„Það er enn engin hjálp“ Samúel Karl Ólason skrifar 9. júní 2023 10:34 Fólki bjargað á vesturbakka Dnipróár. AP/Libkos Fólk sem situr fast í húsum á austurbakka Dnipróár í Úkraínu segir litla hjálp berast frá Rússum. Fólk sem hefur reynt að koma öðrum til bjargar segist hafa lent í því að rússneskir hermenn taki báta þeirra. Aðrir segja að hermennirnir hjálpi ekki fólki nema þau hafi rússnesk vegabréf. Stór svæði eru undir vatni eftir að Kakhovka-stíflan í Kherson-héraði brast í vikunni. Stíflan var undir stjórn Rússa og var líklega sprengd upp. Yfirvöld í Úkraínu vöruðu við því í október að Rússar hefðu komið fyrir sprengiefnum í stíflunni. Áætlað er að um sex hundruð ferkílómetrar í Kherson-héraði hafi farið undir vatn eftir að stíflan brast og þar af eru um tveir þriðju svæðisins undir stjórn Rússa. Talið er að þúsundir manna sitji enn fastir á þessu svæði en stíflan brast á aðfaranótt þriðjudagsins. Blaðamenn AP ræddu við hina nítján ára gömlu Jektaríun Bút, sem hafði þá setið föst á háalofti húss með 83 ára afa hennar og tveimur öðrum eldri borgurum. Þau höfðu engan aðgang að vatni, mat né rafmagni og sími hennar var að verða rafmagnslaus. „Við óttumst að enginn muni vita af okkur þegar við deyjum,“ sagði Bút við AP. „Það er allt á floti í kringum okkur. Það er enn engin hjálp.“ Þau eru föst í bænum Oleshky, þar sem um 24 þúsund manns bjuggu fyrir innrás Rússa í fyrra. Einnig var rætt við konu sem á ættingja á svæðinu en er stödd í Þýskalandi. Hún sagði blaðamönnum að ættingjar hennar væru meðal á annan tug manna sem hefðu leitað sér hæð á efri hæð tveggja hæða húss. Þau sögðu henni að rússneskir hermenn hefðu komið til þeirra á báti en neitað að hjálpa fólki sem væri ekki með rússnesk vegabréf. Frá Kherson-borg. Stórir hlutar hennar fóru undir vatn.AP/Libkos Blaðamenn AP segjast ekki hafa getað sannreynt þessa frásögn en hún sé í takt við það sem sjálfstæðir rússneskir miðlar hafi sagt frá. Á vesturbakka Dnipróár hafa yfirvöld Úkraínu unnið hörðum höndum að því að koma fólki til bjargar og flytja það á brott. Björgunarsveitir á svæðinu urðu þó fyrir stórskotaliðsárásum frá austurbakkanum í gær. Vitað er að fimm hafi dáið og er minnst þrettán saknað, samkvæmt yfirvöldum í Úkraínu. Minna er vitað um ástandið á austurbakkanum Fjölmargir hafa misst heimili sín og tugir þúsunda eru án hreins drykkjarvatns. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Fönguðu eyðilegginguna í Kherson úr lofti Drónamyndir frá Kherson-héraði í Úkraínu, bæði vestan og austan megin við Dnipróá, sýna gífurlega eyðileggingu vegna flóða. Vatn hefur streymt yfir fjölmargar byggðir og valdið gífurlegri eyðileggingu. 8. júní 2023 14:45 Hlébarðarnir sjást í fyrsta sinn á víglínunum Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmiklar árásir gegn Rússum í Sapórisjía-héraði en þýskir skriðdrekar af gerðinni Leopard hafa sést á víglínunum í fyrsta sinn. 8. júní 2023 10:43 600 ferkílómetrar undir vatni og jarðsprengjur á víð og dreif Um 600 ferkílómetrar lands eru nú undir vatni eftir að Kakhova-stíflan í Dnipro-ánni í Úkraínu brast í fyrradag. Þetta segir héraðsstjórinn í Kherson en 68 prósent tjónsins er þó á austurbakkanum, landi sem Rússar hafa stjórn á. 8. júní 2023 07:17 Stór sprenging inni í stíflunni líklegasta orsökin Líklegasta ástæða þess að Kakhovka-stíflan í Kherson-héraði í Úkraínu brast, er að miklu magni sprengiefna hafi verið komið fyrir inni í stíflunni og hún sprengd. Aðrar ástæður eins og eldflaugaárás og mikið álag eru mögulegar en mun ólíklegri. 7. júní 2023 11:30 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Stór svæði eru undir vatni eftir að Kakhovka-stíflan í Kherson-héraði brast í vikunni. Stíflan var undir stjórn Rússa og var líklega sprengd upp. Yfirvöld í Úkraínu vöruðu við því í október að Rússar hefðu komið fyrir sprengiefnum í stíflunni. Áætlað er að um sex hundruð ferkílómetrar í Kherson-héraði hafi farið undir vatn eftir að stíflan brast og þar af eru um tveir þriðju svæðisins undir stjórn Rússa. Talið er að þúsundir manna sitji enn fastir á þessu svæði en stíflan brast á aðfaranótt þriðjudagsins. Blaðamenn AP ræddu við hina nítján ára gömlu Jektaríun Bút, sem hafði þá setið föst á háalofti húss með 83 ára afa hennar og tveimur öðrum eldri borgurum. Þau höfðu engan aðgang að vatni, mat né rafmagni og sími hennar var að verða rafmagnslaus. „Við óttumst að enginn muni vita af okkur þegar við deyjum,“ sagði Bút við AP. „Það er allt á floti í kringum okkur. Það er enn engin hjálp.“ Þau eru föst í bænum Oleshky, þar sem um 24 þúsund manns bjuggu fyrir innrás Rússa í fyrra. Einnig var rætt við konu sem á ættingja á svæðinu en er stödd í Þýskalandi. Hún sagði blaðamönnum að ættingjar hennar væru meðal á annan tug manna sem hefðu leitað sér hæð á efri hæð tveggja hæða húss. Þau sögðu henni að rússneskir hermenn hefðu komið til þeirra á báti en neitað að hjálpa fólki sem væri ekki með rússnesk vegabréf. Frá Kherson-borg. Stórir hlutar hennar fóru undir vatn.AP/Libkos Blaðamenn AP segjast ekki hafa getað sannreynt þessa frásögn en hún sé í takt við það sem sjálfstæðir rússneskir miðlar hafi sagt frá. Á vesturbakka Dnipróár hafa yfirvöld Úkraínu unnið hörðum höndum að því að koma fólki til bjargar og flytja það á brott. Björgunarsveitir á svæðinu urðu þó fyrir stórskotaliðsárásum frá austurbakkanum í gær. Vitað er að fimm hafi dáið og er minnst þrettán saknað, samkvæmt yfirvöldum í Úkraínu. Minna er vitað um ástandið á austurbakkanum Fjölmargir hafa misst heimili sín og tugir þúsunda eru án hreins drykkjarvatns.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Fönguðu eyðilegginguna í Kherson úr lofti Drónamyndir frá Kherson-héraði í Úkraínu, bæði vestan og austan megin við Dnipróá, sýna gífurlega eyðileggingu vegna flóða. Vatn hefur streymt yfir fjölmargar byggðir og valdið gífurlegri eyðileggingu. 8. júní 2023 14:45 Hlébarðarnir sjást í fyrsta sinn á víglínunum Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmiklar árásir gegn Rússum í Sapórisjía-héraði en þýskir skriðdrekar af gerðinni Leopard hafa sést á víglínunum í fyrsta sinn. 8. júní 2023 10:43 600 ferkílómetrar undir vatni og jarðsprengjur á víð og dreif Um 600 ferkílómetrar lands eru nú undir vatni eftir að Kakhova-stíflan í Dnipro-ánni í Úkraínu brast í fyrradag. Þetta segir héraðsstjórinn í Kherson en 68 prósent tjónsins er þó á austurbakkanum, landi sem Rússar hafa stjórn á. 8. júní 2023 07:17 Stór sprenging inni í stíflunni líklegasta orsökin Líklegasta ástæða þess að Kakhovka-stíflan í Kherson-héraði í Úkraínu brast, er að miklu magni sprengiefna hafi verið komið fyrir inni í stíflunni og hún sprengd. Aðrar ástæður eins og eldflaugaárás og mikið álag eru mögulegar en mun ólíklegri. 7. júní 2023 11:30 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Fönguðu eyðilegginguna í Kherson úr lofti Drónamyndir frá Kherson-héraði í Úkraínu, bæði vestan og austan megin við Dnipróá, sýna gífurlega eyðileggingu vegna flóða. Vatn hefur streymt yfir fjölmargar byggðir og valdið gífurlegri eyðileggingu. 8. júní 2023 14:45
Hlébarðarnir sjást í fyrsta sinn á víglínunum Úkraínumenn eru sagðir hafa gert umfangsmiklar árásir gegn Rússum í Sapórisjía-héraði en þýskir skriðdrekar af gerðinni Leopard hafa sést á víglínunum í fyrsta sinn. 8. júní 2023 10:43
600 ferkílómetrar undir vatni og jarðsprengjur á víð og dreif Um 600 ferkílómetrar lands eru nú undir vatni eftir að Kakhova-stíflan í Dnipro-ánni í Úkraínu brast í fyrradag. Þetta segir héraðsstjórinn í Kherson en 68 prósent tjónsins er þó á austurbakkanum, landi sem Rússar hafa stjórn á. 8. júní 2023 07:17
Stór sprenging inni í stíflunni líklegasta orsökin Líklegasta ástæða þess að Kakhovka-stíflan í Kherson-héraði í Úkraínu brast, er að miklu magni sprengiefna hafi verið komið fyrir inni í stíflunni og hún sprengd. Aðrar ástæður eins og eldflaugaárás og mikið álag eru mögulegar en mun ólíklegri. 7. júní 2023 11:30