María Sigrún leikur í einni dýrustu mynd allra tíma Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. maí 2023 20:30 Maríu Sigrúnu bregður fyrir snemma í nýrri Fast and the Furious-mynd. skjáskot María Sigrún Hilmarsdóttir fer með hlutverk fréttaþular í nýrri Fast and the Furious-kvikmynd, Fast X. Hún segist lengi hafa dreymt um að leika í kvikmynd en labbaði út úr kvikmyndasalnum þegar um tuttugu mínútur voru búnar af myndinni. María Sigrún ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, um er að ræða kvikmynd sem kostar rúmlega 47 milljarða króna að framleiða. Henni bregður fyrir snemma í myndinni þegar hryðjuverk er framið í Róm. Nokkrir fréttaþulir víða um heim segja frá þessari helstu frétt og þar á meðal okkar kona. En hvernig kom hlutverkið til? „Það var bara núna í janúar sem ég fékk símtal frá True north, framleiðslufyrirtæki. Þeir sögðu mér að framleiðendurnir væru að leita að íslenskum fréttaþul til að leika í mjög stórri mynd. Þá höfðu þeir skoðað íslenska fréttaþuli og vildu fá mig. Ég vildi strax vita meira og fékk það upp úr þeim að þetta væri Fast and the Furious, risamynd. Ein sú dýrasta sem hefur verið framleidd,“ segir María Sigrún í samtali við Vísi. Besta tímakaup ferilsins Um er að ræða nokkurra sekúndna framkomu sem tekin var upp í Efstaleitinu. „Ég fór ekki til Hollywood en ætlaði nú að gera það að skilyrði að ég fengi að fara á rauða dregilinn,“ segir María Sigrún og hlær. Hún segist hafa fengið sér umboðsmann áður en viðræður hófust við framleiðendann. „Við skulum segja að þetta hafi verið besta tímakaup sem ég hef fengið,“ segir María Sigrún sem leitaði til Maríu Hrundar Marínósdóttur, hjá Móðurskipinu, sem sá um samningaviðræður. „Þetta eru bara nokkrar sekúndur en það heyrist samt alveg hvað ég segi. Ég fékk textann á ensku og ég átti að þýða hann sjálf á íslensku. Þeir sömdu bara við RÚV, þannig útsendingastjórinn okkar var í raun pródúsent. Þeir vildu að ég væri skýrmælt og vildu fá alls kyns tungumál, þess vegna hefur íslenskan orðið fyrir valinu.“ Fóru úr salnum eftir leik Maríu Hún segist ekki hafa vitað hvort hún væri í myndinni fyrr en hún fór á myndina í bíóhúsi með syni sínum. „Þess vegna þorði ég ég ekki að segja neinum frá þessu, ég vissi ekkert hvort minni senu yrði hent. Ég tók ellefu ára son minn með mér en myndin er reyndar bönnuð innan tólf ára. Ég var búin að undirbúa hann vel undir þetta, hann var mjög peppaður.“ Myndin er tveir tímar og tuttugu mínutur. Hún segir myndina ansi ofbeldisfulla. „Ég sá að syni mínum leist ekkert á þetta þannig að um leið og mín sena var búin þá gengum við út af myndinni. Þannig ég hef í raun ekki enn séð myndina. Kærastinn minn er nú samt mjög spenntur fyrir þessu þannig við munum fara og klára hana.“ María segist lengi hafa dreymt um að leika í bíómynd. „Maður er náttúrulega mikið í myndvinnslu og ég hef oft hugsað í gríni hvað það væri gaman að prófa að leika eitthvað. Þannig það má alveg segja að það sé draumur að rætast.“ „Ég hugsa að ég hefði ekki farið á myndina ef ég væri ekki í henni. Manni finnst bíómyndir hafa breyst svo mikið síðustu ár, meiri áhersla lögð upp á visual atriði á kostnað góðra handrita. Gera einhverja hrikalega upplifun sem nær þá ekki eins vel í gegn í stofunni.“ Hollywood Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Bílar Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
María Sigrún ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, um er að ræða kvikmynd sem kostar rúmlega 47 milljarða króna að framleiða. Henni bregður fyrir snemma í myndinni þegar hryðjuverk er framið í Róm. Nokkrir fréttaþulir víða um heim segja frá þessari helstu frétt og þar á meðal okkar kona. En hvernig kom hlutverkið til? „Það var bara núna í janúar sem ég fékk símtal frá True north, framleiðslufyrirtæki. Þeir sögðu mér að framleiðendurnir væru að leita að íslenskum fréttaþul til að leika í mjög stórri mynd. Þá höfðu þeir skoðað íslenska fréttaþuli og vildu fá mig. Ég vildi strax vita meira og fékk það upp úr þeim að þetta væri Fast and the Furious, risamynd. Ein sú dýrasta sem hefur verið framleidd,“ segir María Sigrún í samtali við Vísi. Besta tímakaup ferilsins Um er að ræða nokkurra sekúndna framkomu sem tekin var upp í Efstaleitinu. „Ég fór ekki til Hollywood en ætlaði nú að gera það að skilyrði að ég fengi að fara á rauða dregilinn,“ segir María Sigrún og hlær. Hún segist hafa fengið sér umboðsmann áður en viðræður hófust við framleiðendann. „Við skulum segja að þetta hafi verið besta tímakaup sem ég hef fengið,“ segir María Sigrún sem leitaði til Maríu Hrundar Marínósdóttur, hjá Móðurskipinu, sem sá um samningaviðræður. „Þetta eru bara nokkrar sekúndur en það heyrist samt alveg hvað ég segi. Ég fékk textann á ensku og ég átti að þýða hann sjálf á íslensku. Þeir sömdu bara við RÚV, þannig útsendingastjórinn okkar var í raun pródúsent. Þeir vildu að ég væri skýrmælt og vildu fá alls kyns tungumál, þess vegna hefur íslenskan orðið fyrir valinu.“ Fóru úr salnum eftir leik Maríu Hún segist ekki hafa vitað hvort hún væri í myndinni fyrr en hún fór á myndina í bíóhúsi með syni sínum. „Þess vegna þorði ég ég ekki að segja neinum frá þessu, ég vissi ekkert hvort minni senu yrði hent. Ég tók ellefu ára son minn með mér en myndin er reyndar bönnuð innan tólf ára. Ég var búin að undirbúa hann vel undir þetta, hann var mjög peppaður.“ Myndin er tveir tímar og tuttugu mínutur. Hún segir myndina ansi ofbeldisfulla. „Ég sá að syni mínum leist ekkert á þetta þannig að um leið og mín sena var búin þá gengum við út af myndinni. Þannig ég hef í raun ekki enn séð myndina. Kærastinn minn er nú samt mjög spenntur fyrir þessu þannig við munum fara og klára hana.“ María segist lengi hafa dreymt um að leika í bíómynd. „Maður er náttúrulega mikið í myndvinnslu og ég hef oft hugsað í gríni hvað það væri gaman að prófa að leika eitthvað. Þannig það má alveg segja að það sé draumur að rætast.“ „Ég hugsa að ég hefði ekki farið á myndina ef ég væri ekki í henni. Manni finnst bíómyndir hafa breyst svo mikið síðustu ár, meiri áhersla lögð upp á visual atriði á kostnað góðra handrita. Gera einhverja hrikalega upplifun sem nær þá ekki eins vel í gegn í stofunni.“
Hollywood Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Bílar Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira