Holmes sleppur ekki við fangelsið og þarf að greiða háar bætur Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2023 10:49 Elizabeth Holmes, stofnandi Theranos, í réttarsal í San José í Kaliforníu í október. AP/Jeff Chiu Bandarískur áfrýjunardómstóll hafnaði kröfu Elizabeth Holmes, stofnanda fallna blóðprufufyrirtækisins Theranos, um að fá að ganga laus gegn tryggingu á meðan hún áfrýjar fangelsisdómi sínum í gær. Holmes og meðstjórnandi hennar þurfa að greiða milljarða króna í miskabætur. Holmes hlaut ellefu ára og þriggja mánaða fangelsisdóm fyrir að blekkja fjárfesta Theranos í fyrra. Fyrirtækið hélt því fram að það byggi yfir byltingarkenndri tækni sem gerði því kleift að greina hundruð sjúkdóma og kvilla með einum einasta blóðdropa. Lítil innistæða var fyrir þeim fullyrðingum. Theranos varð gjaldþrota eftir að bandarískar eftirlitsstofnanir byrjuðu að fara ofan í saumana á rekstri fyrirtækisins. Tveimur dögum áður en Holmes átti að hefja afplánun í apríl lagði hún fram kröfu um að hún fengi að ganga laus á meðan hún áfrýjar dómnum. Áfrýjunardómstóllinn hafnaði kröfunni í gær. Dómarinn í máli hennar þarf nú að ákveða hvenær hún byrjar afplánun sína, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hann hafði áður mælt með því að Holmes afplánaði í kvennafangelsi í Texas. AP-fréttastofan segir ekki ljóst hvort að fangelsismálayfirvöld hafi tekið það til greina. Rupert Murdoch var einn vellauðugra fjárfesta sem fóru flatt á að leggja traust sitt og trúnað á Elizabeth Holmes.Vísir/Getty Þurfa að greiða Rupert Murdoch og apótekakeðju milljarða Sami dómari í Kaliforníu gerði Holmes og Ramesh „Sunny“ Balwani, forseta Theranos og fyrrverandi ástmanni hennar, að greiða fórnarlömbum blekkinga þeirra 452 milljónir dollara í bætur, jafnvirði rúmra 63 milljarða íslenskra króna. Þau voru talin jafnábyrg fyrir upphæðinni. Á meðal þeirra sem þau þurfa að greiða er Rupert Murdoch, ástralski fjölmiðlakóngurinn, sem lagði mikið fé í Theranos. Þau skulda honum 125 milljónir dollara, jafnvirði meira en 17,5 milljarða króna, að sögn AP. Þá þurfa þau að greiða lyfjaverslanakeðjunni Walgreens fjörtíu milljónir dollara, rúma 5,6 milljarða króna, en fyrirtækið gerði samning við Theranos um að nota blóðgreiningartæki þess í verslunum. Bæði Holmes og Balwani héldu því fram fyrir dómi að þau væru því sem næst á hvínandi kúpunni vegna lögfræðikostnaðar. Hlutir þeirra í Theranos voru á tíma metnir á fleiri milljarða króna. Balwani hlaut enn lengri fangelsisdóm fyrir sinn þátt í blekkingunum, tólf ár og ellefu mánuði. Hann hóf afplánun 20. apríl eftir að áfrýjunardómstóll hafnaði sambærilegri kröfu um lausn á áfrýjunartíma og Holmes tapaði í gær. Elizabeth Holmes og Theranos Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Blóði drifnar blekkingar þeirrar sem sögð var næsti Steve Jobs Saga Elizabeth Holmes er um margt ótrúleg. 19 ára stofnaði hún fyrirtæki sem metið var á níu milljarða dollara árið 2014 en í dag er hún alræmd í frumkvöðla- og tæknigeiranum enda sætir hún ákæru fyrir fjársvik. 24. maí 2019 08:00 Forstjóri Theranos frestar fangelsisvist með áfrýjun Elizabeth Holmes, forstjóri fallna tæknifyrirtækisins Theranos, hefur ekki afplánun á meira en ellefu ára fangelsisdómi í dag þar sem hún áfrýjaði niðurstöðu alríkisdómstóls. Samverkamaður Holmes seinkaði afplánun sinn um mánuð með sams konar áfrýjun í síðasta mánuði. 27. apríl 2023 09:15 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Holmes hlaut ellefu ára og þriggja mánaða fangelsisdóm fyrir að blekkja fjárfesta Theranos í fyrra. Fyrirtækið hélt því fram að það byggi yfir byltingarkenndri tækni sem gerði því kleift að greina hundruð sjúkdóma og kvilla með einum einasta blóðdropa. Lítil innistæða var fyrir þeim fullyrðingum. Theranos varð gjaldþrota eftir að bandarískar eftirlitsstofnanir byrjuðu að fara ofan í saumana á rekstri fyrirtækisins. Tveimur dögum áður en Holmes átti að hefja afplánun í apríl lagði hún fram kröfu um að hún fengi að ganga laus á meðan hún áfrýjar dómnum. Áfrýjunardómstóllinn hafnaði kröfunni í gær. Dómarinn í máli hennar þarf nú að ákveða hvenær hún byrjar afplánun sína, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hann hafði áður mælt með því að Holmes afplánaði í kvennafangelsi í Texas. AP-fréttastofan segir ekki ljóst hvort að fangelsismálayfirvöld hafi tekið það til greina. Rupert Murdoch var einn vellauðugra fjárfesta sem fóru flatt á að leggja traust sitt og trúnað á Elizabeth Holmes.Vísir/Getty Þurfa að greiða Rupert Murdoch og apótekakeðju milljarða Sami dómari í Kaliforníu gerði Holmes og Ramesh „Sunny“ Balwani, forseta Theranos og fyrrverandi ástmanni hennar, að greiða fórnarlömbum blekkinga þeirra 452 milljónir dollara í bætur, jafnvirði rúmra 63 milljarða íslenskra króna. Þau voru talin jafnábyrg fyrir upphæðinni. Á meðal þeirra sem þau þurfa að greiða er Rupert Murdoch, ástralski fjölmiðlakóngurinn, sem lagði mikið fé í Theranos. Þau skulda honum 125 milljónir dollara, jafnvirði meira en 17,5 milljarða króna, að sögn AP. Þá þurfa þau að greiða lyfjaverslanakeðjunni Walgreens fjörtíu milljónir dollara, rúma 5,6 milljarða króna, en fyrirtækið gerði samning við Theranos um að nota blóðgreiningartæki þess í verslunum. Bæði Holmes og Balwani héldu því fram fyrir dómi að þau væru því sem næst á hvínandi kúpunni vegna lögfræðikostnaðar. Hlutir þeirra í Theranos voru á tíma metnir á fleiri milljarða króna. Balwani hlaut enn lengri fangelsisdóm fyrir sinn þátt í blekkingunum, tólf ár og ellefu mánuði. Hann hóf afplánun 20. apríl eftir að áfrýjunardómstóll hafnaði sambærilegri kröfu um lausn á áfrýjunartíma og Holmes tapaði í gær.
Elizabeth Holmes og Theranos Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Blóði drifnar blekkingar þeirrar sem sögð var næsti Steve Jobs Saga Elizabeth Holmes er um margt ótrúleg. 19 ára stofnaði hún fyrirtæki sem metið var á níu milljarða dollara árið 2014 en í dag er hún alræmd í frumkvöðla- og tæknigeiranum enda sætir hún ákæru fyrir fjársvik. 24. maí 2019 08:00 Forstjóri Theranos frestar fangelsisvist með áfrýjun Elizabeth Holmes, forstjóri fallna tæknifyrirtækisins Theranos, hefur ekki afplánun á meira en ellefu ára fangelsisdómi í dag þar sem hún áfrýjaði niðurstöðu alríkisdómstóls. Samverkamaður Holmes seinkaði afplánun sinn um mánuð með sams konar áfrýjun í síðasta mánuði. 27. apríl 2023 09:15 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Blóði drifnar blekkingar þeirrar sem sögð var næsti Steve Jobs Saga Elizabeth Holmes er um margt ótrúleg. 19 ára stofnaði hún fyrirtæki sem metið var á níu milljarða dollara árið 2014 en í dag er hún alræmd í frumkvöðla- og tæknigeiranum enda sætir hún ákæru fyrir fjársvik. 24. maí 2019 08:00
Forstjóri Theranos frestar fangelsisvist með áfrýjun Elizabeth Holmes, forstjóri fallna tæknifyrirtækisins Theranos, hefur ekki afplánun á meira en ellefu ára fangelsisdómi í dag þar sem hún áfrýjaði niðurstöðu alríkisdómstóls. Samverkamaður Holmes seinkaði afplánun sinn um mánuð með sams konar áfrýjun í síðasta mánuði. 27. apríl 2023 09:15
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna