Ákæra dómsmálaráðherra Texas fyrir embættisbrot Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2023 16:54 Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, hefur lengi verið umdeildur. AP/Tony Gutierrez Ríkisþingmenn í Texas tóku í gær skref í því að ákæra Ken Paxton, dómsmálaráðherra ríkisins, fyrir embættisbrot og spillingu. Ákæran er í tuttugu liðum en Paxton hefur um árabil verið viðloðinn ýmis hneykslismál. Meðlimir rannsóknarnefndar ríkisþingsins, sem leidd er af Repúblikönum, samþykktu samhljóða í gær að leggja ákæruna fyrir þingið og verður mögulega greitt atkvæði um hana þar í dag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Verði ákæran samþykkt gæti yrði Paxton vikið samstundis úr embætti. Gerist það, yrði Paxton þriðji maðurinn í sögu Texas sem yrði vikið úr embætti með þessum hætti. Paxton hefur lengi verið umdeildur en hann bað Hæstarétt Bandaríkjanna árið 2020 um að fella sigur Joe Biden, forseta, úr gildi. Hann hefur einnig verið til rannsóknar af Alríkislögreglu Bandaríkjanna vegna gruns um að hann hafi beitt embætti sínu til að hjálpa manni sem hefur styrkt kosningabaráttu hans í gegnum árin. Þar að auki var Paxton ákærður fyrir fjársvik árið 2015 en samkvæmt AP hefur það mál aldrei ratað í dómsal. Rannsókn Repúblikana leit fyrst dagsins ljós á þriðjudaginn en þá brást Paxton reiður við. Hann staðhæfði að Dade Phelan, forseti þingsins, sem Paxton kallaði „frjálslyndan“ eiga í pólitískum árásum gegn sér og kallaði eftir afsögn hans. Þá sakaði Paxton Phelan um að hafa verið ölvaðan á þingi í síðustu viku. „Þetta er sorgardagur í Texas þar sem við verðum vitni að spilltum langtíma stjórnmálamönnum sameinast í þessari ólögmætu tilraun til að fella vilja fólksins úr gildi og gera lítið úr atkvæðum kjósenda ríkisins,“ sagði Paxton í yfirlýsingu í gær. Þá hélt hann því fram að ekkert væri til í ásökunum gegn honum. Beitti embætti sínu í þágu vinar Farið er yfir ákæruliðina gegn Paxton í grein Texas Tribune en margar þeirra snúast um að ráðherrann hafi brugðist opinberum skildum sínum og misbeitt valdi sínu sem dómsmálaráðherra í þágu vina sinna og annarra. Sérstaklega Nate Paul, sem er bæði vinur Paxton og stuðningsmaður. Einn liður snýr að mútuþægni þar sem Repúblikanar segja Paxton hafa beðið Paul um að ráða konu sem Paxton var að halda við á þeim tíma. Paul greiddi einnig fyrir endurbætur á heimili Paxton í skiptum fyrir lagalega aðstoð. Þá er Paxton sakaður um að hafa látið opinbera starfsmenn vinna í þágu Paul svo það hafi kostað Texas minnst 72 þúsund dali. Paxton er einnig sakaður um spillingu í tengslum við áðurnefnda fjársvikaákæru. Hann er meðal annars sakaður um að hafa komið í veg fyrir að ákærurnar yrðu opinberaðar fyrir kosningar, sem hann vann svo. Bandaríkin Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Meðlimir rannsóknarnefndar ríkisþingsins, sem leidd er af Repúblikönum, samþykktu samhljóða í gær að leggja ákæruna fyrir þingið og verður mögulega greitt atkvæði um hana þar í dag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Verði ákæran samþykkt gæti yrði Paxton vikið samstundis úr embætti. Gerist það, yrði Paxton þriðji maðurinn í sögu Texas sem yrði vikið úr embætti með þessum hætti. Paxton hefur lengi verið umdeildur en hann bað Hæstarétt Bandaríkjanna árið 2020 um að fella sigur Joe Biden, forseta, úr gildi. Hann hefur einnig verið til rannsóknar af Alríkislögreglu Bandaríkjanna vegna gruns um að hann hafi beitt embætti sínu til að hjálpa manni sem hefur styrkt kosningabaráttu hans í gegnum árin. Þar að auki var Paxton ákærður fyrir fjársvik árið 2015 en samkvæmt AP hefur það mál aldrei ratað í dómsal. Rannsókn Repúblikana leit fyrst dagsins ljós á þriðjudaginn en þá brást Paxton reiður við. Hann staðhæfði að Dade Phelan, forseti þingsins, sem Paxton kallaði „frjálslyndan“ eiga í pólitískum árásum gegn sér og kallaði eftir afsögn hans. Þá sakaði Paxton Phelan um að hafa verið ölvaðan á þingi í síðustu viku. „Þetta er sorgardagur í Texas þar sem við verðum vitni að spilltum langtíma stjórnmálamönnum sameinast í þessari ólögmætu tilraun til að fella vilja fólksins úr gildi og gera lítið úr atkvæðum kjósenda ríkisins,“ sagði Paxton í yfirlýsingu í gær. Þá hélt hann því fram að ekkert væri til í ásökunum gegn honum. Beitti embætti sínu í þágu vinar Farið er yfir ákæruliðina gegn Paxton í grein Texas Tribune en margar þeirra snúast um að ráðherrann hafi brugðist opinberum skildum sínum og misbeitt valdi sínu sem dómsmálaráðherra í þágu vina sinna og annarra. Sérstaklega Nate Paul, sem er bæði vinur Paxton og stuðningsmaður. Einn liður snýr að mútuþægni þar sem Repúblikanar segja Paxton hafa beðið Paul um að ráða konu sem Paxton var að halda við á þeim tíma. Paul greiddi einnig fyrir endurbætur á heimili Paxton í skiptum fyrir lagalega aðstoð. Þá er Paxton sakaður um að hafa látið opinbera starfsmenn vinna í þágu Paul svo það hafi kostað Texas minnst 72 þúsund dali. Paxton er einnig sakaður um spillingu í tengslum við áðurnefnda fjársvikaákæru. Hann er meðal annars sakaður um að hafa komið í veg fyrir að ákærurnar yrðu opinberaðar fyrir kosningar, sem hann vann svo.
Bandaríkin Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira