DeSantis sagður lýsa yfir framboði á næstu dögum Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2023 09:00 DeSantis telur sig einan geta velt Joe Biden forseta úr sessi. AP/Rebecca Blackwell Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er sagður ætla að lýsa formlega yfir forsetaframboði í næstu viku. Hann sagði bakhjörlum sínum og stuðningsmönnum að hann væri sá eini sem gæti unnið í forvali Repúblikanaflokksins og í forsetakosningunum á næsta ári. Lengi hefur verið búist við því að DeSantis færi fram í forvali repúblikana fyrir forsetakosningarnar en hann hefur beðið átekta til þessa. Skoðanakannanir sýndu á tímabili að hann nyti ívið meiri stuðnings en Donald Trump, fyrrverandi forseti, sem lýsti yfir sínu framboði strax í haust. New York Times segir að DeSantis hafi sagt fjárhagslegum bakhjörlum sínum og stuðningsmönnum að það væru aðeins þeir Trump og Joe Biden sem ættu trúverðuga möguleika. „Ég held að af þessum þremur eigi tveir möguleika á að verða forseti, Biden og ég, á grundvelli allra gagna í lykilríkjunum sem er ekki frábært fyrir fyrrverandi forsetann og líklega óyfirstíganlegt vegna þess að fólk mun ekki skipta um skoðun á honum,“ sagði DeSantis á fjarfundi sem pólitísk aðgerðanefnd sem styður hann skipulagði. DeSantis hefur ekki áður vegið að Trump svo afdráttarlaust áður. Trump hefur aftur á móti ekki hikað við að ausa aur yfir mótherja sinn. Fyrrverandi forsetinn hefur meðal annars uppnefnt hann Ron „skinhelga“ (e. DeSanctimonious) sem er útúrsnúningur á eftirnafni ríkisstjórans. Slagur við Disney og demókrata Nokkuð hefur fjarað undan DeSantis í samanburði við Trump í könnunum að undanförnu. Ríkisstjórinn hefur þó verið duglegur að koma sér í landsfréttirnar. Í fyrra vakti hann athygli og hneykslan þegar hann notaði skattfé til þess að láta flytja förufólk til lítillar sumardvalareyjar í Massachusetts til þess að koma höggi á demókrata sem hafa frjálslyndari skoðanir í innflytjendamálum en hann. Það gerði DeSantis þrátt fyrir að fátt sé um að förufólk taki fyrst land á Flórída, enda lét hann sækja fólkið til Texas áður en það var sent norðaustur á bóginn. Þá hefur DeSantis háð harða hildi við Disney-afþreyingarrisann sem er eitt umsvifamesta fyrirtækið í Flórída. Eftir að fyrirtækið tók undir gagnrýni á umdeild lög repúblikana sem bannar grunnskólakennurum að ræða kynhneigð eða kyngervi við nemendur hefur DeSantis sóst eftir að refsa fyrirtækinu með ýmsum leiðum. Disney tilkynnti starfsmönnum sínum í gær að fyrirtækið væri hætt um milljarðs dollara fjárfestingu í nokkurs konar starfsmannabæ í Flórída sem hefði hýst um tvö þúsund starfsmenn sem til stóð að flytja frá Kaliforníu. Yfirmaður skemmtigarðsmála hjá Disney vísaði til þess að „viðskiptaaðstæður“ hefðu breyst, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Undir stjórn DeSantis hafa repúblikanar í Flórída einnig ráðist í ritskoðunarherferð í skólum. Stjórnendur skóla hafa sums staðar fjarlægt allar bækur af ótta við að vera sóttir til saka fyrir efni sem yfirvöldum finnst ekki við hæfi. Herferðin hefur leitt til þess að bækur um sögu þrælahalds og kynþáttafordóma í Bandaríkjunum og þær sem fjalla á einhvern hátt um kynhneigð eða kyngervi hafi verið látnar hverfa. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Ummæli DeSantis um Disney líkleg til að koma niður á honum Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, sagði í gær að lögsókn Disney gegn sér og Flórída væri pólitísks eðlis. Forsvarsmenn fyrirtækisins væru reiðir yfir því að hann væri að binda enda á sérkjör Disney í Flórída. Hann segir Disney hafa verið á sérkjörum í Flórída og nú væri sá tími liðinn. 28. apríl 2023 15:21 Trump með 25 prósent forskot á DeSantis á landsvísu Donald Trump mælist nú með 50 prósenta fylgi á landsvísu en Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, með 24 prósent. DeSantis farnast hins vegar betur í Iowa og New Hampshire, þar sem fyrst verður gengið til atkvæða í forkosningum forsetakosninganna. 28. mars 2023 08:16 Skipti samkynhneigð út fyrir krullurnar í ritskoðaðri ræðu Nemandi sem flutti ræðu við útskrift í framhaldsskóla á Flórída í Bandaríkjunum vakti mikla athygli fyrir hvernig honum tókst að koma skilaboðum sínum til skila þrátt fyrir að skólastjórinn hefði bannað honum að tala um samkynhneigð sína. 25. maí 2022 15:08 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Lengi hefur verið búist við því að DeSantis færi fram í forvali repúblikana fyrir forsetakosningarnar en hann hefur beðið átekta til þessa. Skoðanakannanir sýndu á tímabili að hann nyti ívið meiri stuðnings en Donald Trump, fyrrverandi forseti, sem lýsti yfir sínu framboði strax í haust. New York Times segir að DeSantis hafi sagt fjárhagslegum bakhjörlum sínum og stuðningsmönnum að það væru aðeins þeir Trump og Joe Biden sem ættu trúverðuga möguleika. „Ég held að af þessum þremur eigi tveir möguleika á að verða forseti, Biden og ég, á grundvelli allra gagna í lykilríkjunum sem er ekki frábært fyrir fyrrverandi forsetann og líklega óyfirstíganlegt vegna þess að fólk mun ekki skipta um skoðun á honum,“ sagði DeSantis á fjarfundi sem pólitísk aðgerðanefnd sem styður hann skipulagði. DeSantis hefur ekki áður vegið að Trump svo afdráttarlaust áður. Trump hefur aftur á móti ekki hikað við að ausa aur yfir mótherja sinn. Fyrrverandi forsetinn hefur meðal annars uppnefnt hann Ron „skinhelga“ (e. DeSanctimonious) sem er útúrsnúningur á eftirnafni ríkisstjórans. Slagur við Disney og demókrata Nokkuð hefur fjarað undan DeSantis í samanburði við Trump í könnunum að undanförnu. Ríkisstjórinn hefur þó verið duglegur að koma sér í landsfréttirnar. Í fyrra vakti hann athygli og hneykslan þegar hann notaði skattfé til þess að láta flytja förufólk til lítillar sumardvalareyjar í Massachusetts til þess að koma höggi á demókrata sem hafa frjálslyndari skoðanir í innflytjendamálum en hann. Það gerði DeSantis þrátt fyrir að fátt sé um að förufólk taki fyrst land á Flórída, enda lét hann sækja fólkið til Texas áður en það var sent norðaustur á bóginn. Þá hefur DeSantis háð harða hildi við Disney-afþreyingarrisann sem er eitt umsvifamesta fyrirtækið í Flórída. Eftir að fyrirtækið tók undir gagnrýni á umdeild lög repúblikana sem bannar grunnskólakennurum að ræða kynhneigð eða kyngervi við nemendur hefur DeSantis sóst eftir að refsa fyrirtækinu með ýmsum leiðum. Disney tilkynnti starfsmönnum sínum í gær að fyrirtækið væri hætt um milljarðs dollara fjárfestingu í nokkurs konar starfsmannabæ í Flórída sem hefði hýst um tvö þúsund starfsmenn sem til stóð að flytja frá Kaliforníu. Yfirmaður skemmtigarðsmála hjá Disney vísaði til þess að „viðskiptaaðstæður“ hefðu breyst, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Undir stjórn DeSantis hafa repúblikanar í Flórída einnig ráðist í ritskoðunarherferð í skólum. Stjórnendur skóla hafa sums staðar fjarlægt allar bækur af ótta við að vera sóttir til saka fyrir efni sem yfirvöldum finnst ekki við hæfi. Herferðin hefur leitt til þess að bækur um sögu þrælahalds og kynþáttafordóma í Bandaríkjunum og þær sem fjalla á einhvern hátt um kynhneigð eða kyngervi hafi verið látnar hverfa.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Ummæli DeSantis um Disney líkleg til að koma niður á honum Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, sagði í gær að lögsókn Disney gegn sér og Flórída væri pólitísks eðlis. Forsvarsmenn fyrirtækisins væru reiðir yfir því að hann væri að binda enda á sérkjör Disney í Flórída. Hann segir Disney hafa verið á sérkjörum í Flórída og nú væri sá tími liðinn. 28. apríl 2023 15:21 Trump með 25 prósent forskot á DeSantis á landsvísu Donald Trump mælist nú með 50 prósenta fylgi á landsvísu en Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, með 24 prósent. DeSantis farnast hins vegar betur í Iowa og New Hampshire, þar sem fyrst verður gengið til atkvæða í forkosningum forsetakosninganna. 28. mars 2023 08:16 Skipti samkynhneigð út fyrir krullurnar í ritskoðaðri ræðu Nemandi sem flutti ræðu við útskrift í framhaldsskóla á Flórída í Bandaríkjunum vakti mikla athygli fyrir hvernig honum tókst að koma skilaboðum sínum til skila þrátt fyrir að skólastjórinn hefði bannað honum að tala um samkynhneigð sína. 25. maí 2022 15:08 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Ummæli DeSantis um Disney líkleg til að koma niður á honum Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, sagði í gær að lögsókn Disney gegn sér og Flórída væri pólitísks eðlis. Forsvarsmenn fyrirtækisins væru reiðir yfir því að hann væri að binda enda á sérkjör Disney í Flórída. Hann segir Disney hafa verið á sérkjörum í Flórída og nú væri sá tími liðinn. 28. apríl 2023 15:21
Trump með 25 prósent forskot á DeSantis á landsvísu Donald Trump mælist nú með 50 prósenta fylgi á landsvísu en Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, með 24 prósent. DeSantis farnast hins vegar betur í Iowa og New Hampshire, þar sem fyrst verður gengið til atkvæða í forkosningum forsetakosninganna. 28. mars 2023 08:16
Skipti samkynhneigð út fyrir krullurnar í ritskoðaðri ræðu Nemandi sem flutti ræðu við útskrift í framhaldsskóla á Flórída í Bandaríkjunum vakti mikla athygli fyrir hvernig honum tókst að koma skilaboðum sínum til skila þrátt fyrir að skólastjórinn hefði bannað honum að tala um samkynhneigð sína. 25. maí 2022 15:08