Arnarnesvegur gæti orðið 1,3 milljörðum króna dýrari Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júní 2023 13:10 Svona verða gatnamót Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar. Vegagerðin Vegagerðin hefur hafnað tveimur lægstu tilboðum sem bárust í gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð og þess í stað ákveðið að ganga til samninga við þann sem átti þriðja lægsta boð, sem var 1.333 milljónum króna hærra en það lægsta. Lægstbjóðandi, fyrirtækin Óskatak ehf. og Háfell ehf, hefur kært ákvörðunina til Kærunefndar útboðsmála. „Lægstbjóðanda var hafnað þar sem hann – samanlagt hjá báðum - stóðst ekki kröfur um lágmarksveltu síðustu þriggja ára. Krafan var um veltu upp á 50 prósent af þessu verki,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. G. Pétur segir að næstlægsta boð, frá Jarðvali sf., hafi heldur ekki staðist kröfur um lágmarksveltu. Því hafi Vegagerðin ákveðið að ganga til samninga við Suðurverk hf. og Loftorku ehf. Kærumál valda því hins vegar að gerð samninga er í biðstöðu. Fimm tilboð bárust í verkið.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir „Leitað var eftir samningum við næsta hæfa aðila en þar sem höfnunin var kærð þá stöðvast það ferli. Vegagerðin mun fara fram á það við kærunefnd útboðsmála að stöðvun verði aflétt meðan málið er í meðförum hjá nefndinni, en þetta hefur nýlega snúist við, áður þurfti að óska eftir stöðvun,“ segir G. Pétur. „Verði stöðvun ekki aflétt mun það leiða til þess að framkvæmdir tefjast meðan málið er í meðförum nefndarinnar,“ segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. „Ég er búinn að kæra þetta. Við erum að bíða eftir niðurstöðu frá Kærunefnd útboðsmála,“ segir Óskar Ólafsson, framkvæmdastjóri Óskataks, og kveðst vonast eftir niðurstöðu öðru hvoru megin við helgi. „Ég er búinn að sýna þeim fram á að ég var með veltu upp á 54 prósent,“ segir Óskar en tekur fram að þetta sé túlkunaratriði. Gatnamót Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar, séð úr Víðidal.Vegagerðin/Verkís „Þetta er voðalega skrítið með Vegagerðina. Ef það kemur einhver nýr þá er eins og hann þurfi að ganga í gegnum þrautagöngu. Það er verið að mismuna mönnum. Það er ekki samræmi milli útboða. Í Suðurlandsvegi um Ölfus, sem var verið að taka í notkun um daginn, þá var miðað við 25 prósent af veltu síðustu þrjú ár. Uppi á Kjalarnesi var miðað við 30 prósent. Núna er miðað við 50 prósent,“ segir Óskar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um opnun tilboða: Vegagerð Samgöngur Kópavogur Tengdar fréttir Óskar í Óskataki sér fram á að vinna fyrir 5,4 milljarða króna Lægsta boð í gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð í efri byggðum Kópavogs reyndist 718 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Boðið kom frá verktökunum Óskataki og Háfelli og er upp á 5,4 milljarða króna. 9. maí 2023 20:10 Íbúum tókst ekki að koma í veg fyrir Arnarnesveg Úrskurðarnefnd um umhverfis og auðlindamál vísaði kærum í tveimur málum vegna Arnarnesvegar í Kópavogi frá. Eigendur fimmtán húsa auk tveggja samtaka höfðu kært framkvæmdina. 1. júní 2023 08:06 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
„Lægstbjóðanda var hafnað þar sem hann – samanlagt hjá báðum - stóðst ekki kröfur um lágmarksveltu síðustu þriggja ára. Krafan var um veltu upp á 50 prósent af þessu verki,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. G. Pétur segir að næstlægsta boð, frá Jarðvali sf., hafi heldur ekki staðist kröfur um lágmarksveltu. Því hafi Vegagerðin ákveðið að ganga til samninga við Suðurverk hf. og Loftorku ehf. Kærumál valda því hins vegar að gerð samninga er í biðstöðu. Fimm tilboð bárust í verkið.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir „Leitað var eftir samningum við næsta hæfa aðila en þar sem höfnunin var kærð þá stöðvast það ferli. Vegagerðin mun fara fram á það við kærunefnd útboðsmála að stöðvun verði aflétt meðan málið er í meðförum hjá nefndinni, en þetta hefur nýlega snúist við, áður þurfti að óska eftir stöðvun,“ segir G. Pétur. „Verði stöðvun ekki aflétt mun það leiða til þess að framkvæmdir tefjast meðan málið er í meðförum nefndarinnar,“ segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. „Ég er búinn að kæra þetta. Við erum að bíða eftir niðurstöðu frá Kærunefnd útboðsmála,“ segir Óskar Ólafsson, framkvæmdastjóri Óskataks, og kveðst vonast eftir niðurstöðu öðru hvoru megin við helgi. „Ég er búinn að sýna þeim fram á að ég var með veltu upp á 54 prósent,“ segir Óskar en tekur fram að þetta sé túlkunaratriði. Gatnamót Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar, séð úr Víðidal.Vegagerðin/Verkís „Þetta er voðalega skrítið með Vegagerðina. Ef það kemur einhver nýr þá er eins og hann þurfi að ganga í gegnum þrautagöngu. Það er verið að mismuna mönnum. Það er ekki samræmi milli útboða. Í Suðurlandsvegi um Ölfus, sem var verið að taka í notkun um daginn, þá var miðað við 25 prósent af veltu síðustu þrjú ár. Uppi á Kjalarnesi var miðað við 30 prósent. Núna er miðað við 50 prósent,“ segir Óskar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um opnun tilboða:
Vegagerð Samgöngur Kópavogur Tengdar fréttir Óskar í Óskataki sér fram á að vinna fyrir 5,4 milljarða króna Lægsta boð í gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð í efri byggðum Kópavogs reyndist 718 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Boðið kom frá verktökunum Óskataki og Háfelli og er upp á 5,4 milljarða króna. 9. maí 2023 20:10 Íbúum tókst ekki að koma í veg fyrir Arnarnesveg Úrskurðarnefnd um umhverfis og auðlindamál vísaði kærum í tveimur málum vegna Arnarnesvegar í Kópavogi frá. Eigendur fimmtán húsa auk tveggja samtaka höfðu kært framkvæmdina. 1. júní 2023 08:06 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Óskar í Óskataki sér fram á að vinna fyrir 5,4 milljarða króna Lægsta boð í gerð Arnarnesvegar um Vatnsendahæð í efri byggðum Kópavogs reyndist 718 milljónum króna undir kostnaðaráætlun. Boðið kom frá verktökunum Óskataki og Háfelli og er upp á 5,4 milljarða króna. 9. maí 2023 20:10
Íbúum tókst ekki að koma í veg fyrir Arnarnesveg Úrskurðarnefnd um umhverfis og auðlindamál vísaði kærum í tveimur málum vegna Arnarnesvegar í Kópavogi frá. Eigendur fimmtán húsa auk tveggja samtaka höfðu kært framkvæmdina. 1. júní 2023 08:06
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent