Peaty hefur orðið þrisvar sinnum Ólympíumeistari, vann eitt gull í Ríó 2016 og tvö til viðbótar í Tókýó 2021. Hann hefur einnig unnið átta heimsmeistaratitla og sautján Evrópumeistaratitla en sérsvið hans er bringusund.
Three-time Olympic swimming champion Adam Peaty says gold medals will not solve his problems.
— BBC Sport (@BBCSport) May 30, 2023
He recently pulled out of the British Championships, citing mental health issues.
In full
Peaty hefur verið tilbúinn að ræða þunglyndi sitt og vandamál með áfengi. Hann sagði nýverið að hann hafi verið á sjálfseyðingarspíral eins og hann orðaði það (self-destructive spiral).
„Góður vinur minn sagði að gullverðlaunin séu það kaldasta sem þú munir nokkurn tímann klæðast,“ sagði Adam Peaty í þættinum BBC Breakfast.
„Það er það kaldasta að því að þú heldur að það muni leysa öll þín vandamál en það gerir það ekki,“ sagði Peaty.
Peaty ætlar sér að koma aftur á Ólympíuleikana í París á næsta ári en hann segir að vandamálið með áfengið hafi versnað þegar hann glímdi við meiðsli á síðasta ári. Hann var líka í erfiðleikum með að finna sér innblástur og þá voru sambandsslit hans og barnamóður hans einnig erfið.
"I should not be crying for something I love"
— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) May 30, 2023
Olympic champion Adam Peaty tells #BBCBreakfast he has his sights set on Paris 2024, after struggling with his mental health pic.twitter.com/Z8pYMpUCv0