„Þetta er að okkar mati möguleg eignaupptaka“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. júní 2023 11:52 Kolbrún Halldórsdóttir er formaður BHM. BHM Heildarsamtök launafólks skoða nú hvort tilefni sé til að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar sem tekur gildi hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins um næstu mánaðamót. Kolbrún Halldórsdóttir, sem er nýtekin við sem formaður BHM, sagði í viðtali um málið í Bítinu í morgun þetta mál hafi lengi verið til umræðu og að fólk hefði vitað að skerðingar á lífeyri væru yfirvofandi meðal annars vegna hækkandi lífaldurs íslensku þjóðarinnar. „Þetta er bara mjög þungt og erfitt mál og varðar svo ótrúlega stóran hóp fólks,“ sagði Kolbrún. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá Gísla B. Árnasyni, fyrrverandi rannsóknarlögreglumanni og lífeyrisþega, sem ætlaði sér ekki að taka skerðingunum þegjandi og hljóðalaust og hefur ákveðið að höfða mál gegn ríkinu. Hann fór á eftirlaun í desember 2022 og er einn af þeim sem lífeyrisþegum sem sér nú fram á 4,1 prósenta skerðingu. Hlusta má á viðtalið við Kolbrúnu Halldórsdóttur, formann BHM í heild sinni að neðan. Um næstu mánaðamót kemur til framkvæmda skerðing á lífeyrisréttindum sjóðsfélaga LSR. Skerðingin nemur að meðaltali 9,9 prósentum. Sem dæmi þá nemur skerðingin rúmum 12 prósentum hjá sjóðsfélaga sem er 25 ára en 6,6 prósentum hjá sjóðsfélaga sem er sextugur. Með lagabreytingu 2017, sem þessi breyting hvílir á, var sett inn ríkisábyrgð fyrir allra elsta hópinn, þannig mun ekkert breytast hjá 83 prósent, það er að segja þeirra sem taka lífeyri í dag. Þrátt fyrir að lengi hafi verið vitað í hvað stefndi brá fólki þegar tilkynnt var um skerðingarnar sem verða að meðaltali 9,9 prósent. „Þetta er rosalegt. Þetta er alveg svakalegt og þetta er, að okkar mati, möguleg eignaupptaka,“ segir Kolbrún en allt frá því að LSR tilkynnti um að skerðingarnar kæmu til framkvæmda hafa fjölmargir velt fyrir sér hvort stéttarfélögin muni láta reyna á lögmæti fyrir dómstólum landsins. Höfðaði mál Kennarasamband Íslands höfðaði mál gegn ríkinu vegna lagabreytinga um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna árið 2017 en Landsréttur vísaði því frá vegna þess að ekki var hægt að sýna fram á skaða því skerðingarnar höfðu þá ekki tekið gildi. Staðan mun, eins og gefur að skilja, breytast um næstu mánaðamót. Kolbrún var spurð hvort reynt verði lá lögmæti skerðingarinnar í ljósi þessara vendinga. „Nú erum við […] heildarsamtökin í samráði um að hvað gert verði og það er eitt af því sem er til skoðunar og tekin verður ákvörðun um.“ Málið keyrt í gegn Kolbrún var spurð hvort nóg hafi verið gert til að reyna að sporna gegn skerðingunum en hún svaraði því til að málið hafi verið keyrt í gegn. „Þótt öll heildarsamtök launafólks hafi sett hælana niður frá fyrsta degi þá er bara skriðþunginn í málinu þannig að þetta hefur bara verið keyrt áfram,“ segir Kolbrún. Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Stéttarfélög Kjaramál Tengdar fréttir Ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar á lífeyrisréttindum Lífeyrisþegi ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar á lífeyrisréttindum sjóðfélaga Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins sem kemur til framkvæmda um næstu mánaðarmót. Formaður Kennarasambands Íslands segir nauðsynlegt að kanna hvort skerðingin standist lög. 5. júní 2023 21:31 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
„Þetta er bara mjög þungt og erfitt mál og varðar svo ótrúlega stóran hóp fólks,“ sagði Kolbrún. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá Gísla B. Árnasyni, fyrrverandi rannsóknarlögreglumanni og lífeyrisþega, sem ætlaði sér ekki að taka skerðingunum þegjandi og hljóðalaust og hefur ákveðið að höfða mál gegn ríkinu. Hann fór á eftirlaun í desember 2022 og er einn af þeim sem lífeyrisþegum sem sér nú fram á 4,1 prósenta skerðingu. Hlusta má á viðtalið við Kolbrúnu Halldórsdóttur, formann BHM í heild sinni að neðan. Um næstu mánaðamót kemur til framkvæmda skerðing á lífeyrisréttindum sjóðsfélaga LSR. Skerðingin nemur að meðaltali 9,9 prósentum. Sem dæmi þá nemur skerðingin rúmum 12 prósentum hjá sjóðsfélaga sem er 25 ára en 6,6 prósentum hjá sjóðsfélaga sem er sextugur. Með lagabreytingu 2017, sem þessi breyting hvílir á, var sett inn ríkisábyrgð fyrir allra elsta hópinn, þannig mun ekkert breytast hjá 83 prósent, það er að segja þeirra sem taka lífeyri í dag. Þrátt fyrir að lengi hafi verið vitað í hvað stefndi brá fólki þegar tilkynnt var um skerðingarnar sem verða að meðaltali 9,9 prósent. „Þetta er rosalegt. Þetta er alveg svakalegt og þetta er, að okkar mati, möguleg eignaupptaka,“ segir Kolbrún en allt frá því að LSR tilkynnti um að skerðingarnar kæmu til framkvæmda hafa fjölmargir velt fyrir sér hvort stéttarfélögin muni láta reyna á lögmæti fyrir dómstólum landsins. Höfðaði mál Kennarasamband Íslands höfðaði mál gegn ríkinu vegna lagabreytinga um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna árið 2017 en Landsréttur vísaði því frá vegna þess að ekki var hægt að sýna fram á skaða því skerðingarnar höfðu þá ekki tekið gildi. Staðan mun, eins og gefur að skilja, breytast um næstu mánaðamót. Kolbrún var spurð hvort reynt verði lá lögmæti skerðingarinnar í ljósi þessara vendinga. „Nú erum við […] heildarsamtökin í samráði um að hvað gert verði og það er eitt af því sem er til skoðunar og tekin verður ákvörðun um.“ Málið keyrt í gegn Kolbrún var spurð hvort nóg hafi verið gert til að reyna að sporna gegn skerðingunum en hún svaraði því til að málið hafi verið keyrt í gegn. „Þótt öll heildarsamtök launafólks hafi sett hælana niður frá fyrsta degi þá er bara skriðþunginn í málinu þannig að þetta hefur bara verið keyrt áfram,“ segir Kolbrún.
Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Stéttarfélög Kjaramál Tengdar fréttir Ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar á lífeyrisréttindum Lífeyrisþegi ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar á lífeyrisréttindum sjóðfélaga Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins sem kemur til framkvæmda um næstu mánaðarmót. Formaður Kennarasambands Íslands segir nauðsynlegt að kanna hvort skerðingin standist lög. 5. júní 2023 21:31 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar á lífeyrisréttindum Lífeyrisþegi ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna skerðingar á lífeyrisréttindum sjóðfélaga Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins sem kemur til framkvæmda um næstu mánaðarmót. Formaður Kennarasambands Íslands segir nauðsynlegt að kanna hvort skerðingin standist lög. 5. júní 2023 21:31