Yfirlýsing vegna MA málsins Ólöf Tara Harðardóttir, Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, Hulda Hrund Guðrúnar Sigmundsdóttir og Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir skrifa 24. maí 2023 07:30 Þann 11. maí síðastliðin gaf Menntaskólinn á Akureyri út yfirlýsingu og bað þar geranda afsökunar á að hafa trúað því sem þau kalla „sögusögn“. Sögusögnin sneri að kynferðisbroti nemanda sem stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri.Umræddur gerandi var hins vegar kærður eftir að málið fór á borð barnaverndar. Barnavernd kærði kynferðisbrotin til lögreglu. Niðurstöður úr því máli eru afgerandi þar sem gerandi játaði brot sitt en sökum ungs aldurs var málið ekki ákært en hann var vissulega á skilorði í tvö ár eftir að niðurstaða komst í málið. Sú ákvörðun skólameistara Menntaskólans á Akureyri virðist hafa verið tekin á grundvelli þess að ráðgjafahópur á vegum Mennta- og Barnamálaráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu að enginn fótur lægi fyrir umræddum sögusögnum. En ekki er allt sem sýnist: Ráðgjafahópurinn talaði ekki við þolanda umrædds geranda. Ráðgjafahópurinn hafði ekki samskipti við barnavernd. Ráðgjafahópurinn skipaði réttarsálfræðing, starfsmann á vegum Ríkislögreglustjóra sem og skólasálfræðing Menntaskólans við Hamrahlíð. Við teljum nauðsynlegt að leiðrétta að ekki var um nauðgun að ræða heldur annars konar kynferðisbrot, kynferðisbrot gegn 13 ára barni. Í fullkomnum heimi þurfa börn og ungmenni ekki að þekkja muninn á nauðgun og annars konar kynferðisbrotum en því miður búum við ekki í þeim heimi. Ungmennin fengu í hendurnar myndband sem sýndi geranda beita þolanda kynferðisofbeldi og drógu ranga ályktun út af því, þau þekktu ekki muninn á nauðgun og kynferðisbroti. Það var svo í menntaskóla byltingunni sem þetta tiltekna mál fór í hámæli. Aðkoma þolanda var aftur á móti engin enda ekki nemandi við Menntaskólann við Hamrahlíð. Þegar Öfgar athuguðu málið enn frekar kom í ljós að ástæða þess að nafn geranda endaði á speglinum var að fleiri þolendur en þessi eina stelpa höfðu tjáð sig um meint brot. Einungis eitt mál hafði farið sína leið í kerfinu og af öllum líkindum þótti það sterkasta leiðin til að vekja athygli á því að gerandi væri í skólanum án þess að þolandi í málinu sem hér um ræðir hafi fengið val. En eftir situr skaðinn, fjölmiðlar hlupu af stað með meiðandi og ranga umfjöllun og tóku með því allt frásagnarvald af barni. Fullorðið fólk hóf að ausa hatri yfir barn undir öllum fréttum sem voru kolrangar. Menntaskólinn á Akureyri bað geranda afsökunar og með því athæfi skrifaði sig í sögubækurnar fyrir ömurlegt bakslag fyrir alla unga þolendur. Til að bæta gráu ofan á svart fór Ráðgjafahópur Mennta- og Barnamálaráðuneytisins með vald til að dæma mál sem hafði þegar farið sinn farveg í kerfinu, sekt geranda hafði verið sönnuð! Öfgar fordæma afsökunarbeiðni Menntaskólans á Akureyri, við fordæmum þessi vinnubrögð ráðgjafahópsins og við fordæmum fyrri fjölmiðlaumfjöllun. Við förum fram á að ráðgjafahópurinn og Menntaskólinn á Akureyri axli ábyrgð á þeim skaða sem þau hafa valdið og biðjist afsökunar á þessu framferði. Við förum fram á að fjölmiðlar hætti að birta falsfréttir um þetta mál og sýni börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi meiri virðingu en gjörðir þeirra sýna. Að lokum fordæmum við getuleysi kerfisins til að styðja geranda til ábyrgðar. Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir að meint brot væru fleiri hefði kerfið sinnt eftirliti með ungum manni sem játaði að hafa framið kynferðisbrot. Vegna viðkvæmrar stöðu þolanda hefur fjölskyldan ákveðið að tjá sig ekki í fjölmiðlum og kosið að málið hefði ekki verið til umfjöllunar yfirhöfuð. Greinahöfundar fengu samþykki til að varpa ljósi á vitneskju sína um málið eftir að heimildarmanneskja tengd málinu setti sig í samband við samtökin. Við biðjum fólk um að leyfa fjölskyldunni að græða sár sín í ró og næði. Höfundar eru meðlimir Öfga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Kynferðisofbeldi Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 11. maí síðastliðin gaf Menntaskólinn á Akureyri út yfirlýsingu og bað þar geranda afsökunar á að hafa trúað því sem þau kalla „sögusögn“. Sögusögnin sneri að kynferðisbroti nemanda sem stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri.Umræddur gerandi var hins vegar kærður eftir að málið fór á borð barnaverndar. Barnavernd kærði kynferðisbrotin til lögreglu. Niðurstöður úr því máli eru afgerandi þar sem gerandi játaði brot sitt en sökum ungs aldurs var málið ekki ákært en hann var vissulega á skilorði í tvö ár eftir að niðurstaða komst í málið. Sú ákvörðun skólameistara Menntaskólans á Akureyri virðist hafa verið tekin á grundvelli þess að ráðgjafahópur á vegum Mennta- og Barnamálaráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu að enginn fótur lægi fyrir umræddum sögusögnum. En ekki er allt sem sýnist: Ráðgjafahópurinn talaði ekki við þolanda umrædds geranda. Ráðgjafahópurinn hafði ekki samskipti við barnavernd. Ráðgjafahópurinn skipaði réttarsálfræðing, starfsmann á vegum Ríkislögreglustjóra sem og skólasálfræðing Menntaskólans við Hamrahlíð. Við teljum nauðsynlegt að leiðrétta að ekki var um nauðgun að ræða heldur annars konar kynferðisbrot, kynferðisbrot gegn 13 ára barni. Í fullkomnum heimi þurfa börn og ungmenni ekki að þekkja muninn á nauðgun og annars konar kynferðisbrotum en því miður búum við ekki í þeim heimi. Ungmennin fengu í hendurnar myndband sem sýndi geranda beita þolanda kynferðisofbeldi og drógu ranga ályktun út af því, þau þekktu ekki muninn á nauðgun og kynferðisbroti. Það var svo í menntaskóla byltingunni sem þetta tiltekna mál fór í hámæli. Aðkoma þolanda var aftur á móti engin enda ekki nemandi við Menntaskólann við Hamrahlíð. Þegar Öfgar athuguðu málið enn frekar kom í ljós að ástæða þess að nafn geranda endaði á speglinum var að fleiri þolendur en þessi eina stelpa höfðu tjáð sig um meint brot. Einungis eitt mál hafði farið sína leið í kerfinu og af öllum líkindum þótti það sterkasta leiðin til að vekja athygli á því að gerandi væri í skólanum án þess að þolandi í málinu sem hér um ræðir hafi fengið val. En eftir situr skaðinn, fjölmiðlar hlupu af stað með meiðandi og ranga umfjöllun og tóku með því allt frásagnarvald af barni. Fullorðið fólk hóf að ausa hatri yfir barn undir öllum fréttum sem voru kolrangar. Menntaskólinn á Akureyri bað geranda afsökunar og með því athæfi skrifaði sig í sögubækurnar fyrir ömurlegt bakslag fyrir alla unga þolendur. Til að bæta gráu ofan á svart fór Ráðgjafahópur Mennta- og Barnamálaráðuneytisins með vald til að dæma mál sem hafði þegar farið sinn farveg í kerfinu, sekt geranda hafði verið sönnuð! Öfgar fordæma afsökunarbeiðni Menntaskólans á Akureyri, við fordæmum þessi vinnubrögð ráðgjafahópsins og við fordæmum fyrri fjölmiðlaumfjöllun. Við förum fram á að ráðgjafahópurinn og Menntaskólinn á Akureyri axli ábyrgð á þeim skaða sem þau hafa valdið og biðjist afsökunar á þessu framferði. Við förum fram á að fjölmiðlar hætti að birta falsfréttir um þetta mál og sýni börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi meiri virðingu en gjörðir þeirra sýna. Að lokum fordæmum við getuleysi kerfisins til að styðja geranda til ábyrgðar. Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir að meint brot væru fleiri hefði kerfið sinnt eftirliti með ungum manni sem játaði að hafa framið kynferðisbrot. Vegna viðkvæmrar stöðu þolanda hefur fjölskyldan ákveðið að tjá sig ekki í fjölmiðlum og kosið að málið hefði ekki verið til umfjöllunar yfirhöfuð. Greinahöfundar fengu samþykki til að varpa ljósi á vitneskju sína um málið eftir að heimildarmanneskja tengd málinu setti sig í samband við samtökin. Við biðjum fólk um að leyfa fjölskyldunni að græða sár sín í ró og næði. Höfundar eru meðlimir Öfga.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar