Skoðun

Takt­laus seðla­banka­stjóri

Karl Guðlaugsson skrifar

Þrjú af börnum mínum með mökum sínum fengu samþykkt greiðslumat til íbúðalánakaupa, tóku lán hjá banka og keyptu sér íbúðarhúsnæði. Þessi húsnæðiskaup voru gerð eftir að Seðlabankastjóri talaði um að loksins gætu íbúðarkaupendur greitt sambærilega vexti af lánum sínum og jafnaldrar þeirra í Evrópu. Mánaðarleg afborgun óverðtryggðs láns með breytilegum vöxtum var í byrjun kr. 176,000.- en er núna kr. 349,000.- og ber 9,34% vexti. Mismunurinn á fyrstu mánaðarlegu afborgun lánsins og þeirrar síðustu er kr. 173,000.-. Þessi sami Seðlabankastjóri sem situr í fílabeinsturni sínum og hefur núna hækkað vexti á lánum barnanna minna í þrettán skipti, leyfir sér að koma í fjölmiðla í dag til að segja börnunum mínum hvernig þau eigi að leysa hækkandi greiðslubyrði, hvernig þau eigi að bregðast við því sem hann sjálfur framkvæmdi. Ég frábið mér taktlausar ráðleggingar Seðlabankastjóra til barnanna minna því þær einungis lengja í hengingarólinni og setja þau í enn meira skuldafangelsi.

Höfundur er faðir fjögurra barna.




Skoðun

Skoðun

Kona, vertu ekki fyrir!

Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar

Sjá meira


×