Prigozhin lýsir yfir sigri í Bakhmut, aftur Samúel Karl Ólason skrifar 20. maí 2023 13:49 Prigozhin og málaliðar hans í Bakhmut í dag. Telegram Yevgeny Prigozhin, rússneskur auðjöfur, sem rekur Wagner Group málaliðahópinn, lýsti því í dag yfir að Rússar hefðu náð fullum tökum á bænum Bakhmut í Dónetskhéraði. Rússar hafa reynt að ná bænum frá síðasta sumri en hafa orðið fyrir miklu mannfalli. Auðjöfurinn segir Rússa stjórna bænum að fullu en í myndbandi sem hann birti í dag gagnrýnir hann Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, og Valery Gerasimov, formann herforingjaráðs Rússlands, fyrir að hafa lítið hjálpað við hernám Bakhmut. Lítið er eftir af Bakhmut nema rústir en um sjötíu þúsund manns bjuggu þar fyrir innrás Rússa. Bakhmut. 16/https://t.co/5NUQUsj6yl pic.twitter.com/s1197tDgNc— Rob Lee (@RALee85) May 18, 2023 Prigozhin hefur áður haldið því fram að Rússar hafi náð tökum á Bakhmut. Myndefni sýnir að úkraínskir hermenn haldi til í nokkrum bygginum í suðvesturjaðri Bakhmut. Forsvarsmenn úkraínska hersins segja Prigozhin fara með rangt mál. Bardagar geisi enn í Bakhmut. Úkraínumenn hafa þó verið á undanhaldi í bænum. Ukraine s 46th Air Assault Brigade on Bakhmut: It may just be a matter of time. Today or tomorrow [Russian forces] will occupy the territory of the city, or rather its ruins. Immediately after, they will face new lines of defense outside the city and problems on the flanks... — Christopher Miller (@ChristopherJM) May 20, 2023 Úkraínumenn hafa hins vegar verið að sækja fram gegn Rússum norður og suður af bænum á undanförnum dögum. Árangurinn er ekki umfangsmikill en Rússar eru þó sagðir vera að senda liðsauka á svæðið til að stöðva Úkraínumenn. Hér að neðan má sjá kort frá því á fimmtudaginn sem sýnir hvernig víglínan í og við Bakhmut hefur breyst á undanförnum dögum. Ukrainian shaping operation:Animated GIF of the territorial control changes in the Bakhmut area between May 9 - 18, 2023Ukrainians gain an estimated ~29 km²Assessments based on available combat footage, Ukrainian officials' statements, and Russian military blogger reports. pic.twitter.com/8jcZGCNlvD— George Barros (@georgewbarros) May 18, 2023 Það hjálpar Úkraínumönnum að Rússar séu að senda liðsauka til Bakhmut en markmið þeirra með vörnum bæjarins hefur verið að halda Rússum við efnið á meðan Úkraínumenn þjálfa upp nýjar sveitir í aðdraganda væntanlegar gagnsóknar á næstu vikum. Sjá einnig: „Við leiddum óvininn í Bakhmut-gildru“ Bardagar eru enn yfirstandandi við Bakhmut en í frétt New York Times er haft eftir úkraínskum hermönnum að þeir ætli ekki að hætta. Eins og áður segir réðust Rússar fyrst á Bakhmut síðasta sumar og síðan þá hafa harðir bardagar geisað þar nánast samfleytt. Rússar hafa skipst á því að reyna að sækja fram inn í bænu og á jöðrum hans í gegnum mánuðina og eru sagðir hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli í Bakhmut. Take with a grain of salt. Prigozhin says Wagner s forces have established full control over Bakhmut after a bloody siege that all but destroyed the city. His declaration of triumph is a long rant about how Shoigu and Gerasimov were no help and Wagner mostly did it on their own pic.twitter.com/CVxrQY6p9R— max seddon (@maxseddon) May 20, 2023 Blaðamenn NYT fengu aðgang að myndefni frá úkraínska hernum sem tekið var yfir þriggja daga tímabil í upphafi maí og segja það sýna Úkraínumenn taka tvær skotgrafir af Rússum. Ákveðið var að nota ekki stórskotalið í upphafi árásarinnar til að koma Rússum á óvart. Það virðist hafa heppnast og tókst þeim að ná fyrstu skotgröfinni. Sjá einnig: Málaliðar Wagner lýsa hryllilegum átökum við Bakhmut Tveimur dögum síða sóttu þeir fram gegn þeirri næstu, þar sem enn fleiri rússneskir hermenn voru. Hermenn skýldu sér í og bakvið bryndreka og stukku svo ofan í skotgrafir Rússa þegar þangað var komið. Að bardaganum loknum segja blaðamenn NYT myndefnið sýni skotgrafirnar fullar af líkum rússneskra hermanna. Einn úkraínskur hermaður sem blaðamennirnir ræddu við sagði að hefðbundin hernaðarviska segði þá sem sækja fram verða fyrir meira mannfalli. Það ætti þó ekki við í þessu tilfelli, því fáir Úkraínumenn hefðu fallið. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Hafa gert umfangsmiklar breytingar á rússneska hernum Forsvarsmenn rússneska hersins hafa þurft að gera umfangsmiklar breytingar á heraflanum, sökum mikils mannfalls og annarra vandræða tengdum innrás Rússa í Úkraínu. Margar af þessum breytingum hafa reynst vel og er herinn betur fallinn að átökunum í austurhluta landsins. 20. maí 2023 08:00 Biden samþykkir þjálfun úkraínskra flugmanna Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði öðrum leiðtogum á leiðtogafundi G-7 ríkjanna að Bandaríkjamenn styddu alþjóðlegt verkefni sem snýr að því að þjálfa úkraínska flugmenn á vestrænar herþotur og þar á meðal F-16, sem Úkraínumenn hafa beðið um um nokkuð skeið. 19. maí 2023 15:16 Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07 „Mér finnst Úkraínumenn þegar hafa unnið þetta stríð“ Utanríkisráðherra Lettlands segir að Úkraínumenn hafi þegar unnið stríðið sem Rússar hófu með innrásinni í Úkraínu í febrúar á síðasta ári. 17. maí 2023 13:16 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Sjá meira
Auðjöfurinn segir Rússa stjórna bænum að fullu en í myndbandi sem hann birti í dag gagnrýnir hann Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, og Valery Gerasimov, formann herforingjaráðs Rússlands, fyrir að hafa lítið hjálpað við hernám Bakhmut. Lítið er eftir af Bakhmut nema rústir en um sjötíu þúsund manns bjuggu þar fyrir innrás Rússa. Bakhmut. 16/https://t.co/5NUQUsj6yl pic.twitter.com/s1197tDgNc— Rob Lee (@RALee85) May 18, 2023 Prigozhin hefur áður haldið því fram að Rússar hafi náð tökum á Bakhmut. Myndefni sýnir að úkraínskir hermenn haldi til í nokkrum bygginum í suðvesturjaðri Bakhmut. Forsvarsmenn úkraínska hersins segja Prigozhin fara með rangt mál. Bardagar geisi enn í Bakhmut. Úkraínumenn hafa þó verið á undanhaldi í bænum. Ukraine s 46th Air Assault Brigade on Bakhmut: It may just be a matter of time. Today or tomorrow [Russian forces] will occupy the territory of the city, or rather its ruins. Immediately after, they will face new lines of defense outside the city and problems on the flanks... — Christopher Miller (@ChristopherJM) May 20, 2023 Úkraínumenn hafa hins vegar verið að sækja fram gegn Rússum norður og suður af bænum á undanförnum dögum. Árangurinn er ekki umfangsmikill en Rússar eru þó sagðir vera að senda liðsauka á svæðið til að stöðva Úkraínumenn. Hér að neðan má sjá kort frá því á fimmtudaginn sem sýnir hvernig víglínan í og við Bakhmut hefur breyst á undanförnum dögum. Ukrainian shaping operation:Animated GIF of the territorial control changes in the Bakhmut area between May 9 - 18, 2023Ukrainians gain an estimated ~29 km²Assessments based on available combat footage, Ukrainian officials' statements, and Russian military blogger reports. pic.twitter.com/8jcZGCNlvD— George Barros (@georgewbarros) May 18, 2023 Það hjálpar Úkraínumönnum að Rússar séu að senda liðsauka til Bakhmut en markmið þeirra með vörnum bæjarins hefur verið að halda Rússum við efnið á meðan Úkraínumenn þjálfa upp nýjar sveitir í aðdraganda væntanlegar gagnsóknar á næstu vikum. Sjá einnig: „Við leiddum óvininn í Bakhmut-gildru“ Bardagar eru enn yfirstandandi við Bakhmut en í frétt New York Times er haft eftir úkraínskum hermönnum að þeir ætli ekki að hætta. Eins og áður segir réðust Rússar fyrst á Bakhmut síðasta sumar og síðan þá hafa harðir bardagar geisað þar nánast samfleytt. Rússar hafa skipst á því að reyna að sækja fram inn í bænu og á jöðrum hans í gegnum mánuðina og eru sagðir hafa orðið fyrir gífurlegu mannfalli í Bakhmut. Take with a grain of salt. Prigozhin says Wagner s forces have established full control over Bakhmut after a bloody siege that all but destroyed the city. His declaration of triumph is a long rant about how Shoigu and Gerasimov were no help and Wagner mostly did it on their own pic.twitter.com/CVxrQY6p9R— max seddon (@maxseddon) May 20, 2023 Blaðamenn NYT fengu aðgang að myndefni frá úkraínska hernum sem tekið var yfir þriggja daga tímabil í upphafi maí og segja það sýna Úkraínumenn taka tvær skotgrafir af Rússum. Ákveðið var að nota ekki stórskotalið í upphafi árásarinnar til að koma Rússum á óvart. Það virðist hafa heppnast og tókst þeim að ná fyrstu skotgröfinni. Sjá einnig: Málaliðar Wagner lýsa hryllilegum átökum við Bakhmut Tveimur dögum síða sóttu þeir fram gegn þeirri næstu, þar sem enn fleiri rússneskir hermenn voru. Hermenn skýldu sér í og bakvið bryndreka og stukku svo ofan í skotgrafir Rússa þegar þangað var komið. Að bardaganum loknum segja blaðamenn NYT myndefnið sýni skotgrafirnar fullar af líkum rússneskra hermanna. Einn úkraínskur hermaður sem blaðamennirnir ræddu við sagði að hefðbundin hernaðarviska segði þá sem sækja fram verða fyrir meira mannfalli. Það ætti þó ekki við í þessu tilfelli, því fáir Úkraínumenn hefðu fallið.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Hafa gert umfangsmiklar breytingar á rússneska hernum Forsvarsmenn rússneska hersins hafa þurft að gera umfangsmiklar breytingar á heraflanum, sökum mikils mannfalls og annarra vandræða tengdum innrás Rússa í Úkraínu. Margar af þessum breytingum hafa reynst vel og er herinn betur fallinn að átökunum í austurhluta landsins. 20. maí 2023 08:00 Biden samþykkir þjálfun úkraínskra flugmanna Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði öðrum leiðtogum á leiðtogafundi G-7 ríkjanna að Bandaríkjamenn styddu alþjóðlegt verkefni sem snýr að því að þjálfa úkraínska flugmenn á vestrænar herþotur og þar á meðal F-16, sem Úkraínumenn hafa beðið um um nokkuð skeið. 19. maí 2023 15:16 Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07 „Mér finnst Úkraínumenn þegar hafa unnið þetta stríð“ Utanríkisráðherra Lettlands segir að Úkraínumenn hafi þegar unnið stríðið sem Rússar hófu með innrásinni í Úkraínu í febrúar á síðasta ári. 17. maí 2023 13:16 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Sjá meira
Hafa gert umfangsmiklar breytingar á rússneska hernum Forsvarsmenn rússneska hersins hafa þurft að gera umfangsmiklar breytingar á heraflanum, sökum mikils mannfalls og annarra vandræða tengdum innrás Rússa í Úkraínu. Margar af þessum breytingum hafa reynst vel og er herinn betur fallinn að átökunum í austurhluta landsins. 20. maí 2023 08:00
Biden samþykkir þjálfun úkraínskra flugmanna Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði öðrum leiðtogum á leiðtogafundi G-7 ríkjanna að Bandaríkjamenn styddu alþjóðlegt verkefni sem snýr að því að þjálfa úkraínska flugmenn á vestrænar herþotur og þar á meðal F-16, sem Úkraínumenn hafa beðið um um nokkuð skeið. 19. maí 2023 15:16
Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07
„Mér finnst Úkraínumenn þegar hafa unnið þetta stríð“ Utanríkisráðherra Lettlands segir að Úkraínumenn hafi þegar unnið stríðið sem Rússar hófu með innrásinni í Úkraínu í febrúar á síðasta ári. 17. maí 2023 13:16