Fönguðu eyðilegginguna í Kherson úr lofti Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2023 14:45 Þorpið Dnipryany, sem er austan megin við Dnipró og í höndum Rússa. AP Drónamyndir frá Kherson-héraði í Úkraínu, bæði vestan og austan megin við Dnipróá, sýna gífurlega eyðileggingu vegna flóða. Vatn hefur streymt yfir fjölmargar byggðir og valdið gífurlegri eyðileggingu. Starfsmenn AP fréttaveitunnar flugu dróna yfir Kakhovka-stífluna í Kherson-héraði í Úkraínu í gær, degi eftir að stíflan brast. Einnig náðu þeir myndum af byggðum bólum neðar með Dnipróánni. Stíflan var líklega sprengd upp aðfaranótt þriðjudagsins en hún hefur verið undir stjórn Rússa frá fyrsta degi innrásar þeirra í Úkraínu í fyrra. Yfirvöld í Úkraínu vöruðu við því í október að Rússar hefðu komið fyrir sprengiefnum í stíflunni. Stíflan gæti hafa brostið vegna fyrri skemmda og álags en sérfræðingar segja það ólíklegt. Rússar hafa haldið því fram að stíflan hafi brostið eftir eldflaugaárás en myndefni af þeim byggingum sem standa enn sýna engin ummerki slíkrar árásar, samkvæmt frétt AP. Embættismenn í Úkraínu sögðu í morgun að um 600 ferkílómetrar lands hefðu farið undir vatn í kjölfar þess að stíflan brast. Þar á meðal er mikið af ræktunarlandi og munu flóðin og hvarf uppistöðulónsins við stífluna hafa miklar afleiðingar fyrir landbúnað á svæðinu til lengri tíma. Íbúar á svæðinu vesturbakka Dnipró hafa eftir nágrönnum sínum á hinum bakkanum, sem Rússar stjórna, að rússneskir hermenn hafi flúið vegna flóðanna en hafi ekki aðstoðað óbreytta borgara með nokkrum hætti. Starfsmaður Rauða krossins sagði símalínur hjálparsamtakanna loga vegna símtala frá austurbakkanum þar sem fólk hafi verið að biðja um hjálp vegna flóðanna. This is the lower Dnieper river valley in #Kherson region, south #Ukraine, flooded following the destruction of #Kakhovka dam by #Russia|n invaders: pic.twitter.com/EiUT9f3mEr— Alex Kokcharov (@AlexKokcharov) June 8, 2023 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Starfsmenn AP fréttaveitunnar flugu dróna yfir Kakhovka-stífluna í Kherson-héraði í Úkraínu í gær, degi eftir að stíflan brast. Einnig náðu þeir myndum af byggðum bólum neðar með Dnipróánni. Stíflan var líklega sprengd upp aðfaranótt þriðjudagsins en hún hefur verið undir stjórn Rússa frá fyrsta degi innrásar þeirra í Úkraínu í fyrra. Yfirvöld í Úkraínu vöruðu við því í október að Rússar hefðu komið fyrir sprengiefnum í stíflunni. Stíflan gæti hafa brostið vegna fyrri skemmda og álags en sérfræðingar segja það ólíklegt. Rússar hafa haldið því fram að stíflan hafi brostið eftir eldflaugaárás en myndefni af þeim byggingum sem standa enn sýna engin ummerki slíkrar árásar, samkvæmt frétt AP. Embættismenn í Úkraínu sögðu í morgun að um 600 ferkílómetrar lands hefðu farið undir vatn í kjölfar þess að stíflan brast. Þar á meðal er mikið af ræktunarlandi og munu flóðin og hvarf uppistöðulónsins við stífluna hafa miklar afleiðingar fyrir landbúnað á svæðinu til lengri tíma. Íbúar á svæðinu vesturbakka Dnipró hafa eftir nágrönnum sínum á hinum bakkanum, sem Rússar stjórna, að rússneskir hermenn hafi flúið vegna flóðanna en hafi ekki aðstoðað óbreytta borgara með nokkrum hætti. Starfsmaður Rauða krossins sagði símalínur hjálparsamtakanna loga vegna símtala frá austurbakkanum þar sem fólk hafi verið að biðja um hjálp vegna flóðanna. This is the lower Dnieper river valley in #Kherson region, south #Ukraine, flooded following the destruction of #Kakhovka dam by #Russia|n invaders: pic.twitter.com/EiUT9f3mEr— Alex Kokcharov (@AlexKokcharov) June 8, 2023
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira