Pavel um Kára: „Við ætluðum að éta hann“ Atli Arason skrifar 12. maí 2023 23:13 Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls. Vilhelm Kári Jónsson, leikmaður Vals, var stórkostlegur í fyrri hálfleik í leik Vals og Tindastóls í kvöld áður en hann var svo nánast tekinn úr leik í þeim síðari. Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls sagðist hafa lagt mikla áherslu á að loka á Kára í ræðu sinni í hálfleik. „Við ætluðum að éta hann. Honum á ekki að líða vel og hann hefði getað haldið þessu áfram út leikinn ef hann vildi, því var lögð mikil áhersla á að taka hann út,“ sagði Pavel í viðtali eftir leik. Kári skoraði 17 stig í fyrri hálfleik en aðeins tvö stig í þeim seinni. Tindastóll var sjö stigum undir í hálfleik áður en þeir sneru leiknum við og unnu síðari hálfleikinn með 18 stigum. „Við bæði spiluðum miklu betri vörn og þeir hættu líka að hitta,“ sagði Pavel aðspurður út í mismun á leik liðanna í hálfleikjunum tveimur. „Vörnin var ekki góð í fyrri hálfleik en við settum nógu mörg skot niður til að halda okkur inn í þessu. Þetta hefði átt að vera verra,“ bætti hann við. Tindastóll fer því í næsta leik á heimavelli sínum í Síkinu á Sauðárkróki með 2-1 forystu og getur orðið Íslandsmeistari með sigri. Næsta verkefni Pavels er að halda sínum mönnum jarðtengdum. „Hver einasti leikur hefur sína sögu. Leikir eitt og tvö skiptu engu máli núna í leik þrjú og leikur þrjú skiptir engu máli í fjórða leik, alveg sama hvað er undir. Það verður auðvitað verkefni að halda strákunum á réttum stað og það er vinnan næstu daga,“ sagði Pavel og horfði á björtu hliðarnar. „Vonandi verður það bara gott [að hafa bikarinn í húsinu] og vonandi kveikir það bara í hungrinu hjá þeim í staðinn fyrir að vekja upp einhvern ótta að þessi bikar sé á leiðinni aftur út úr því húsi. Ég vona að þeir hlaupi útum allan völlinn eins og í dag og horfa svo öðru hvoru á bikarinn, því að þeir vilja sækja hann,“ sagði Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, að endingu. Subway-deild karla Valur Tindastóll Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur 79 – 90 Tindastóll | Stólarnir með pálmann í höndunum fyrir ferðalag til Sauðárkróks Tindastóll vann endurkomusigur gegn Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda í kvöld. Stólarnir komu til baka eftir að hafa verið átta stigum undir í hálfleik og unnu að lokum 11 stiga sigur, 79-90. Tindastóll getur því orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn ef liðið sigrar næsta leik liðanna, sem fer fram á Sauðárkrók næsta mánudag. 12. maí 2023 21:20 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Sjá meira
„Við ætluðum að éta hann. Honum á ekki að líða vel og hann hefði getað haldið þessu áfram út leikinn ef hann vildi, því var lögð mikil áhersla á að taka hann út,“ sagði Pavel í viðtali eftir leik. Kári skoraði 17 stig í fyrri hálfleik en aðeins tvö stig í þeim seinni. Tindastóll var sjö stigum undir í hálfleik áður en þeir sneru leiknum við og unnu síðari hálfleikinn með 18 stigum. „Við bæði spiluðum miklu betri vörn og þeir hættu líka að hitta,“ sagði Pavel aðspurður út í mismun á leik liðanna í hálfleikjunum tveimur. „Vörnin var ekki góð í fyrri hálfleik en við settum nógu mörg skot niður til að halda okkur inn í þessu. Þetta hefði átt að vera verra,“ bætti hann við. Tindastóll fer því í næsta leik á heimavelli sínum í Síkinu á Sauðárkróki með 2-1 forystu og getur orðið Íslandsmeistari með sigri. Næsta verkefni Pavels er að halda sínum mönnum jarðtengdum. „Hver einasti leikur hefur sína sögu. Leikir eitt og tvö skiptu engu máli núna í leik þrjú og leikur þrjú skiptir engu máli í fjórða leik, alveg sama hvað er undir. Það verður auðvitað verkefni að halda strákunum á réttum stað og það er vinnan næstu daga,“ sagði Pavel og horfði á björtu hliðarnar. „Vonandi verður það bara gott [að hafa bikarinn í húsinu] og vonandi kveikir það bara í hungrinu hjá þeim í staðinn fyrir að vekja upp einhvern ótta að þessi bikar sé á leiðinni aftur út úr því húsi. Ég vona að þeir hlaupi útum allan völlinn eins og í dag og horfa svo öðru hvoru á bikarinn, því að þeir vilja sækja hann,“ sagði Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, að endingu.
Subway-deild karla Valur Tindastóll Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur 79 – 90 Tindastóll | Stólarnir með pálmann í höndunum fyrir ferðalag til Sauðárkróks Tindastóll vann endurkomusigur gegn Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda í kvöld. Stólarnir komu til baka eftir að hafa verið átta stigum undir í hálfleik og unnu að lokum 11 stiga sigur, 79-90. Tindastóll getur því orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn ef liðið sigrar næsta leik liðanna, sem fer fram á Sauðárkrók næsta mánudag. 12. maí 2023 21:20 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur 79 – 90 Tindastóll | Stólarnir með pálmann í höndunum fyrir ferðalag til Sauðárkróks Tindastóll vann endurkomusigur gegn Íslandsmeisturum Vals á Hlíðarenda í kvöld. Stólarnir komu til baka eftir að hafa verið átta stigum undir í hálfleik og unnu að lokum 11 stiga sigur, 79-90. Tindastóll getur því orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn ef liðið sigrar næsta leik liðanna, sem fer fram á Sauðárkrók næsta mánudag. 12. maí 2023 21:20
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti