Ábyrgðin er ekki foreldra Einar Jónsson skrifar 15. maí 2023 12:31 Guðrún Helga Bjarnadóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum, skrifaði grein á Vísi á dögunum um kynferðisbrot og annars konar ofbeldi gegn börnum í sumarbúðum, sumarnámskeiðum og öðru tómstundastarfi. Í greininni hvetur hún foreldra og forsjáraðila til að spyrja gagnrýninna spurninga áður en þeir skrái börn sín á slík námskeið. Ástæðan er sú að ekki sé hægt að treysta skilyrðislaust þeim sem standi að slíkum námskeiðum fyrir öryggi barnanna. Kemur Guðrún Helga jafnframt fram með tillögur að vel ígrunduðum spurningum sem foreldrar geti spurt námskeiðahaldara. Lúta þær meðal annars að því hvernig staðið sé að forvörnum gegn kynferðisofbeldi gegn börnum, ráðningum starfsmanna, hvernig tekið sé á óviðeigandi hegðun og hvaða þjálfun og fræðsla standi starfsfólki til boða. Það er ástæða til að fagna því að jafn stór og öflug almannaheillasamtök og Barnaheill skuli vekja athygli á þeim ófögnuði sem kynferðisbrot gegn börnum eru. Það er rétt hjá Guðrúnu Helgu að fyllsta ástæða er til árvekni í þessum málaflokki og ekki er hægt að treysta í blindni þeim sem standa að rekstri sumarbúða eða annars tómstundastarfs fyrir börn. Því fengum við hjónin að kynnast síðastliðið sumar þegar starfsmaður sumarbúðanna í Reykjadal braut kynferðislega á níu ára dóttur okkar í búðunum. Enn fremur fengum við að kynnast því að starfsmenn sumarbúðanna höfðu enga viðbragðsáætlun í málum sem þessum, kölluðu ekki einu sinni til lögreglu, spilltu vettvangi glæpsins og komu geranda undan. Framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra sem rekur búðirnar ráðlagði starfsmönnum meira að segja að kalla ekki til lögreglu þegar þeir spurðu hann ráða. Á endanum var það móðir barnsins sem upplýsti lögreglu og barnavernd um glæpinn að ráði starfsmanns neyðarmóttöku vegna kynferðisglæpa. Sem foreldri barns sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi í sumarbúðum finnst mér það einstaklega ósmekklegt að Guðrún Helga og Barnaheill skuli vilja velta ábyrgðinni á velferð barna í sumarbúðum eða tómstundastarfi yfir á herðar forráðamanna. Ábyrgðin er ekki foreldra heldur þeirra sem standa að rekstrinum sem og þeirra sem setja þeim leikreglur, það er Alþingis og ráðherra. Það er brýnt að kveðið sé á um forvarnir gegn ofbeldi í þeim lögum og reglugerðum sem gilda um slíka starfsemi. Einnig þarf að kveða skýrt á um það í reglugerðum hvernig skuli bregðast við ef ofbeldistilvik koma upp og fræða starfsmenn um það. Síðast en ekki síst þarf að vera virkt og öflugt eftirlit með að farið sé að þessum lögum og hörð viðurlög ef misbrestur er þar á. Til þess þurfa eftirlitsstofnanir að vera öflugar og skorta hvorki fjárráð né mannafla. Barnaheill eru öflug alþjóðleg samtök sem njóta virðingar og hafa vægi í umræðu um réttindi barna. Það er því ákaflega ánægjulegt að þau skuli sýna þessum málaflokki áhuga enda eru þau í þeirri stöðu að geta beitt ráðamenn þrýstingi og haft áhrif til góðs. Það væri nær að þau myndu leggja orku sína í það frekar en að reyna að koma ábyrgðinni yfir á herðar foreldra sem eru að velja sumarnámskeið fyrir börn sín. Guðrún Helga, hér koma tillögur að spurningum sem þú sem verkefnastjóri hjá öflugum almannaheillasamtökum getur velt fyrir þér að spyrja ráðamenn þjóðarinnar og eftirlitsstofnanir áður en þú leyfir þér að senda að senda grein á Vísi. Hvaða lög og reglur eru í gildi sem miða að því að draga úr hættu á að börn verði fyrir kynferðisbrotum eða öðru ofbeldi í íþrótta- og tómstundastarfi? Að hvaða leyti má bæta þá löggjöf? Er löggjöfin sambærileg þeirri sem gildir um þennan málaflokk í þeim löndum sem við berum okkur saman við? Er þeim sem standa að tómstundastarfi fyrir börn skylt að vera með viðbragðsáætlun við kynferðisbrotum og öðru ofbeldi? Ef svo er ekki, er þá ekki full ástæða til að gera þar bragarbót á? Er kveðið á um þjálfun og fræðslu starfsmanna um viðbrögð við ofbeldisbrotum í tómstundastarfi hvort sem þau eru framin af fullorðum eða börnum? Hvaða stofnanir hafa eftirlit með öryggismálum þeirra sem standa að tómstundastarfi fyrir börn? Hafa þær mannafla og fjármagn til að sinna hlutverki sínu sem skyldi? Höfundur er foreldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Börn og uppeldi Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Guðrún Helga Bjarnadóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum, skrifaði grein á Vísi á dögunum um kynferðisbrot og annars konar ofbeldi gegn börnum í sumarbúðum, sumarnámskeiðum og öðru tómstundastarfi. Í greininni hvetur hún foreldra og forsjáraðila til að spyrja gagnrýninna spurninga áður en þeir skrái börn sín á slík námskeið. Ástæðan er sú að ekki sé hægt að treysta skilyrðislaust þeim sem standi að slíkum námskeiðum fyrir öryggi barnanna. Kemur Guðrún Helga jafnframt fram með tillögur að vel ígrunduðum spurningum sem foreldrar geti spurt námskeiðahaldara. Lúta þær meðal annars að því hvernig staðið sé að forvörnum gegn kynferðisofbeldi gegn börnum, ráðningum starfsmanna, hvernig tekið sé á óviðeigandi hegðun og hvaða þjálfun og fræðsla standi starfsfólki til boða. Það er ástæða til að fagna því að jafn stór og öflug almannaheillasamtök og Barnaheill skuli vekja athygli á þeim ófögnuði sem kynferðisbrot gegn börnum eru. Það er rétt hjá Guðrúnu Helgu að fyllsta ástæða er til árvekni í þessum málaflokki og ekki er hægt að treysta í blindni þeim sem standa að rekstri sumarbúða eða annars tómstundastarfs fyrir börn. Því fengum við hjónin að kynnast síðastliðið sumar þegar starfsmaður sumarbúðanna í Reykjadal braut kynferðislega á níu ára dóttur okkar í búðunum. Enn fremur fengum við að kynnast því að starfsmenn sumarbúðanna höfðu enga viðbragðsáætlun í málum sem þessum, kölluðu ekki einu sinni til lögreglu, spilltu vettvangi glæpsins og komu geranda undan. Framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra sem rekur búðirnar ráðlagði starfsmönnum meira að segja að kalla ekki til lögreglu þegar þeir spurðu hann ráða. Á endanum var það móðir barnsins sem upplýsti lögreglu og barnavernd um glæpinn að ráði starfsmanns neyðarmóttöku vegna kynferðisglæpa. Sem foreldri barns sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi í sumarbúðum finnst mér það einstaklega ósmekklegt að Guðrún Helga og Barnaheill skuli vilja velta ábyrgðinni á velferð barna í sumarbúðum eða tómstundastarfi yfir á herðar forráðamanna. Ábyrgðin er ekki foreldra heldur þeirra sem standa að rekstrinum sem og þeirra sem setja þeim leikreglur, það er Alþingis og ráðherra. Það er brýnt að kveðið sé á um forvarnir gegn ofbeldi í þeim lögum og reglugerðum sem gilda um slíka starfsemi. Einnig þarf að kveða skýrt á um það í reglugerðum hvernig skuli bregðast við ef ofbeldistilvik koma upp og fræða starfsmenn um það. Síðast en ekki síst þarf að vera virkt og öflugt eftirlit með að farið sé að þessum lögum og hörð viðurlög ef misbrestur er þar á. Til þess þurfa eftirlitsstofnanir að vera öflugar og skorta hvorki fjárráð né mannafla. Barnaheill eru öflug alþjóðleg samtök sem njóta virðingar og hafa vægi í umræðu um réttindi barna. Það er því ákaflega ánægjulegt að þau skuli sýna þessum málaflokki áhuga enda eru þau í þeirri stöðu að geta beitt ráðamenn þrýstingi og haft áhrif til góðs. Það væri nær að þau myndu leggja orku sína í það frekar en að reyna að koma ábyrgðinni yfir á herðar foreldra sem eru að velja sumarnámskeið fyrir börn sín. Guðrún Helga, hér koma tillögur að spurningum sem þú sem verkefnastjóri hjá öflugum almannaheillasamtökum getur velt fyrir þér að spyrja ráðamenn þjóðarinnar og eftirlitsstofnanir áður en þú leyfir þér að senda að senda grein á Vísi. Hvaða lög og reglur eru í gildi sem miða að því að draga úr hættu á að börn verði fyrir kynferðisbrotum eða öðru ofbeldi í íþrótta- og tómstundastarfi? Að hvaða leyti má bæta þá löggjöf? Er löggjöfin sambærileg þeirri sem gildir um þennan málaflokk í þeim löndum sem við berum okkur saman við? Er þeim sem standa að tómstundastarfi fyrir börn skylt að vera með viðbragðsáætlun við kynferðisbrotum og öðru ofbeldi? Ef svo er ekki, er þá ekki full ástæða til að gera þar bragarbót á? Er kveðið á um þjálfun og fræðslu starfsmanna um viðbrögð við ofbeldisbrotum í tómstundastarfi hvort sem þau eru framin af fullorðum eða börnum? Hvaða stofnanir hafa eftirlit með öryggismálum þeirra sem standa að tómstundastarfi fyrir börn? Hafa þær mannafla og fjármagn til að sinna hlutverki sínu sem skyldi? Höfundur er foreldri.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun