„Ef það eru okkar örlög að vinna þennan titil þá er þetta okkar leið að honum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. maí 2023 21:25 Pavel í kvöld. Vísir/Davíð Már Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, var heldur heimspekilegur þegar hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir tap Tindastóls gegn Val í Síkinu. Tapið þýðir að úrslit Subway-deildar karla í körfubolta ráðast í oddaleik á Hlíðarenda. Fyrir leik kvöldsins á Sauðárkróki var ljóst að Tindastóll yrði meistari með sigri. Bikarinn var mættur í húsið og Stólarnir byrjuðu af gríðarlegum krafti. Pavel var spurður hvort hans menn hefðu flogið of nálægt sólinni en Valur sneri dæminu við þegar leið á leikinn og vann 13 stiga sigur, lokatölur 69-82. „Vorum bara í réttri hæð við hana, svo kannski fórum við of langt niður. Hefðum þurft að halda okkur aðeins nær henni. Þetta er bara svona. Þetta er 40 mínútna leikur, hann spilast eins og hann spilast. Þessi leikur átti að spilast svona.“ Stólunum gekk bölvanlega að setja þriggja stiga skot eftir magnaðan fyrsta leikhluta. „Þetta bara gerist, ekkert sem útskýrir þetta. Stundum eru opin skot ekki opin skot. Held við höfum lent í því að það sem lítur út fyrir að vera opið skot í hausnum á þér er ekki alltaf opið skot. Þeir byrjuðu að saxa þá þetta og saxa á þetta, skotin urðu stærri. Var í raun ekkert óeðlilegt við þennan leik. Svona gerist einfaldlega.“ Um Valsvörnina „Hún var góð. Var ekkert betri þá en í upphafi leiks, við bara skoruðum. Við bara skoruðum, það var munurinn. Alveg eins og okkar vörn var ekkert verri þegar við byrjuðum að skora. Þetta er ekki alltaf þannig. Við tökum þetta, þetta er það sem gerist. Ég endurtek bara, ef það eru okkar örlög að vinna þennan titil þá er þetta okkar leið að honum.“ Um fjórða leikhluta „Tankurinn er tómur hjá öllum sem eru að spila þessa leiki akkúrat núna. Það er algjört aukaatriði í þessu. Við þurfum að ná höggum á þá. Jafnir leikir, að leyfa þessu að malla, henta okkur ekki. Hefðum þurft að ná þyngra höggi í upphafi 4. leikhluta, ná að fylgja þessu aðeins betur eftir og snúa þessu upp í okkar stemningu. Þá hefðum við farið okkar leið. Þá munar bara um eitt, tvö atriði sem bara guð getur stýrt.“ Hvað þarf að gerast í oddaleiknum til að Tindastóll komist í sögubækurnar? „Ekki neitt. Sá leikur mun spilast eins og hann spilast. Við vitum ekkert hvað er að fara gerast. Leikmenn gera sitt besta, annað hvort liðið vinnur og það verður þeirra saga,“ sagði Pavel að lokum. Körfubolti Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Fyrir leik kvöldsins á Sauðárkróki var ljóst að Tindastóll yrði meistari með sigri. Bikarinn var mættur í húsið og Stólarnir byrjuðu af gríðarlegum krafti. Pavel var spurður hvort hans menn hefðu flogið of nálægt sólinni en Valur sneri dæminu við þegar leið á leikinn og vann 13 stiga sigur, lokatölur 69-82. „Vorum bara í réttri hæð við hana, svo kannski fórum við of langt niður. Hefðum þurft að halda okkur aðeins nær henni. Þetta er bara svona. Þetta er 40 mínútna leikur, hann spilast eins og hann spilast. Þessi leikur átti að spilast svona.“ Stólunum gekk bölvanlega að setja þriggja stiga skot eftir magnaðan fyrsta leikhluta. „Þetta bara gerist, ekkert sem útskýrir þetta. Stundum eru opin skot ekki opin skot. Held við höfum lent í því að það sem lítur út fyrir að vera opið skot í hausnum á þér er ekki alltaf opið skot. Þeir byrjuðu að saxa þá þetta og saxa á þetta, skotin urðu stærri. Var í raun ekkert óeðlilegt við þennan leik. Svona gerist einfaldlega.“ Um Valsvörnina „Hún var góð. Var ekkert betri þá en í upphafi leiks, við bara skoruðum. Við bara skoruðum, það var munurinn. Alveg eins og okkar vörn var ekkert verri þegar við byrjuðum að skora. Þetta er ekki alltaf þannig. Við tökum þetta, þetta er það sem gerist. Ég endurtek bara, ef það eru okkar örlög að vinna þennan titil þá er þetta okkar leið að honum.“ Um fjórða leikhluta „Tankurinn er tómur hjá öllum sem eru að spila þessa leiki akkúrat núna. Það er algjört aukaatriði í þessu. Við þurfum að ná höggum á þá. Jafnir leikir, að leyfa þessu að malla, henta okkur ekki. Hefðum þurft að ná þyngra höggi í upphafi 4. leikhluta, ná að fylgja þessu aðeins betur eftir og snúa þessu upp í okkar stemningu. Þá hefðum við farið okkar leið. Þá munar bara um eitt, tvö atriði sem bara guð getur stýrt.“ Hvað þarf að gerast í oddaleiknum til að Tindastóll komist í sögubækurnar? „Ekki neitt. Sá leikur mun spilast eins og hann spilast. Við vitum ekkert hvað er að fara gerast. Leikmenn gera sitt besta, annað hvort liðið vinnur og það verður þeirra saga,“ sagði Pavel að lokum.
Körfubolti Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira