Hjónin Ragnhildur Steinunn, dagskrárgerðarmaður hjá RÚV og Haukur Ingi Guðnason, sálfræðingur, ásamt hjónunum Martinu Vigdísi Nardini, lækni og Jóni Helga Erlendssyni, framkvæmdarstjóra, eru nýir eigendur verslananna. Þau taka við rekstri í dag en formleg opnun verður að þeirra sögn á haustmánuðum.
DUXIANA verslunin selur húsgögn, þar á meðal svokölluð DÚX rúm sem búa að sögn eigendanna yfir fyrsta flokks gæðum. Vörumerkið DUXIANA hlaut í fyrra útnefningu Forbes ferðahandbókar fyrir framúrskarandi gæði. Verslunin hefur verið rekin í 42 ár.
Í Gegnum glerið versluninni fást meðal annars húsgögn og vörur frá vörumerkjunum Molteni&C, Georg Jansen og Lambert.
Nýju eigendurnir ætla sér að fylgja fjölskylduvænni stefnu og og hafa opið til klukkan 17 á virkum dögum. Auk þess koma þau til með að bjóða upp á tímabókun í ráðgjöf og skoðun.