Carmelo Anthony hættur í körfubolta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. maí 2023 18:01 Carmelo Anthony lék með Denver Nuggets fyrstu ár ferilsins í NBA-deildinni. getty/Doug Pensinger Körfuboltamaðurinn Carmelo Anthony hefur lagt skóna á hilluna. Hann er níundi stigahæsti leikmaður í sögu NBA og þrefaldur Ólympíumeistari. Thank you #STAYME7O pic.twitter.com/4au8cOd13s— Carmelo Anthony (@carmeloanthony) May 22, 2023 Eftir að hafa orðið háskólameistari með Syracuse 2003 valdi Denver Nuggets Anthony með þriðja valrétti í nýliðavalinu það ár. Denver komst í úrslitakeppnina öll tímabil Anthonys hjá liðinu og alla leið í úrslit Vesturdeildarinnar 2009. Tveimur árum síðar var Anthony skipt til New York Knicks. Hann lék með Knicks í sex ár en liðið vann aðeins eitt einvígi í úrslitakeppninni á þeim tíma. Anthony á metið yfir flest stig í leik hjá Knicks en hann skoraði 62 stig í leik gegn Charlotte Bobcats í janúar 2014. Anthony varð stigakóngur NBA tímabilið 2012-13 en þá var hann með 28,7 stig að meðaltali í leik. Congratulations, @carmeloanthony on an amazing career! #STAYME7O pic.twitter.com/Z3GYLOE0dc— NEW YORK KNICKS (@nyknicks) May 22, 2023 Anthony var skipt til Oklahoma City Thunder 2017 og lék þar í eitt tímabil. Hann fór svo til Houston Rockets, Portland Trail Blazers og loks Los Angeles Lakers á síðasta tímabili. Á ferli sínum í NBA var Anthony tíu sinnum valinn til að spila í stjörnuleiknum, tvisvar sinnum í öðru úrvalsliði deildarinnar og fjórum sinnum í því þriðja. Anthony skoraði 28.289 stig í 1.260 leikjum í NBA, eða 22,5 stig að meðaltali í leik. Aðeins átta leikmenn hafa skorað meira. Carmelo Anthony has officially called it a career. His resume is loaded - 19 seasons in the NBA- 10x NBA All-Star- 28,289 career points (9th all-time)- NBA scoring champion- 6x All-NBA selection- NBA 75th anniversary team- 3x Olympic gold medalist- NCAA Champion pic.twitter.com/BCcMV25CfV— ClutchPoints (@ClutchPointsApp) May 22, 2023 Anthony varð Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu 2008, 2012 og 2016. Hann er sá eini sem hefur unnið þrjár gullmedalíur. Anthony er stiga-, frákasta- og leikjahæstur í Ólympíusögu bandaríska landsliðsins. NBA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Mætast strax aftur eftir skiptingu „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Sjá meira
Thank you #STAYME7O pic.twitter.com/4au8cOd13s— Carmelo Anthony (@carmeloanthony) May 22, 2023 Eftir að hafa orðið háskólameistari með Syracuse 2003 valdi Denver Nuggets Anthony með þriðja valrétti í nýliðavalinu það ár. Denver komst í úrslitakeppnina öll tímabil Anthonys hjá liðinu og alla leið í úrslit Vesturdeildarinnar 2009. Tveimur árum síðar var Anthony skipt til New York Knicks. Hann lék með Knicks í sex ár en liðið vann aðeins eitt einvígi í úrslitakeppninni á þeim tíma. Anthony á metið yfir flest stig í leik hjá Knicks en hann skoraði 62 stig í leik gegn Charlotte Bobcats í janúar 2014. Anthony varð stigakóngur NBA tímabilið 2012-13 en þá var hann með 28,7 stig að meðaltali í leik. Congratulations, @carmeloanthony on an amazing career! #STAYME7O pic.twitter.com/Z3GYLOE0dc— NEW YORK KNICKS (@nyknicks) May 22, 2023 Anthony var skipt til Oklahoma City Thunder 2017 og lék þar í eitt tímabil. Hann fór svo til Houston Rockets, Portland Trail Blazers og loks Los Angeles Lakers á síðasta tímabili. Á ferli sínum í NBA var Anthony tíu sinnum valinn til að spila í stjörnuleiknum, tvisvar sinnum í öðru úrvalsliði deildarinnar og fjórum sinnum í því þriðja. Anthony skoraði 28.289 stig í 1.260 leikjum í NBA, eða 22,5 stig að meðaltali í leik. Aðeins átta leikmenn hafa skorað meira. Carmelo Anthony has officially called it a career. His resume is loaded - 19 seasons in the NBA- 10x NBA All-Star- 28,289 career points (9th all-time)- NBA scoring champion- 6x All-NBA selection- NBA 75th anniversary team- 3x Olympic gold medalist- NCAA Champion pic.twitter.com/BCcMV25CfV— ClutchPoints (@ClutchPointsApp) May 22, 2023 Anthony varð Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu 2008, 2012 og 2016. Hann er sá eini sem hefur unnið þrjár gullmedalíur. Anthony er stiga-, frákasta- og leikjahæstur í Ólympíusögu bandaríska landsliðsins.
NBA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Mætast strax aftur eftir skiptingu „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Sjá meira