Anníe byrjaði best og er sú eina í heimsleikasæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2023 10:20 Anníe Mist Þórisdóttir byrjaði langbest af íslensku stelpunum. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir er í sjöunda sæti eftir fyrstu grein af sjö á undanúrslitamóti Evrópu fyrir heimsleikana í CreossFit. Fjórar íslenskar konur taka þátt í mótinu en ellefu efstu tryggja sér sæti á heimsleikunum í haust. Fyrsta greinin var samansafn að æfingum úr lyftingasalnum. Þar áttu stelpurnar að hjóla þrjá kílómetra, toga 81,5 kg lóð tæpa 26 metra, hlaupa tvo kílómetra, toga lóðið aðra tæpa 26 metra, skíða einn kílometra á skíðavél og toga svo lóðið aðra 28 metra. Keppendur höfðu 30 mínútur til að klára greinina. Anníe kláraði fyrstu greinina á 25 mínútum, 15 sekúndum og 19 sekúndubrotum. Hún var sextán sekúndum frá sjötta sætinu og tæplega einni og hálfri mínútu á eftir Jennifer Muir sem vann fyrstu grein. Engin önnur íslensk kona situr í heimsleikasæti eftir þessa fyrstu grein en Sera Sigmundsdóttir er í þrettánda sæti. Hún kláraði á 25 mínútum, 55 sekúndum og 21 sekúndubroti. Sólveig Sigurðardóttir er í 26. sæti en Þuríður Erla Helgadóttir var í vandræðum og endaði í 52. sæti af 59 keppendum. Katrín Tanja náði öðru sæti á undanúrslitamóti sínu um síðustu helgi en hún var þá níunda eftir fyrstu grein. Keppt er í sömu greinum á öllum undanúrslitamótunum. Þetta er fyrri greinin af tveimur í dag. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira
Fjórar íslenskar konur taka þátt í mótinu en ellefu efstu tryggja sér sæti á heimsleikunum í haust. Fyrsta greinin var samansafn að æfingum úr lyftingasalnum. Þar áttu stelpurnar að hjóla þrjá kílómetra, toga 81,5 kg lóð tæpa 26 metra, hlaupa tvo kílómetra, toga lóðið aðra tæpa 26 metra, skíða einn kílometra á skíðavél og toga svo lóðið aðra 28 metra. Keppendur höfðu 30 mínútur til að klára greinina. Anníe kláraði fyrstu greinina á 25 mínútum, 15 sekúndum og 19 sekúndubrotum. Hún var sextán sekúndum frá sjötta sætinu og tæplega einni og hálfri mínútu á eftir Jennifer Muir sem vann fyrstu grein. Engin önnur íslensk kona situr í heimsleikasæti eftir þessa fyrstu grein en Sera Sigmundsdóttir er í þrettánda sæti. Hún kláraði á 25 mínútum, 55 sekúndum og 21 sekúndubroti. Sólveig Sigurðardóttir er í 26. sæti en Þuríður Erla Helgadóttir var í vandræðum og endaði í 52. sæti af 59 keppendum. Katrín Tanja náði öðru sæti á undanúrslitamóti sínu um síðustu helgi en hún var þá níunda eftir fyrstu grein. Keppt er í sömu greinum á öllum undanúrslitamótunum. Þetta er fyrri greinin af tveimur í dag. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira