið ritstjóri Gestgjafans síðan árið 2016. Hún tók einnig við ritstjórn Hús og híbýla árið 2019. 10. nóvember 2022 16:33 Framkvæmdastjórinn eignast Birtíng 30. júní 2020 22:28 Reynir Trausta og Trausti festa kaup á Mannlífi Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, og Trausti Hafsteinsson fréttastjóri hafa keypt vörumerkið Mannlíf og lénið mannlif.is af Birtingi útgáfufélagi. 10. febrúar 2021 18:11 Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Ritstjóri Húsa og híbýla og Gestgjafans lætur af störfum: „Margt spennandi framundan“ Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir er hætt sem ritstjóri tímaritanna Hús og Híbýla og Gestgjafans. Útgáfufélagið Birtíngur gefur út tímaritin en Hanna hefur verið ritstjóri Gestgjafans síðan árið 2016. Hún tók einnig við ritstjórn Hús og híbýla árið 2019. 10. nóvember 2022 16:33
Reynir Trausta og Trausti festa kaup á Mannlífi Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, og Trausti Hafsteinsson fréttastjóri hafa keypt vörumerkið Mannlíf og lénið mannlif.is af Birtingi útgáfufélagi. 10. febrúar 2021 18:11