„Enska úrvalsdeildin er mikilvægasta keppnin“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. maí 2023 18:31 Pep Guardiola fagnar eftir að Manchester City tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Vísir/Getty Pep Guardiola segir að enska úrvalsdeildin sé mikilvægasta keppnin af þeim sem Manchester City tekur þátt í. Lið City verður enskur meistari ef Arsenal tapar gegn Nottingham Forest á morgun. Manchester City tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þegar liðið valtaði yfir Real Madrid í seinni undanúrslitaleik liðanna á miðvikudag. Pep hefur stýrt City fjórum sinnum til sigurs í ensku úrvalsdeildinni en aldrei í Meistaradeildinni. Samt sem áður er Guardiola á því að deildartitillinn sé sá mikilvægasti. „Enska úrvalsdeildin er mikilvægasta keppnin því hún spannar 10-11 mánuði, hverja einustu viku. Við erum heppnir að klára á heimavelli með okkar fólki,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi fyrir leik City gegn Chelsea á sunnudag. City gæti reyndar verið búið að tryggja sér meistaratitilinn fyrir leikinn gegn Chelsea. Ef Arsenal tapar gegn Nottingham Forest á morgun eiga þeir ekki lengur möguleika á að ná liði City. „Erfiðasti hlutinn er að koma. Tennisspilarar segja að eiga uppgjöf til að tryggja sér sigur á Wimbledon sé það erfiðasta. Á sunnudag er leikurinn í okkar höndum,“ sagði Guardiola. „Sá síðasti er erfiður því það er svo mikið af tilfinningum. Við myndum ekki getað fyrirgefið sjálfum okkar ef við látum trufla okkur. Við vitum að við höfum þrjá leiki til að tryggja okkur titilinn. Hver leikur sem við vinnum hjálpar í næsta leik.- Ef við getum unnið titilinn á heimavelli þá verðum við að gera það.“ „Ég elska þegar við öskrum á hvorn annan“ Eftir sigurinn á Real Madrid fór myndband í dreifingu í fjölmiðlum þar sem mátti sjá Kevin De Bruyne svara þjálfara sínum fullum hálsi þegar Pep Guardiola gaf honum fyrirmæli í miðjum leiknum. Guardiola fagnaði því að De Bruyne léti hann heyra það. Kevin De Bruyne told Pep Guardiola to 'Shut Up' after Pep shouted at him to pass the ball he lost to Militao. Pep Guardiola to Kevin De Bruyne: "Pass the ball" De Bruyne answered back "Shut up, shut up."#ChampionsLeague#ManCitypic.twitter.com/dASFKPKfO2— Olt Sports (@oltsport_) May 18, 2023 „Ég elska það þegar við öskrum á hvorn annan. Stundum, í sumum leikjum, þá er andrúmsloftið frekar flatt. Ég kann vel við þessa orku. Þetta er ekki í fyrsta sinn, þið sjáið ekki hversu oft hann hefur öskrað á mig á æfingasvæðinu.“ „Þetta er það sem við þurfum. Eftir það, þá er hann sá besti.“ Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Sjá meira
Manchester City tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þegar liðið valtaði yfir Real Madrid í seinni undanúrslitaleik liðanna á miðvikudag. Pep hefur stýrt City fjórum sinnum til sigurs í ensku úrvalsdeildinni en aldrei í Meistaradeildinni. Samt sem áður er Guardiola á því að deildartitillinn sé sá mikilvægasti. „Enska úrvalsdeildin er mikilvægasta keppnin því hún spannar 10-11 mánuði, hverja einustu viku. Við erum heppnir að klára á heimavelli með okkar fólki,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi fyrir leik City gegn Chelsea á sunnudag. City gæti reyndar verið búið að tryggja sér meistaratitilinn fyrir leikinn gegn Chelsea. Ef Arsenal tapar gegn Nottingham Forest á morgun eiga þeir ekki lengur möguleika á að ná liði City. „Erfiðasti hlutinn er að koma. Tennisspilarar segja að eiga uppgjöf til að tryggja sér sigur á Wimbledon sé það erfiðasta. Á sunnudag er leikurinn í okkar höndum,“ sagði Guardiola. „Sá síðasti er erfiður því það er svo mikið af tilfinningum. Við myndum ekki getað fyrirgefið sjálfum okkar ef við látum trufla okkur. Við vitum að við höfum þrjá leiki til að tryggja okkur titilinn. Hver leikur sem við vinnum hjálpar í næsta leik.- Ef við getum unnið titilinn á heimavelli þá verðum við að gera það.“ „Ég elska þegar við öskrum á hvorn annan“ Eftir sigurinn á Real Madrid fór myndband í dreifingu í fjölmiðlum þar sem mátti sjá Kevin De Bruyne svara þjálfara sínum fullum hálsi þegar Pep Guardiola gaf honum fyrirmæli í miðjum leiknum. Guardiola fagnaði því að De Bruyne léti hann heyra það. Kevin De Bruyne told Pep Guardiola to 'Shut Up' after Pep shouted at him to pass the ball he lost to Militao. Pep Guardiola to Kevin De Bruyne: "Pass the ball" De Bruyne answered back "Shut up, shut up."#ChampionsLeague#ManCitypic.twitter.com/dASFKPKfO2— Olt Sports (@oltsport_) May 18, 2023 „Ég elska það þegar við öskrum á hvorn annan. Stundum, í sumum leikjum, þá er andrúmsloftið frekar flatt. Ég kann vel við þessa orku. Þetta er ekki í fyrsta sinn, þið sjáið ekki hversu oft hann hefur öskrað á mig á æfingasvæðinu.“ „Þetta er það sem við þurfum. Eftir það, þá er hann sá besti.“
Enski boltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Fleiri fréttir Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Sjá meira