Sjö prósenta hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. maí 2023 09:33 Ekkert lát er á einkaneyslu og ferðaþjónustan drífur hana áfram. Vísir/Vilhelm Landsframleiðsla jókst um sjö prósent að raungildi á fyrsta ársfjórðungi miðað við sama tíma bili í fyrra. Útflutningur jókst um nærri ellefu prósent. Þetta kemur í nýjum tölum Hagstofunnar. Segir þar að einkaneysla hafi aukist um 4,9 prósent og samneyslan um 1,7 prósent. Fjármunamyndun dróst hins vegar lítillega saman, eða um 0,1 prósent. „Utanríkisviðskipti skiluðu jákvæðu framlagi til hagvaxtar en útflutningur jókst um 10,8 % að raungildi, að mestu leyti vegna vaxandi tekna af útfluttri þjónustu,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar. „Á innflutningshlið mælist hóflegur vöxtur en jöfnuður vöru- og þjónustuviðskipta mælist -2,5% af vergri landsframleiðslu ársfjórðungsins.“ Ekkert lát á einkaneyslu Ekkert lát er á einkaneyslunni. Eru það einkum ferðatengdir liðir sem standa að baki aukningunni. Þessi kröftuga neysla og umtalsverðar verðhækkanir eru að mati Hagstofunnar vísbending um að heimilin séu að ganga á sparnað til að láta enda ná saman. Tölur um ráðstöfunartekjur heimilanna verða birtar um miðjan júní og viku fyrr niðurstöður um fjármál hins opinbera. 24 milljarða halli Útflutningstekjur hafa vaxið hratt, bæði á undanförnum misserum og síðasta ársfjórðungi. Eru það einkum auknar útflutningstekjur í tengslum við ferðaþjónustu sem standa að baki þróuninni. Jókst þjónustuútflutningur um 24,7 prósent en vöruútflutningur aðeins um 1,1 prósent miðað við fast verðlag. Vöruinnflutningur dróst saman um 0,2 prósent en þjónustu innflutningur um 12,4 prósent. Samanlagður halli af vöru og þjónustuviðskiptum er 24,2 milljarðar á þessu þriggja mánaða tímabili. Halli á vöruviðskiptum nam 45,7 milljörðum en þjónustujöfnuður var jákvæður upp á 21,4 milljarða. Fleiri vinna Birgðir jukust um 38,5 milljarða, aðallega vegna sjávarafurða. Olíubirgðir minnkuðu um nærri 800 milljón króna. Vinnustundum fjölgaði um 5,6 prósent miðað við sama tímabil í fyrra og starfandi einstaklingum um 5,5 prósent. „Sé litið til einstakra atvinnugreina kemur í ljós að áberandi mest fjölgun vinnustunda var í byggingarstarfsemi og verslunar-, samgöngum og veitingargreinum á meðan minnst fjölgun vinnustunda var hjá hinu opinbera,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar. Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Byggingariðnaður Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Þetta kemur í nýjum tölum Hagstofunnar. Segir þar að einkaneysla hafi aukist um 4,9 prósent og samneyslan um 1,7 prósent. Fjármunamyndun dróst hins vegar lítillega saman, eða um 0,1 prósent. „Utanríkisviðskipti skiluðu jákvæðu framlagi til hagvaxtar en útflutningur jókst um 10,8 % að raungildi, að mestu leyti vegna vaxandi tekna af útfluttri þjónustu,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar. „Á innflutningshlið mælist hóflegur vöxtur en jöfnuður vöru- og þjónustuviðskipta mælist -2,5% af vergri landsframleiðslu ársfjórðungsins.“ Ekkert lát á einkaneyslu Ekkert lát er á einkaneyslunni. Eru það einkum ferðatengdir liðir sem standa að baki aukningunni. Þessi kröftuga neysla og umtalsverðar verðhækkanir eru að mati Hagstofunnar vísbending um að heimilin séu að ganga á sparnað til að láta enda ná saman. Tölur um ráðstöfunartekjur heimilanna verða birtar um miðjan júní og viku fyrr niðurstöður um fjármál hins opinbera. 24 milljarða halli Útflutningstekjur hafa vaxið hratt, bæði á undanförnum misserum og síðasta ársfjórðungi. Eru það einkum auknar útflutningstekjur í tengslum við ferðaþjónustu sem standa að baki þróuninni. Jókst þjónustuútflutningur um 24,7 prósent en vöruútflutningur aðeins um 1,1 prósent miðað við fast verðlag. Vöruinnflutningur dróst saman um 0,2 prósent en þjónustu innflutningur um 12,4 prósent. Samanlagður halli af vöru og þjónustuviðskiptum er 24,2 milljarðar á þessu þriggja mánaða tímabili. Halli á vöruviðskiptum nam 45,7 milljörðum en þjónustujöfnuður var jákvæður upp á 21,4 milljarða. Fleiri vinna Birgðir jukust um 38,5 milljarða, aðallega vegna sjávarafurða. Olíubirgðir minnkuðu um nærri 800 milljón króna. Vinnustundum fjölgaði um 5,6 prósent miðað við sama tímabil í fyrra og starfandi einstaklingum um 5,5 prósent. „Sé litið til einstakra atvinnugreina kemur í ljós að áberandi mest fjölgun vinnustunda var í byggingarstarfsemi og verslunar-, samgöngum og veitingargreinum á meðan minnst fjölgun vinnustunda var hjá hinu opinbera,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar.
Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Byggingariðnaður Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira