Slær met sem baðfatamódel á níræðisaldri Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. maí 2023 17:47 Martha Stewart er ansi glæsileg í baðfataútgáfu Sports Illustrated. Hér má sjá hana sitja fyrir á sjálfri forsíðunni og síðan stinga sér til sunds í silfurlituðum sundbol. Skjáskot/Instagram Sjónvarpskonan Martha Stewart prýðir forsíðu baðfataútgáfu tímaritsins Sports Illustrated fyrir árið 2023. Það gerir hana að elstu forsíðustúlku tímaritsins frá upphafi en hún verður 82 ára í ágúst. Sports Illustrated tilkynnti á mánudag hvaða fyrirsætur yrðu á forsíðu baðfataútgáfunnar þetta árið en þær verða fjórar. Ásamt Mörthu Stewart á forsíðunni verða leikkonan Megan Fox, fyrirsætan Brooks Nader og söngkonan Kim Petras sem er aðeins önnur trans manneskjan til að vera á forsíðunni. Hollywood-leikkonan Megan Fox, súpermódelið Brooks Nader og þýska söngkonan Kim Petras eru líka á forsíðu baðfataútgáfunnar í ár.Samsett mynd Á forsíðunni sjálfri situr hin 81 árs gamla Martha Stewart fyrir í hvítum sundbol vafin í gulllituð klæði. Inni í tímaritinu má síðan sjá myndir af Stewart í silfurlituðum sundbol að koma upp úr Karabíska hafinu og í rauðum hálsbandskjól í Dóminíkanska lýðveldinu. Stewart tók sig vel út í rauðum kjól á myndum tímaritsins.Skjáskot/Instagram Söguleg forsíða Aðspurð út í ákvörðunina að slá til og vera á forsíðunni sagði Stewart að sér fyndist tilhugsunin um að vera elsta fyrirsæta á forsíðu tímaritsins ansi góð. Almennt sagðist hún ekki hugsa mikið um aldur en sér fyndist þessi forsíða söguleg að því leyti. Þá sagðist hún einnig hafa setið fyrir á forsíðunni til að sanna að maður gæti litið vel út og liðið vel á hvaða aldri sem er. Hér má sjá brot af viðtali við Stewart á Youtube-síðu Sports Illustrated. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-W6zMFDCrqo">watch on YouTube</a> „Aldur er ekki úrslitaþáttur hvað varðar vinskap eða velgengni, heldur það sem fólk gerir, hvernig fólk hugsar, hvernig fólk hagar sér. Það er það sem er mikilvægt og ekki aldur manns,“ sagði Stewart í viðtalinu. Þetta er þó alls ekki fyrsta fyrirsætugigg Stewart. Þegar hún var ung að árum á sjöunda áratugnum sat hún fyrir hjá fjölda tískufyrirtækja, þar á meðal hjá Chanel. Martha Stewart starfaði sem fyrirsæta á sjöunda áratugnum.Samsett mynd Hollywood Bandaríkin Eldri borgarar Tengdar fréttir Stjörnurnar sem hafa setið inni Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir byrjuðu með hlaðvarðsþáttinn Teboðið á dögunum. 30. september 2020 11:30 Marta Stewart og Snoop Dogg gera allt vitlaust í nýjum matreiðsluþætti Föstudaginn 3. mars hefur göngu sína nýr matreiðsluþáttur, Martha & Snoop's Potluck Dinner Party, á Stöð 2 þar sem Marthu Stewart og rapparinn Snoop Dogg fara með aðalhlutverkin. 20. febrúar 2017 13:30 Hagnaður Mörthu Stewart sexfaldast Fyrirtæki bandarísku sjónvarps- og lífsstílskonunnar Mörthu Stewart skilaði 16,2 milljóna dala hagnaði á síðasta ársfjórðungi í fyrra. Þetta jafngildir tæplega 1,1 milljarði íslenskra króna sem er tæplega sex sinnum meira en fyrirtækið skilaði á sama fjórðungi árið 2005. 1. mars 2007 10:58 Mest lesið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira
Sports Illustrated tilkynnti á mánudag hvaða fyrirsætur yrðu á forsíðu baðfataútgáfunnar þetta árið en þær verða fjórar. Ásamt Mörthu Stewart á forsíðunni verða leikkonan Megan Fox, fyrirsætan Brooks Nader og söngkonan Kim Petras sem er aðeins önnur trans manneskjan til að vera á forsíðunni. Hollywood-leikkonan Megan Fox, súpermódelið Brooks Nader og þýska söngkonan Kim Petras eru líka á forsíðu baðfataútgáfunnar í ár.Samsett mynd Á forsíðunni sjálfri situr hin 81 árs gamla Martha Stewart fyrir í hvítum sundbol vafin í gulllituð klæði. Inni í tímaritinu má síðan sjá myndir af Stewart í silfurlituðum sundbol að koma upp úr Karabíska hafinu og í rauðum hálsbandskjól í Dóminíkanska lýðveldinu. Stewart tók sig vel út í rauðum kjól á myndum tímaritsins.Skjáskot/Instagram Söguleg forsíða Aðspurð út í ákvörðunina að slá til og vera á forsíðunni sagði Stewart að sér fyndist tilhugsunin um að vera elsta fyrirsæta á forsíðu tímaritsins ansi góð. Almennt sagðist hún ekki hugsa mikið um aldur en sér fyndist þessi forsíða söguleg að því leyti. Þá sagðist hún einnig hafa setið fyrir á forsíðunni til að sanna að maður gæti litið vel út og liðið vel á hvaða aldri sem er. Hér má sjá brot af viðtali við Stewart á Youtube-síðu Sports Illustrated. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-W6zMFDCrqo">watch on YouTube</a> „Aldur er ekki úrslitaþáttur hvað varðar vinskap eða velgengni, heldur það sem fólk gerir, hvernig fólk hugsar, hvernig fólk hagar sér. Það er það sem er mikilvægt og ekki aldur manns,“ sagði Stewart í viðtalinu. Þetta er þó alls ekki fyrsta fyrirsætugigg Stewart. Þegar hún var ung að árum á sjöunda áratugnum sat hún fyrir hjá fjölda tískufyrirtækja, þar á meðal hjá Chanel. Martha Stewart starfaði sem fyrirsæta á sjöunda áratugnum.Samsett mynd
Hollywood Bandaríkin Eldri borgarar Tengdar fréttir Stjörnurnar sem hafa setið inni Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir byrjuðu með hlaðvarðsþáttinn Teboðið á dögunum. 30. september 2020 11:30 Marta Stewart og Snoop Dogg gera allt vitlaust í nýjum matreiðsluþætti Föstudaginn 3. mars hefur göngu sína nýr matreiðsluþáttur, Martha & Snoop's Potluck Dinner Party, á Stöð 2 þar sem Marthu Stewart og rapparinn Snoop Dogg fara með aðalhlutverkin. 20. febrúar 2017 13:30 Hagnaður Mörthu Stewart sexfaldast Fyrirtæki bandarísku sjónvarps- og lífsstílskonunnar Mörthu Stewart skilaði 16,2 milljóna dala hagnaði á síðasta ársfjórðungi í fyrra. Þetta jafngildir tæplega 1,1 milljarði íslenskra króna sem er tæplega sex sinnum meira en fyrirtækið skilaði á sama fjórðungi árið 2005. 1. mars 2007 10:58 Mest lesið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira
Stjörnurnar sem hafa setið inni Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir byrjuðu með hlaðvarðsþáttinn Teboðið á dögunum. 30. september 2020 11:30
Marta Stewart og Snoop Dogg gera allt vitlaust í nýjum matreiðsluþætti Föstudaginn 3. mars hefur göngu sína nýr matreiðsluþáttur, Martha & Snoop's Potluck Dinner Party, á Stöð 2 þar sem Marthu Stewart og rapparinn Snoop Dogg fara með aðalhlutverkin. 20. febrúar 2017 13:30
Hagnaður Mörthu Stewart sexfaldast Fyrirtæki bandarísku sjónvarps- og lífsstílskonunnar Mörthu Stewart skilaði 16,2 milljóna dala hagnaði á síðasta ársfjórðungi í fyrra. Þetta jafngildir tæplega 1,1 milljarði íslenskra króna sem er tæplega sex sinnum meira en fyrirtækið skilaði á sama fjórðungi árið 2005. 1. mars 2007 10:58